Rússar munu sæta miklu harðari refsiaðgerðum ef þeir neita 30 daga vopnahléi sem Vesturlönd hafa krafist.
Rússar munu sæta miklu harðari refsiaðgerðum ef þeir neita 30 daga vopnahléi sem Vesturlönd hafa krafist.
Rússar munu sæta miklu harðari refsiaðgerðum ef þeir neita 30 daga vopnahléi sem Vesturlönd hafa krafist.
Þetta segir Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, í viðtali við þýska blaðið Bild í dag en hann er í heimsókn í Kænugarði með leiðtogum Frakklands, Bretlands og Póllands þar sem þeir munu ræða við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta.
„Ef Vladimír Pútín samþykkir ekki vopnahléið mun það herða á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og gríðarmikil aðstoð við Úkraínu mun halda áfram, bæði fjárhagslega og hernaðarlega,“ segir Merz við Bild.
„Núna er boltinn hjá Pútín. Hann verður að svara þessu tilboði. Við erum sammála stjórn Donalds Trumps. Við krefjumst 30 daga vopnahlés svo hægt sé að undirbúa friðarviðræður á þessu tímabili,“ segir hann.