Margrét Þórhildur útskrifuð af sjúkrahúsi

Kóngafólk | 10. maí 2025

Margrét Þórhildur útskrifuð af sjúkrahúsi

Margrét Þórhildur Danadrottning var í morgun útskrifuð af Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn.

Margrét Þórhildur útskrifuð af sjúkrahúsi

Kóngafólk | 10. maí 2025

Margét Þórhildur Danadrottning.
Margét Þórhildur Danadrottning. AFP

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing var í morg­un út­skrifuð af Rík­is­sjúkra­hús­inu í Kaup­manna­höfn.

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing var í morg­un út­skrifuð af Rík­is­sjúkra­hús­inu í Kaup­manna­höfn.

Frá þessu grein­ir danska kon­ungs­höll­in á heimasíðu sinni sinni. Þar seg­ir að henni líði vel og sé kom­in aft­ur í Friðriks­borg­ar­höll.

Ákveðið var að leggja hana inn á sjúkra­hús á fimmtu­dag­inn til eft­ir­lits eft­ir að hún fékk kvef.

Í sept­em­ber síðastliðnum slasaðist Mar­grét illa er hún brotnaði á vinstri hend­ir og hálsliðir urðu yfir hnjaski þegar hún hrasaði og datt í Friðriks­borg­ar­höll­inni.

Mar­grét Þór­hild­ur, sem er 85 ára göm­ul, af­salaði sér krún­unni í janú­ar í fyrra vegna heilsu­brests og tók Friðrik krón­prins Dan­merk­ur við krún­unni síðar í sama mánuði.

mbl.is