„Allt tal um málþóf er hálf hjákátlegt“

Alþingi | 10. maí 2025

„Allt tal um málþóf er hálf hjákátlegt“

„Forseti stýrir dagskrá þingsins og honum hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dagskránni með öðrum hætti hingað til en verið hefur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslandsbankamálið á miðvikudaginn riðlaði umræðunni um veiðigjöldin.“

„Allt tal um málþóf er hálf hjákátlegt“

Alþingi | 10. maí 2025

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„For­seti stýr­ir dag­skrá þings­ins og hon­um hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dag­skránni með öðrum hætti hingað til en verið hef­ur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslands­banka­málið á miðviku­dag­inn riðlaði umræðunni um veiðigjöld­in.“

„For­seti stýr­ir dag­skrá þings­ins og hon­um hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dag­skránni með öðrum hætti hingað til en verið hef­ur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslands­banka­málið á miðviku­dag­inn riðlaði umræðunni um veiðigjöld­in.“

Þetta seg­ir Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins, en Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþings, tók þá ákvörðun eft­ir fund for­sæt­is­nefnd­ar í gær að breyta starfs­áætl­un þings­ins og boða til þing­fund­ar klukk­an 10 í dag, svo ljúka megi fyrstu umræðu um veiðigjald.

Bergþór seg­ir að þetta séu hlut­ir sem stjórn­ar­flokk­arn­ir verði að eiga við sjálfa en stjórn­ar­andstaðan sé til­bú­in að halda umræðunni áfram. Sjálf­ur seg­ist hann hafa ætlað að halda upp á þriggja ára af­mæli dótt­ur sinn­ar en hann mæti til þing­fund­ar þegar til hans er boðað.

Spurður hvort það hafi verið óþarfi að ræða Íslands­banka­málið í vik­unni seg­ir Bergþór:

„Íslands­banka­málið er búið að vera til­búið í nefnd í rúm­an mánuð ef ég skil rétt og það hefði verið hægt að ræða það hvenær sem er á fyrri stig­um í staðinn fyr­ir eitt­hvað smælki sem rík­is­stjórn­in var að bjóða upp á.“

Bergþór tel­ur að stjórn­ar­flokk­arn­ir séu orðnir óró­leg­ir varðandi öll þau stóru mál sem þeir eiga eft­ir að koma í gegn­um aðra umræðu.

„Ég sé raun­ar eng­an mun á því hvort þetta sé klárað á laug­ar­dag eða mánu­dag en vænt­an­lega fær­ir þetta þeim ein­hverja hug­ar­ró að þetta klárist á laug­ar­dag­inn,“ sagði Bergþór við mbl.is í gær.

Hann seg­ir að fyrsta umræða sé tak­mörkuð þar sem hver þingmaður megi fara í tvær ræður, 15 mín­út­ur og 5 mín­út­ur en met var slegið í fyrstu umræðu á Alþingi í gær þegar hún hafði staðið yfir í hátt í 30 klukku­stund­ir.

„Allt tal um málþóf er hálf hjákát­legt. Stjórn­arþing­menn tóku yfir stór­an hluta fyrsta dags­ins þar sem þetta mál var rætt. Það var mjög gott að fá þau sjón­ar­mið fram sem þar komu en það erfitt við það að eiga ef stjórn­ar­flokk­arn­ir ætli að fara að fullu afli inn í umræðu og telja það síðan stjórn­ar­and­stöðunni til tekna í tíma­taln­ing­unni.“

mbl.is