Rígmontnar og erfiðar

Framakonur | 10. maí 2025

Rígmontnar og erfiðar

Ljósið hefur skinið skært á Kristínu Gunnarsdóttur og Ólöfu Skaftadóttur eftir að hlaðvarpið Komið gott fór í loftið síðasta sumar. Sumir myndu segja risaljós. Þær eru óttalausar og stríðnar þegar þær fjalla um menn og málefni og taka það ekki nærri sér ef einhver fer í fýlu. Þær eru nefnilega ekki allra, líkt og þær segja sjálfar. En hvaða guggur eru þetta? Hvaðan komu þær og hvert eru þær að fara?

Rígmontnar og erfiðar

Framakonur | 10. maí 2025

Ólöf og Kristín eru orðheppnar og sniðugar og uppnefna fólk …
Ólöf og Kristín eru orðheppnar og sniðugar og uppnefna fólk gjarnan því þeirra ástartungumál er að stríða fólki. Ljósmynd/Saga Sig

Ljósið hef­ur skinið skært á Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur og Ólöfu Skafta­dótt­ur eft­ir að hlaðvarpið Komið gott fór í loftið síðasta sum­ar. Sum­ir myndu segja risa­ljós. Þær eru ótta­laus­ar og stríðnar þegar þær fjalla um menn og mál­efni og taka það ekki nærri sér ef ein­hver fer í fýlu. Þær eru nefni­lega ekki allra, líkt og þær segja sjálf­ar. En hvaða gugg­ur eru þetta? Hvaðan komu þær og hvert eru þær að fara?

Ljósið hef­ur skinið skært á Krist­ínu Gunn­ars­dótt­ur og Ólöfu Skafta­dótt­ur eft­ir að hlaðvarpið Komið gott fór í loftið síðasta sum­ar. Sum­ir myndu segja risa­ljós. Þær eru ótta­laus­ar og stríðnar þegar þær fjalla um menn og mál­efni og taka það ekki nærri sér ef ein­hver fer í fýlu. Þær eru nefni­lega ekki allra, líkt og þær segja sjálf­ar. En hvaða gugg­ur eru þetta? Hvaðan komu þær og hvert eru þær að fara?

Ólöf og Krist­ín bund­ust sterk­um vináttu­bönd­um um ung­lings­ald­ur. Veit­ingastaður­inn Humar­húsið inn­múraði vin­skap, sem aldrei hef­ur borið skugga á, en Krist­ín vann þar meðfram Mennta­skól­an­um í Reykja­vík ásamt sam­eig­in­leg­um vini þeirra Tyrf­ingi Tyrf­ings­syni leik­skáldi sem var með Ólöfu í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð. Eft­ir mennta­skól­ann flutti Krist­ín til Berlín­ar þar sem hún lærði hönn­un og Ólöf fór í Há­skóla Íslands þar sem hún lærði rit­list og bók­mennta­fræði.

„Ég bjó í Þýskalandi í sex ár þar sem ég var í há­skóla­námi. Svo fór ég að drita niður börn­um,“ seg­ir Krist­ín sem er gift og á þrjár dæt­ur. Það að byrja með hlaðvarp var ekki skyndi­hug­detta og má segja að hug­mynd­in hafi kviknað þegar kór­ónu­veir­an geisaði. Þær eru hins veg­ar óskap­lega fegn­ar að hafa ekki kveikt á míkró­fón­un­um þá því lands­menn hafi kannski ekki verið til­bún­ir fyr­ir þær.

„Það var eig­in­lega Sól vin­kona okk­ar, sem bjó þá í Kaup­manna­höfn, sem sagði við okk­ur að við þyrft­um að kaupa sína mík­una hvor og leyfa henni og öðrum að verða vitni að þessu. Við hugsuðum mikið um þetta en verk­stolið var al­gert. Svo var Sól kom­in í fæðing­ar­or­lof, pikk­föst í ein­hverj­um end­ur­tekn­ing­ar­söm­um at­höfn­um að klofna úr leiðind­um þegar við tók­um á okk­ur rögg og lögðum af stað í þetta,“ seg­ir Ólöf.

