„Þetta eru svik við allan almenning“

Alþingi | 8. maí 2025

„Þetta eru svik við allan almenning“

„Þetta eru svik við kerfið. Þetta eru svik við samstarfsfólk sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.

„Þetta eru svik við allan almenning“

Alþingi | 8. maí 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

„Þetta eru svik við kerfið. Þetta eru svik við sam­starfs­fólk sem vinn­ur af heil­ind­um inn­an kerf­is­ins við að vinna að mik­il­væg­um verk­efn­um í þágu sam­fé­lags­ins alls og þetta eru svik við all­an al­menn­ing,“ seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra.

„Þetta eru svik við kerfið. Þetta eru svik við sam­starfs­fólk sem vinn­ur af heil­ind­um inn­an kerf­is­ins við að vinna að mik­il­væg­um verk­efn­um í þágu sam­fé­lags­ins alls og þetta eru svik við all­an al­menn­ing,“ seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra.

Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi þar sem Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurði ráðherra út í af­stöðu hans til gagnastuld­ar frá embætti sér­staks rík­is­sak­sókn­ara.

Ingi­björg sagði að ný­leg­ar frétt­ir af því hvernig fyr­ir­tækið PPP komst yfir trúnaðargögn og hler­an­ir í tengsl­um við rann­sókn­ir sér­staks sak­sókn­ara og seldi upp­lýs­ing­ar og þjón­ustu til einkaaðila væru mikið áfall. Það hefði áhrif á traust þjóðar­inn­ar á lög­reglu og í raun rétt­ar­kerfið allt.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins.
Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Karítas

Sterk­ar vís­bend­ing­ar um lög­brot

„Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að hér sé um al­var­legt lög­brot að ræða en ég tek þó skýrt fram að ef­laust eiga fleiri upp­lýs­ing­ar eft­ir að koma upp á yf­ir­borðið. En þjóðin ger­ir eðli­lega skýra kröfu um að rétt­ar­kerfið sé heiðarlegt og að traust til þess sé varðveitt,“ sagði hún og spurði ráðherra hver afstaða henn­ar væri til máls­ins.

„Tel­ur ráðherra að þetta mál sé vís­bend­ing um að ís­lenskt sam­fé­lag sé að þró­ast í þá átt að per­sónu­vernd, réttarör­yggi og traust til lög­reglu sé í hættu?“

Þor­björg Sig­ríður þakkaði Ingi­björgu fyr­ir fyr­ir­spurn­ina og sagði að málið hefði verið til um­fjöll­un­ar á RÚV í gær­kvöldi.

Lít­ur málið al­var­leg­um aug­um

„Ég lít þetta mál mjög al­var­leg­um aug­um. Ég lít á þetta sem svik af hálfu þeirra sem að þess­um mál­um stóðu, svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við sam­starfs­fólk sem vinn­ur af heil­ind­um inn­an kerf­is­ins að vinna að mik­il­væg­um verk­efn­um í þágu sam­fé­lags­ins alls og þetta eru svik við all­an al­menn­ing,“ sagði Þor­björg Sig­ríður.

Hún bætti við að heild­ar­mynd­in lægi ekki al­veg ljós fyr­ir en nægi­lega mikið væri vitað til að geta sagt þetta.

Allt kerfið tek­ur reikn­ing­inn í svona mál­um

„Mitt verk­efni sem dóms­málaráðherra er auðvitað fyrst og fremst að vera með hug­ann við það alla daga að tryggja ör­yggi fólks­ins í land­inu. Það varðar líka að við tryggj­um ör­yggi upp­lýs­inga um fólk. Og mitt verk­efni er að verja og tryggja traust al­menn­ings til rétt­ar­kerf­is­ins. Það sorg­lega við svona mál er að þegar eitt­hvað af þess­um toga kem­ur upp þá er það kerfið allt sem tek­ur reikn­ing­inn, kerfið tek­ur allt reikn­ing­inn,“ sagði hún.

Þá sagði ráðherra það blasa við að þarna væru gögn kom­in í hend­ur þar sem ættu ekki að vera og þau virt­ust hafa verið hag­nýtt þessu til viðbót­ar.

„Ég vil árétta að málið er til skoðunar hjá nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu og það er til skoðunar hjá embætti rík­is­sak­sókn­ara. Það eru þær stofn­an­ir sem fara með málið sem stend­ur en afstaða mín er al­gjör­lega skýr um al­var­leika máls­ins.“

Skref í rétta átt

Ingi­björg sagði að það væri gott að heyra þetta því að hér væri ekki aðeins um að ræða al­var­leg­an trúnaðarbrest hjá op­in­ber­um starfs­mönn­um, nú­ver­andi og fyrr­ver­andi lög­reglu­mönn­um, held­ur einnig ein­mitt vís­bend­ing­ar um kerf­is­bundna mis­notk­un valds og brot á friðhelgi einka­lífs borg­ar­anna.

„Gögn­in voru ekki aðeins viðkvæm, þau voru hler­an­ir, ljós­mynd­ir og upp­tök­ur sem voru notaðar gegn ein­stak­ling­um sem höfðu ekk­ert gert annað en að nýta lög­form­leg rétt­indi sín til að sækja mál eða verja sig fyr­ir dóm­stól­um. Þannig að viðbrögð yf­ir­valda hafa verið skref í rétta átt en traust þjóðar­inn­ar er vissu­lega laskað,“ sagði Ingi­björg.

Hún spurði ráðherra hvort hann teldi nauðsyn­legt að Alþingi fengi ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu máls­ins og um þau áform inn­an fram­kvæmd­ar­valds­ins sem ráðherra hefði til að tryggja gagn­sæi og réttarör­yggi svo koma mætti í veg fyr­ir slíkt end­ur­tæki sig í framtíðinni.

Málið tekið föst­um tök­um

Þor­björg Sig­ríður sagði að hún teldi að ráðherr­ar og rík­is­stjórn­in öll, Alþingi allt, ættu alltaf að vera með hug­ann við það að per­sónu­leg gögn og upp­lýs­ing­ar sem op­in­ber­ar stofn­an­ir væru með und­ir hönd­um væru trygg­ar.

„Þetta kannski und­ir­strik­ar líka mik­il­vægt hlut­verk fjöl­miðla þegar svona mál kem­ur upp en mér finnst skipta máli að það hef­ur mik­il vinna átt sér stað inn­an lög­reglu og inn­an rétt­ar­kerf­is­ins síðan þessi mál voru til rann­sókn­ar. Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti því ágæt­lega í grein­argóðu viðtali í gær. Það hafa verið byggðar upp varn­ir gagn­vart svona. Hins veg­ar er það auðvitað bara staðreynd í mál­inu að á meðan fólk vinn­ur í kerf­un­um okk­ar erum við alltaf út­sett fyr­ir ákveðinni hættu. Okk­ar verk­efni er að lág­marka lík­urn­ar á því að nokkuð svona geti hent og að sýna það í verki núna eft­ir að málið er upp komið að það verði tekið föst­um tök­um af hálfu þeirra stofn­ana sem taka þetta mál til skoðunar og meta það svo í kjöl­farið hvað við ger­um,“ sagði ráðherra. 

 

 

mbl.is