Vandamál að þurfa áfengi til að slaka á

Dagmál | 9. maí 2025

Vandamál að þurfa áfengi til að slaka á

Birtingarmynd áfengisvanda getur verið með ýmsu móti og fólk getur átt við vandamál að stríða án þess að drekka óhóflega í hvert skipti.

Vandamál að þurfa áfengi til að slaka á

Dagmál | 9. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 5:57
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 5:57
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Birt­ing­ar­mynd áfeng­is­vanda get­ur verið með ýmsu móti og fólk get­ur átt við vanda­mál að stríða án þess að drekka óhóf­lega í hvert skipti.

Birt­ing­ar­mynd áfeng­is­vanda get­ur verið með ýmsu móti og fólk get­ur átt við vanda­mál að stríða án þess að drekka óhóf­lega í hvert skipti.

Anna Hild­ur Guðmunds­dótt­ir formaður SÁÁ er gest­ur dag­mála í dag en sala hófst á álf­un­um, sem eru tveir í ár, nú í vik­unni. Hún seg­ir fjár­öfl­un­ina mik­il­væg­an lið í fjár­mögn­un rekstr­ar SÁÁ enda sé þjón­usta þeirra van­fjár­mögnuð af hinu op­in­bera. Álf­ur­inn brú­ar bilið.

Reglu­lega koma inn fyr­ir­spurn­ir í umræðuhóp­um á sam­fé­lags­miðlum þar sem fólk leit­ar ráða vegna drykkju maka, eða jafn­vel at­huga­semda maka við eig­in drykkju.

Al­gengt er að það snú­ist um fólk sem fær sér reglu­lega nokkra drykki á kvöld­in eft­ir vinnu, án þess þó að úr verði helj­ar­inn­ar fylle­rí. Spurð hvort það gæti verið vís­bend­ing um vanda­mál seg­ir Anna Hild­ur:

„Ég myndi segja að það væri vís­bend­ing að viðkom­andi ætti við vanda­mál að stríða af því að þú ert þá að nota þá áfengi til þess að ná fram ein­hverj­um öðrum áhrif­um. Þú ert þá að nota áfengi til þess að ná kannski ein­hverri slök­un.“

Snú­ist ekki um að vera alltaf haus­laus

Hún seg­ir að það að drekka á hverj­um degi sé held­ur ekki eðli­legt þar sem áfengi sé ekki venju­leg neyslu­vara.

„Þetta kall­ar fram ákveðin áhrif. Og þó að fólk seg­ist ekki breyt­ast við það að drekka áfengi, þá ger­irðu það – þú breyt­ist í fasi. Þannig að já, ef þú ert að drekka dag­lega þá mundi ég segja að það bendi til þess að þú eig­ir við áfeng­is­vanda að stríða.“

Þetta snú­ist ekki um það að maður sé alltaf haus­laus.

„Þetta snýst um það að það ger­ist ákveðið í lík­am­an­um, af því að þú kall­ar fram ákveðin áhrif og það að drekka einn bjór eða tvo bjóra, þá ertu að fá ákveðin áhrif. Þú finn­ur þegar að létt­ir­inn, „rosa­lega líður mér vel“.

Þetta mynstur geti hæg­lega undið upp á sig.

„Á sama tíma þá þarftu eft­ir stutt­an tíma þá kannski þrjá bjóra til þess að ná því sama og tveir bjór­ar gáfu þér, og svo kannski þarftu að fara að fá þér fjóra bjóra til þess að kalla fram sömu áhrif.“

Brot úr þætt­in­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á all­an þátt­inn með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is