Birtingarmynd áfengisvanda getur verið með ýmsu móti og fólk getur átt við vandamál að stríða án þess að drekka óhóflega í hvert skipti.
Birtingarmynd áfengisvanda getur verið með ýmsu móti og fólk getur átt við vandamál að stríða án þess að drekka óhóflega í hvert skipti.
Birtingarmynd áfengisvanda getur verið með ýmsu móti og fólk getur átt við vandamál að stríða án þess að drekka óhóflega í hvert skipti.
Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ er gestur dagmála í dag en sala hófst á álfunum, sem eru tveir í ár, nú í vikunni. Hún segir fjáröflunina mikilvægan lið í fjármögnun rekstrar SÁÁ enda sé þjónusta þeirra vanfjármögnuð af hinu opinbera. Álfurinn brúar bilið.
Reglulega koma inn fyrirspurnir í umræðuhópum á samfélagsmiðlum þar sem fólk leitar ráða vegna drykkju maka, eða jafnvel athugasemda maka við eigin drykkju.
Algengt er að það snúist um fólk sem fær sér reglulega nokkra drykki á kvöldin eftir vinnu, án þess þó að úr verði heljarinnar fyllerí. Spurð hvort það gæti verið vísbending um vandamál segir Anna Hildur:
„Ég myndi segja að það væri vísbending að viðkomandi ætti við vandamál að stríða af því að þú ert þá að nota þá áfengi til þess að ná fram einhverjum öðrum áhrifum. Þú ert þá að nota áfengi til þess að ná kannski einhverri slökun.“
Hún segir að það að drekka á hverjum degi sé heldur ekki eðlilegt þar sem áfengi sé ekki venjuleg neysluvara.
„Þetta kallar fram ákveðin áhrif. Og þó að fólk segist ekki breytast við það að drekka áfengi, þá gerirðu það – þú breytist í fasi. Þannig að já, ef þú ert að drekka daglega þá mundi ég segja að það bendi til þess að þú eigir við áfengisvanda að stríða.“
Þetta snúist ekki um það að maður sé alltaf hauslaus.
„Þetta snýst um það að það gerist ákveðið í líkamanum, af því að þú kallar fram ákveðin áhrif og það að drekka einn bjór eða tvo bjóra, þá ertu að fá ákveðin áhrif. Þú finnur þegar að léttirinn, „rosalega líður mér vel“.
Þetta mynstur geti hæglega undið upp á sig.
„Á sama tíma þá þarftu eftir stuttan tíma þá kannski þrjá bjóra til þess að ná því sama og tveir bjórar gáfu þér, og svo kannski þarftu að fara að fá þér fjóra bjóra til þess að kalla fram sömu áhrif.“
Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á allan þáttinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.