„Forseti stýrir dagskrá þingsins og honum hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dagskránni með öðrum hætti hingað til en verið hefur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslandsbankamálið á miðvikudaginn riðlaði umræðunni um veiðigjöldin.“
„Forseti stýrir dagskrá þingsins og honum hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dagskránni með öðrum hætti hingað til en verið hefur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslandsbankamálið á miðvikudaginn riðlaði umræðunni um veiðigjöldin.“
„Forseti stýrir dagskrá þingsins og honum hefði auðvitað verið í lófa lagið að haga dagskránni með öðrum hætti hingað til en verið hefur, til að mynda að þurfa það að þurfa að setja Íslandsbankamálið á miðvikudaginn riðlaði umræðunni um veiðigjöldin.“
Þetta segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþings, tók þá ákvörðun eftir fund forsætisnefndar í gær að breyta starfsáætlun þingsins og boða til þingfundar klukkan 10 í dag, svo ljúka megi fyrstu umræðu um veiðigjald.
Bergþór segir að þetta séu hlutir sem stjórnarflokkarnir verði að eiga við sjálfa en stjórnarandstaðan sé tilbúin að halda umræðunni áfram. Sjálfur segist hann hafa ætlað að halda upp á þriggja ára afmæli dóttur sinnar en hann mæti til þingfundar þegar til hans er boðað.
Spurður hvort það hafi verið óþarfi að ræða Íslandsbankamálið í vikunni segir Bergþór:
„Íslandsbankamálið er búið að vera tilbúið í nefnd í rúman mánuð ef ég skil rétt og það hefði verið hægt að ræða það hvenær sem er á fyrri stigum í staðinn fyrir eitthvað smælki sem ríkisstjórnin var að bjóða upp á.“
Bergþór telur að stjórnarflokkarnir séu orðnir órólegir varðandi öll þau stóru mál sem þeir eiga eftir að koma í gegnum aðra umræðu.
„Ég sé raunar engan mun á því hvort þetta sé klárað á laugardag eða mánudag en væntanlega færir þetta þeim einhverja hugarró að þetta klárist á laugardaginn,“ sagði Bergþór við mbl.is í gær.
Hann segir að fyrsta umræða sé takmörkuð þar sem hver þingmaður megi fara í tvær ræður, 15 mínútur og 5 mínútur en met var slegið í fyrstu umræðu á Alþingi í gær þegar hún hafði staðið yfir í hátt í 30 klukkustundir.
„Allt tal um málþóf er hálf hjákátlegt. Stjórnarþingmenn tóku yfir stóran hluta fyrsta dagsins þar sem þetta mál var rætt. Það var mjög gott að fá þau sjónarmið fram sem þar komu en það erfitt við það að eiga ef stjórnarflokkarnir ætli að fara að fullu afli inn í umræðu og telja það síðan stjórnarandstöðunni til tekna í tímatalningunni.“