Vonast til að hitta „frábæra“ van der Leyen

Vonast til að hitta „frábæra“ van der Leyen

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vonast til þess að hitta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins til að ræða tollamál milli Bandaríkjanna og sambandsins, hina „frábæru“ Ursulu von der Leyen. Koma ummæli hans í kjölfar þess að Bandaríkin og Bretland hefðu komist að samkomulagi um tollamál, en þeir samningar hafa aukið væntingar embættismanna í Evrópu um að einnig verði hægt að semja við Bandaríkjamenn.

Vonast til að hitta „frábæra“ van der Leyen

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 9. maí 2025

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vonast til að hitta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vonast til að hitta framkvæmdastjóra Evrópusambandsins og að samningaviðræður við sambandið skili fljótlega árangri. AFP/Jim Watson

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist von­ast til þess að hitta fram­kvæmda­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins til að ræða tolla­mál milli Banda­ríkj­anna og sam­bands­ins, hina „frá­bæru“ Ursulu von der Leyen. Koma um­mæli hans í kjöl­far þess að Banda­rík­in og Bret­land hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um tolla­mál, en þeir samn­ing­ar hafa aukið vænt­ing­ar emb­ætt­is­manna í Evr­ópu um að einnig verði hægt að semja við Banda­ríkja­menn.

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ist von­ast til þess að hitta fram­kvæmda­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins til að ræða tolla­mál milli Banda­ríkj­anna og sam­bands­ins, hina „frá­bæru“ Ursulu von der Leyen. Koma um­mæli hans í kjöl­far þess að Banda­rík­in og Bret­land hefðu kom­ist að sam­komu­lagi um tolla­mál, en þeir samn­ing­ar hafa aukið vænt­ing­ar emb­ætt­is­manna í Evr­ópu um að einnig verði hægt að semja við Banda­ríkja­menn.

Trump til­kynnti um 20% tolla á lönd Evr­ópu­sam­bands­ins í apríl, líkt og hann gerði við öll önn­ur lönd í heim­in­um. Þá til­kynnti hann einnig um viðbót­artolla á ýmis lönd vegna vöru­skipta­halla Banda­ríkj­anna við þau lönd. Hafa þeir viðbót­artoll­ar verið allt að 145% í til­felli Kína.

Trump ákvað að fresta gildis­töku tolla­hækk­an­anna fram í júlí, að und­an­skyld­um 10% grunntoll­um á öll lönd. Sagði hann það meðal ann­ars vegna þess að yfir 75 lönd hefðu beðið um samn­ingaviðræður við Banda­rík­in um toll­ana.

Í gær var svo greint frá því að Bret­land og Banda­rík­in hefðu náð sam­an um lækk­un á toll­um sem lúta að út­flutn­ingi Banda­ríkj­anna til Bret­lands á nauta­kjöti, et­anóli og öðrum land­búnaðar­af­urðum. Einnig verður toll­ur á bíla sem flutt­ir eru inn til Banda­ríkj­anna frá Bretlandi lækkaður úr 25% niður í 10% fyr­ir 100 þúsund bif­reiðar á ári, sem og toll­ar á stál og ál.

Evr­ópu­sam­bandið skipt­ir máli

Í kjöl­far þess­ara samn­inga sagðist Trump spennt­ur að ræða við Evr­ópu­sam­bandið. „Hún er frá­bær. Ég vona að við get­um hist,“ sagði hann um von der Leyen. „Evr­ópu­sam­bandið skipt­ir miklu máli, þeir vilja gríðarlega mikið ná samn­ing­um við okk­ur,“ bætti Trump við.

Hafði Trump áður sagt að samn­ing­ur­inn við Bret­land væri sá fyrsti af mörg­um og að hann vonaðist eft­ir að erfiðar samn­ingaviðræður við Evr­ópu­sam­bandið og Kína gætu skilað ár­angri fljót­lega.

mbl.is