Fyrstu umræðu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á Alþingi eftir hádegi í dag en boðað var til fundarins klukkan 10 í morgun í kjölfar fundar forsætisnefndar í gær.
Fyrstu umræðu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á Alþingi eftir hádegi í dag en boðað var til fundarins klukkan 10 í morgun í kjölfar fundar forsætisnefndar í gær.
Fyrstu umræðu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á Alþingi eftir hádegi í dag en boðað var til fundarins klukkan 10 í morgun í kjölfar fundar forsætisnefndar í gær.
Forseti Alþingis segir að greidd verði atkvæði á mánudag um að vísa málinu til nefndar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að komið hafi fram tillaga frá stjórnarandstöðunni um aðra vísun í nefnd en Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til fyrir hönd stjórnarandstöðunnar að frumvarpið gengi til efnahags-og viðskiptanefndar í stað atvinnuveganefndar.
Lagt var til að atkvæðagreiðsla þessi efnis færi fram í samræmi við þingskapalög.
Tillaga atvinnuvegaráðherra er að málið fari til atvinnuveganefndar og segir Þórun að á þingfundi á mánudaginn verði fyrst greidd atkvæði um tillöguna samkvæmt frumvarpinu og tillögu stjórnarandstöðunnar að því gefnu að sú fyrri hafi fallið.
Þórunn segir að málið fari til nefndar að lokinni atkvæðagreiðslu og þá hefjist umsagnarferli og umfjöllun í nefnd sem taki oftast lengstan tíma. Það fari eftir því hversu langan tíma starfið taki í nefndinni hvenær önnur umfræða um frumvarpið geti hafist.