Eitt af mörgu sem þær gera í Komið gott er að þær nafn­greina fólk og segja frá at­vik­um sem sum­ir blygðast sín fyr­ir.

„Það var alltaf pæl­ing að vera með mikla breidd í því sem við vild­um tala um og það kom skýrt fram að þetta væri alls ekki fyr­ir alla. Það var upp­leggið og svo þetta með að nafn­greina. Okk­ur fannst það svo fyndið í þessu litla sam­fé­lagi,“ seg­ir Krist­ín.

„Við nafn­grein­um samt ekki nema þá sem við vit­um að geti tekið því,“ seg­ir Ólöf.

„Svona 85% af tím­an­um náum við því en svo eru 15% sem eru brjáluð,“ seg­ir Krist­ín og hlær.

„Mér skilst að Asp­e­lund-fólkið sé al­veg uppi á aft­ur­löpp­un­um,“ seg­ir Ólöf, létt í bragði.

Kristín og Ólöf eru hér staddar á 101 hóteli þar …
Krist­ín og Ólöf eru hér stadd­ar á 101 hót­eli þar sem þær taka hlaðvarpið Komið gott upp. Ljós­mynd/​Saga Sig

Hug­myndaþurrð að móðgast fyr­ir hönd annarra

Íslenska þjóðarsál­in get­ur verið móðgun­ar­gjörn á köfl­um og oft móðgast fólk fyr­ir hönd annarra. Hvað er það í okk­ur að móðgast fyr­ir hönd annarra?

„Þetta er ein­hver upp­gerðargóðmennska og kannski það að fólk hafi ekki nógu mikið að gera í hvers­deg­in­um,“ seg­ir Ólöf.

„Þetta er hug­myndaþurrð. Það er svo geggjað gam­an fyr­ir fólk að eiga sam­eig­in­leg­an óvin,“ seg­ir Krist­ín og kipp­ir sér lítið upp við það þegar hún heyr­ir að ein­hverju öðru fólki finn­ist þær óbæri­leg­ar.

Nú virðist ykk­ur vera al­veg sama um hvað öðrum finnst. Hafið þið alltaf verið þannig?

„Já, en það er lík­lega ein­hver rösk­un. Það er miklu al­geng­ara að fólk hugsi þetta hinseg­in. Það er hefð fyr­ir svona þátt­um í út­lönd­um þar sem fólk er tekið fyr­ir. Ef ég væri stjórn­mála­maður eða op­in­ber per­sóna sem væri ekki minnst á í svona þætti þá myndi ég fara að hafa áhyggj­ur. Það má nefni­lega gera grín að fólki og það er líka ein­hver leið fyr­ir venju­legt fólk sem þarf að sitja und­ir vald­höf­um til að kom­ast af. Svo er svo mik­il­vægt að muna að það er val að móðgast,“ seg­ir Ólöf.

Hvernig und­ir­búið þið þætt­ina?

„Við erum með eitt skjal sem við hend­um inn í og svo tök­um við efn­in út þegar við erum búin að tala um þau. Það er alltaf ein­hver beina­grind þarna en við vöðum úr í einu í annað,“ seg­ir Krist­ín.

„Við erum strúkt­úr­laus­ar með öllu. Sem er reynd­ar ein gagn­rýni sem við heyrðum frá Rúv. þegar við vor­um að byrja með hlaðvarpið. Viðkom­andi ætlaði að fara að fjalla um það í ein­hverj­um þætti á rík­is­miðlin­um. Um­sjón­ar­maður þátt­ar­ins gafst bara upp á því að ætla að fjalla um okk­ur. Fórnaði bara hönd­um og hugsaði: hvaða rugl er þetta? Ég skil það vel. En ég er alltaf með notes-skjal í sím­an­um mín­um sem ég skrifa inn í þegar ég heyri eitt­hvað fyndið og hef það alltaf eft­ir fólki,“ seg­ir Ólöf.

