Þórunn: Ljúka umræðunni á morgun

Alþingi | 9. maí 2025

Þórunn: Ljúka umræðunni á morgun

Boðað hefur verið til þingfundar á morgun, laugardag, klukkan 10 í kjölfar fundar forsætisnefndar í hádeginu í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir ekki svo óvanalegt að þingfundur fari fram á laugardegi.

Þórunn: Ljúka umræðunni á morgun

Alþingi | 9. maí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Karítas

Boðað hef­ur verið til þing­fund­ar á morg­un, laug­ar­dag, klukk­an 10 í kjöl­far fund­ar for­sæt­is­nefnd­ar í há­deg­inu í dag. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir ekki svo óvana­legt að þing­fund­ur fari fram á laug­ar­degi.

Boðað hef­ur verið til þing­fund­ar á morg­un, laug­ar­dag, klukk­an 10 í kjöl­far fund­ar for­sæt­is­nefnd­ar í há­deg­inu í dag. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir ekki svo óvana­legt að þing­fund­ur fari fram á laug­ar­degi.

Ástæða þess að boðað hef­ur verið til þing­fund­ar á morg­un er fyrsta umræða um frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um veiðigjöld.

Nú þegar er fyrsta umræða um veiðigjöld sú lengsta frá því Alþingi hóf að halda utan um slíka töl­fræði eða frá 1995, að því er skrif­stofa Alþing­is staðfesti við Vísi.

Átta á mæl­enda­skrá

Nú þegar hafa 53 ræður verið flutt­ar um málið í fyrstu umræðu og átta þing­menn eru nú þegar á mæl­enda­skrá á morg­un.

Þór­unn seg­ir umræðuna til þessa hafa verið efn­is­mikla, langa og góða. Sýnd­ist henni að mjög marg­ir þing­menn ætluðu sér að full­nýta tíma sinn í fyrstu umræðu og það þýði ein­fald­lega að þá taki hún meiri tíma og því þurfi að gefa því rými í dag­skránni.

„Planið er að taka upp þráðinn klukk­an 10 á morg­un og ljúka umræðunni á morg­un þannig að frum­varpið geti gengið til nefnd­ar,“ seg­ir Þór­unn.

Spurð hvort eitt­hvað geti komið í veg fyr­ir að það raun­ger­ist seg­ist Þór­unn ekki hugsað mikið um það. Hún ætli að leyfa sér að vera vongóð um að það tak­ist að ljúka umræðunni og koma frum­varp­inu til um­fjöll­un­ar í þing­nefnd.

„Um leið og það er mik­il­vægt að gefa þing­mönn­um rými til að tjá sig í þingsal er ekki síður mik­il­vægt að þing­mál fái fram­gang til þing­nefnd­ar og svo annarr­ar umræðu. Það er hinn lýðræðis­legi gang­ur mála hér.“

mbl.is