Atkvæðagreiðsla á mánudag

Alþingi | 10. maí 2025

Atkvæðagreiðsla á mánudag

Fyrstu umræðu um veiðigjaldsfrumvarp atvinnuvegaráðherra lauk á Alþingi eftir hádegi í dag en boðað var til fundarins klukkan 10 í morgun í kjölfar fundar forsætisnefndar í gær.

Atkvæðagreiðsla á mánudag

Alþingi | 10. maí 2025

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Karítas

Fyrstu umræðu um veiðigjalds­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra lauk á Alþingi eft­ir há­degi í dag en boðað var til fund­ar­ins klukk­an 10 í morg­un í kjöl­far fund­ar for­sæt­is­nefnd­ar í gær.

Fyrstu umræðu um veiðigjalds­frum­varp at­vinnu­vegaráðherra lauk á Alþingi eft­ir há­degi í dag en boðað var til fund­ar­ins klukk­an 10 í morg­un í kjöl­far fund­ar for­sæt­is­nefnd­ar í gær.

For­seti Alþing­is seg­ir að greidd verði at­kvæði á mánu­dag um að vísa mál­inu til nefnd­ar.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, for­seti Alþing­is, seg­ir að komið hafi fram til­laga frá stjórn­ar­and­stöðunni um aðra vís­un í nefnd en Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, lagði til fyr­ir hönd stjórn­ar­and­stöðunn­ar að frum­varpið gengi til efna­hags-og viðskipta­nefnd­ar í stað at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Lagt var til að at­kvæðagreiðsla þessi efn­is færi fram í sam­ræmi við þing­skap­a­lög.

Til­laga at­vinnu­vegaráðherra er að málið fari til at­vinnu­vega­nefnd­ar og seg­ir Þórun að á þing­fundi á mánu­dag­inn verði fyrst greidd at­kvæði um til­lög­una sam­kvæmt frum­varp­inu og til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar að því gefnu að sú fyrri hafi fallið. 

Þór­unn seg­ir að málið fari til nefnd­ar að lok­inni at­kvæðagreiðslu og þá hefj­ist um­sagn­ar­ferli og um­fjöll­un í nefnd sem taki oft­ast lengst­an tíma. Það fari eft­ir því hversu lang­an tíma starfið taki í nefnd­inni hvenær önn­ur um­fræða um frum­varpið geti haf­ist.

mbl.is