„Ólöf var í flugi um dag­inn með vin­konu okk­ar Áslaugu Örnu, sem er nátt­úr­lega mikið tek­in fyr­ir í hlaðvarp­inu, og þá kom kona upp að þeim og spurði: Eruð þið sem sagt al­veg vin­kon­ur ennþá? Ólöf svaraði bara og sagði: Auðvitað er þetta ótrú­lega erfitt á milli okk­ar. Sem er það auðvitað ekki, en það er fyndið að það er fullt af fólki þarna úti sem held­ur ábyggi­lega að við séum bún­ar að reka þannig fleyg í vin­skap og vinnu­sam­bönd okk­ar. Það er von­andi ekki raun­in,“ seg­ir Krist­ín og hlær.

Það er styrk­ur í því að geta sagt það sem fólki býr í brjósti eins og þið gerið. Upp­lifið þið að umræðan sé að breyt­ast?

„Já, við hefðum aldrei getað verið með þenn­an þátt fyr­ir nokkr­um árum. Þá hefði hann verið allt öðru­vísi. Við erum orðnar 36 ára núna og maður er ör­ugg­ari í sinni sök, að leyfa hálf­vit­an­um sem maður er að blómstra og mæta sér í mildi. Ætl­un­in með þessu er ekki að reyna að færa ein­hverja línu eða ætla sér ein­hverja ótrú­lega mikla póli­tík. Við erum bara að reyna að gleðja okk­ar fólk í hvers­deg­in­um. Þessi þátt­ur er fyr­ir okk­ur og okk­ar fólk,“ seg­ir Ólöf og seg­ir að það sé oft ekki mik­ill mun­ur á sam­töl­um þeirra í Komið gott og í þeirra per­sónu­legu sam­töl­um sem þær eiga sín á milli.

Vildu bara vera nett­ar

Hvernig voruð þið sjálf­ar þegar þið voruð 20 ára?

„Við vor­um svona fólkið sem fór á Airwaves og héng­um á Kaffi­barn­um með sígó út í eitt og fór­um í sleik við ein­hverja gæja með fíkni­vanda. Við vor­um með bölvuð læti þá líka og vor­um ekk­ert að pæla í því hvað fólki fannst þannig,“ seg­ir seg­ir Krist­ín.

Hvað dreymdi ykk­ur um þegar þið voruð á þess­um aldri?

„Mann langaði að vera nett­ur, það var mark­mið. Þú varst að vinna í kvik­mynda­brans­an­um Ólöf og við vor­um lista­meg­in. Ég var í ár­gangi með K-Frost (Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra) og Birni Brynj­úlfi fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs. Þetta er á þess­um tíma þegar all­ir ætluðu sér að verða rík­ir. All­ir ætluðu að verða ógeðslega „success­ful“, það var stemn­ing­in í þess­um hópi sem var í MR á þess­um tíma og ég tengdi mjög lítið við það. Ég þekki ekki helm­ing­inn af þeim sem ég út­skrifaðist með því ég var ekki á staðnum. Þannig að metnaður heillaði okk­ur ekki. Það átti að vera eitt­hvað miklu nett­ara í gangi hjá okk­ur,“ seg­ir Krist­ín.

„Við vild­um samt al­veg vera svona hybrid-út­gáfa. Listakapítal­ist­ar ein­hverj­ir sem eiga fyr­ir sinni gulu ekkju,“ seg­ir Ólöf og er þá að vísa í kampa­vín­s­teg­und sem þær vin­kon­ur drukku af mikl­um móð á Humar­hús­sár­un­um, ár­un­um rétt fyr­ir efna­hags­hrunið.

Þannig að ykk­ur dreymdi ekki um gull­tenn­ur og Range Rover?

„Nei, og það var eng­inn í kring­um mig sem tók á sig rögg og skráði sig í lög­fræði,“ seg­ir Krist­ín.

„Sem er fá­rán­legt því pabba­meg­in erum við 14 barna­börn, einn hag­fræðing­ur, einn lækn­ir, ell­efu lög­fræðing­ar og ég. Það er eig­in­lega fá­rán­legt að ég hafi ekki farið í lög­fræði en ég held að það hafi verið því ég er ófær um að fylgja hand­riti eða regl­um,“ seg­ir Ólöf sem var mikið í skóla í út­lönd­um þegar hún var lít­il því faðir henn­ar, Skafti Jóns­son, sem er ein dæg­ur­stjarn­an úr Komið gott-hlaðvarp­inu, er diplómati.

