Kristrún um Trump: Ánægður að heyra frá okkur

Kristrún um Trump: Ánægður að heyra frá okkur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með að heyra frá leiðtogum ríkja í Sameiginlegu viðbragðssveitinni (JEF) í gær.

Kristrún um Trump: Ánægður að heyra frá okkur

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 9. maí 2025

Kristrún Frostadóttir sótti leiðtogafund Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar í Ósló.
Kristrún Frostadóttir sótti leiðtogafund Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar í Ósló. Ljósmynd/Stine Østby

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hafa verið ánægðan með að heyra frá leiðtog­um ríkja í Sam­eig­in­legu viðbragðssveit­inni (JEF) í gær.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hafa verið ánægðan með að heyra frá leiðtog­um ríkja í Sam­eig­in­legu viðbragðssveit­inni (JEF) í gær.

Í sam­tali við Trump hafi leiðtog­arn­ir lagt áherslu á að draga þyrfti skýra línu í sand­inn gagn­vart Rúss­um og þrýsta á 30 daga vopna­hlé.

Aðspurð seg­ist hún ekki geta full­yrt að Trump muni fram­fylgja yf­ir­lýs­ingu sinni um þving­an­ir, en að skila­boð for­set­ans um að Banda­rík­in séu reiðubú­in að beita viðskiptaþving­un­um í slag­togi við aðra, séu ný.

Örygg­is- og varn­ar­mál í tengsl­um við Úkraínu­stríðið

Kristrún tók í dag þátt í leiðtoga­fundi Sam­eig­in­legu viðbragðssveit­ar­inn­ar (JEF – Jo­int Exped­iti­on­ary Force) í Ósló. Í JEF-sam­starf­inu eru Norður­lönd­in, Eystra­salts­rík­in, Bret­land og Hol­land.

Umræður leiðtog­anna á fund­in­um beind­ust meðal ann­ars að stöðu ör­ygg­is- og varn­ar­mála í Evr­ópu í tengsl­um við stríðið í Úkraínu. Þá var lögð sér­stök áhersla á ör­ygg­is- og varn­ar­mál í Norður-Atlants­hafi og á Norður­skauts­svæðinu.

Frá fundi leiðtoganna.
Frá fundi leiðtog­anna. Ljós­mynd/​Stine Østby

Trump myndi tala fyr­ir vopna­hléi

Í færslu á Face­book í gær greindi Kristrún frá því að leiðtog­arn­ir hefðu rætt sím­leiðis við bæði for­seta Banda­ríkj­anna og Úkraínu.

Spurð nán­ar út í sam­talið við Banda­ríkja­for­seta seg­ir Kristrún:

„Við vor­um þarna í sam­ein­ingu sem hóp­ur að þrýsta á að hann [Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti] myndi tala fyr­ir 30 daga vopna­hléi og líka leggja fram skýr­ar kröf­ur um að hann, í sam­hengi við fleiri lönd, myndi leggja á viðskiptaþving­an­ir ef Rúss­ar myndu ekki gefa eft­ir.“

Hvernig tók hann í þetta?

„Hann var bara mjög já­kvæður gagn­vart því að eiga góð sam­skipti við þenn­an hóp ríkja og taldi auðvitað mik­il­vægt að við stæðum sam­an í þess­um kröf­um og var auðvitað ánægður að heyra frá okk­ur. Ég held að það hafi líka skipt máli að þarna kem­ur þrýst­ing­ur frá þess­um ríkj­um sem hann virðir í sam­tali við hann um að það þurfi að fara að draga mjög skýra línu í sand­inn gagn­vart Rússlandi. Allt svona hjálp­ar. Það er kom­in ein­hver hreyf­ing á þessa hluti miðað við skila­boð sem hafa birst frá Banda­ríkja­for­seta. Síðan verðum við auðvitað að sjá hvað Rúss­ar gera.“

Kallaði eft­ir vopna­hléi

Á sam­fé­lags­miðlin­um Truth Social kallaði Trump í gær eft­ir óskil­orðsbundnu 30 daga vopna­hléi. „Ef vopna­hléið verður ekki virt munu Banda­rík­in og banda­lags­ríki beita frek­ari þving­un­um,“ sagði Trump.

Trump hef­ur und­an­farið ekki verið mjög stöðugur í mál­flutn­ingi sín­um þegar kem­ur að Úkraínu og Rússlandi, og hver afstaða hans er í því máli. Get­um við treyst því að hann muni þrýsta á Rússa?

„Ég ætla nú ekki að gefa mér hver framtíðin verður í þessu sam­hengi en það ligg­ur al­veg fyr­ir að þetta eru ný skila­boð frá Banda­ríkja­for­seta varðandi viðskiptaþving­an­ir í sam­starfi við banda­lags­ríki, þetta hef­ur ekki áður heyrst með þessu móti, það er að segja eins og hann kallaði það „partners­hip“ með öðrum banda­lags­ríkj­um. Þetta er ákveðið skref sem er verið að stíga. Við þurf­um að vona að það sé kom­inn auk­inn þungi í þess­ar viðræður.“

mbl.is