„Það er alvanalegt að fulltrúar meirihluta nefndar fundi sérstaklega um þau mál sem eru á dagskrá í nefndinni og minni hlutans líka þegar þeir ákveða að gera það.“
„Það er alvanalegt að fulltrúar meirihluta nefndar fundi sérstaklega um þau mál sem eru á dagskrá í nefndinni og minni hlutans líka þegar þeir ákveða að gera það.“
„Það er alvanalegt að fulltrúar meirihluta nefndar fundi sérstaklega um þau mál sem eru á dagskrá í nefndinni og minni hlutans líka þegar þeir ákveða að gera það.“
Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en tilefnið er umræða á Alþingi í gær sem sneri að því hvort eða með hvaða hætti hið svokallaða PPP-mál hafi komið til kasta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Þórunn sagði á þingfundi í gær að hún hefði upplýsingar um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi nú þegar rætt málið á sínum fundum.
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og stjórnarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sagðist ekki kannast við að málið hafi komið til kasta nefndarinnar.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og stjórnarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, upplýsti um að óformleg samtöl um málið hafi átt sér stað á milli nefndarmanna.
Í kjölfarið hafi meirihlutinn í nefndinni ákveðið að funda um málið óformlega og ræði í kjölfarið við formann nefndarinnar um það hvernig nefndin hyggist beita sér.
Þórunn kvað sér þá hljóðs á ný og upplýsti um að hún hefði byggt orð sín á ónákvæmum upplýsingum og baðst forláts á því.
Sagðist hún fullviss að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd muni setja málið á dagskrá.
Segir hún það jafnframt í höndum formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að boða til fundar og ef það sé vilji til þess að fjalla um mál í nefnd sé það í höndum nefndarinnar.
„Það eru stanslaus samtöl í gangi milli þingmanna, þingmenn að tala saman á skrifstofum sínum eða á göngunum og ég hafði hreinlega oftúlkað hvað var í gangi. Þetta voru einfaldlega samtöl á milli þingmanna.“
Spurð hvort hluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi verið að ræða málið sín á milli fram hjá öðrum nefndarmönnum segist Þórunn ekki vita til þess en segir þingmennina sjálfa þurfa að svara fyrir það hvað hafi verið sagt og gert.
Það sé þó alvanalegt að fulltrúar meirihluta eða minnihluta nefndar fundi sérstaklega um þau mál sem á dagskrá séu í nefndinni.