„Mamma vildi að ég færi í há­skól­ann til að lesa ís­lensku al­menni­lega. Hún var búin að átta sig á að það væru skrif og orð sem ég hefði áhuga á og það væri gott að hafa al­menni­legt vald á mál­inu. For­eldr­um mín­um finnst ég varla læs né skrif­andi – hvorki þá né nú – og alls ekki talandi á mæltu máli. Þau sendu mig full­orðna mann­eskj­una í skóla að reyna að lappa upp á þessa ægi­lega vondu ís­lensku mína. Þarna er al­vöruaðhald í upp­eldi. Svo fór ég bara að vinna á Frétta­blaðinu. Og ég sá það bara fyr­ir mér, að minnsta kosti í ein­hvern tíma, að vera í fjöl­miðlum,“ seg­ir Ólöf og er þá að tala um móður sína, Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur fjöl­miðlakonu.

Hér er Ólöf Skaftadóttir í Iðnó þar sem síðasta lifandi …
Hér er Ólöf Skafta­dótt­ir í Iðnó þar sem síðasta lif­andi hlaðvarpið fór fram í byrj­un des­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fórstu bara í há­skól­ann fyr­ir mömmu þína Ólöf?

„Nei, ég vissi að ég vildi al­veg fara í há­skóla en ég var ekki viss um hvað ég vildi læra. Ég var byrjuð að vinna á Frétta­blaðinu og var glöð þar. Vann þar í tröppu­gangi, þar til ég var orðin rit­stjóri, og svo einn dag­inn var blaðið keypt og mér var sagt að ég mætti ekki mæta í vinn­una dag­inn eft­ir. Ég var á starfs­loka­samn­ingi í ár og var bara að drekka Gull Lite og hanga í Tenn­is­höll­inni. Við grín­umst tals­vert með þetta, ég er alltof ung til að hafa fengið svona marga starfs­loka­samn­inga en ég er hrif­in og tenn­is­sveifl­an verður betri með hverj­um starfs­loka­samn­ingi. Ég hlakka til næsta,“ seg­ir hún.

Þú ger­ir lítið úr þessu, að þetta hafi verið fyndið að hafa misst vinn­una. Upp­lifðir þú ekki höfn­un­ar­til­finn­ingu og leið þér ekk­ert illa?

„Það er ekk­ert gam­an að vera rek­inn, en leið mér illa? Nei. Ég hefði al­veg viljað vinna þarna leng­ur, en í dag er ég bara þakk­lát herr­an­um sem keypti blaðið og vildi ekki sjá mig. Ef þú sæir mig í Tenn­is­höll­inni, þá vær­irðu sam­mála. En í fullri al­vöru, þá langaði mig ekk­ert að vinna með þess­um manni, ekki frek­ar en hann með mér,“ seg­ir Ólöf og er þá að vísa í Helga Magnús­son auðmann sem keypti Frétta­blaðið 2019.

„Þetta var gagn­kvæmt fúss,“ seg­ir Krist­ín og hlær.

„Ég hefði ekki viljað vera ein­hver út­far­ar­stjóri á blaði með hann þarna yfir mér. Mér fannst við gera vel úr því sem við höfðum á blaðinu síðustu árin og er mont­in af því. Ég eignaðist suma af mín­um bestu vin­um enn í dag, sem sum­ir koma fyr­ir í hlaðvarp­inu. Ég nefni Primaloft-strák­inn okk­ar, Hörð Ægis­son, og fleiri. Ég hef eng­ar um­kvart­an­ir í garð Helga Magnús­son­ar og sendi hon­um og öll­um eig­end­um fjöl­miðla bara ljós,“ seg­ir Ólöf.

„Og þú kynnt­ist hálfu Íslandi í leiðinni. Þetta pod hef­ur ekki síst notið þess. Þíns geig­væn­lega tengslanets,“ seg­ir Krist­ín.

Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir fylltu Iðnó í byrjun desember.
Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir og Ólöf Skafta­dótt­ir fylltu Iðnó í byrj­un des­em­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Varð fræg á einni nóttu

Krist­ín vinn­ur í markaðssetn­ingu og miðlun hjá Eflu. Þegar hún er spurð hvernig það sé að verða skyndi­lega þekkt ját­ar hún að það séu viðbrigði.

„En það er svo ógeðslega mikið að gera hjá mér í hvers­deg­in­um að ég hef lít­inn tíma til þess að vera að hugsa um það sér­stak­lega,“ seg­ir hún.

„Við fór­um reynd­ar út að borða um dag­inn all­ur vina­hóp­ur­inn á Kast­rup og við höfðum ekk­ert merki­legt að tala um, enda lif­um við all­ar svo leiðin­legu lífi, og þá komu svona hvít­víns­kon­ur og eig­in­lega björguðu okk­ur hverri frá ann­arri með sínu gjammi sem mér fannst ægi­lega fyndið. Þannig að ég hlýt að þakka fyr­ir slíkt upp­brot í dag­inn,“ seg­ir Ólöf og er þá að vísa í frægð þeirra vin­kvenna.

„Það komu ein­hverj­ar gugg­ur á skall­an­um að borðinu og voru í stuði,“ seg­ir Krist­ín og hlær og bæt­ir við:

„Þetta eru al­veg viðbrigði fyr­ir mig. Ég er líka í námi þannig að það er ekki mikið rými fyr­ir mig að vera niðri í bæ að skála og láta ljós mitt skína. Þetta er auðvitað tótal geðveiki að standa í þessu öllu, auk þess að sjá um þrjú börn og reyna að gera það með ein­hverri reisn. En ég sé fyr­ir end­ann á þessu námi og þá ætla ég að ein­beita mér að því að fá mér aðeins meiri Lite og svona,“ seg­ir Krist­ín.

„Stína er svona mann­eskja sem klár­ar allt sem hún byrj­ar á. Hún hætt­ir engu. A-stúd­ent að því leyti. Inni í henni er ein rödd sem er ótrú­lega leiðin­leg­ur skóla­stjóri sem tek­ur mikið yfir og þá lít ég á það sem mitt hlut­verk að milda þann skóla­stjóra,“ seg­ir Ólöf.

„Já, skóla­stjór­inn veit­ir enga af­slætti, er ógeðslega harður og ógeðslega leiðin­leg­ur. Þetta er ekki það að ég ætli að vera besta út­gáf­an af sjálfri mér held­ur er þetta of­beldi í eig­in garð,“ seg­ir Krist­ín og ját­ar að hún hafi alltaf verið sam­visku­söm og vand­lát á það sem hún ger­ir.

Finnið þið fyr­ir meiri pressu að vera fínni til fara eft­ir að Komið gott fór í loftið?

„Nei, þú sérð að ég er í hettupeysu núna. Við erum ekki for­set­ar, ekki ennþá. Við erum raun­ar meira og minna í spand­exi,“ seg­ir Ólöf sem ferðast um bæ­inn fót­gang­andi og klæðaburður­inn er í sam­ræmi við það.

„Við erum ekki tískugugg­ur,“ seg­ir Krist­ín og Ólöf grín­ast með að það sé miklu meiri pressa að vera mjó­ar.

„Við erum að tala um alla og fólk má tala um okk­ur eins og það lyst­ir. Ef það er verið að bera ein­hverj­ar kjafta­sög­ur í vini okk­ar þá segj­um við að fólk eigi að staðfesta allt og marg­falda með fimm. Það er nálg­un­in,“ seg­ir Krist­ín og hlær.

„Fólk er aðeins að bera út um okk­ur eitt­hvert bull og mér finnst það gam­an, því það læt­ur okk­ur líta út fyr­ir að lifa tals­vert skemmti­legra lífi en raun­in kannski er. Svo er mik­il­vægt fyr­ir mann­skap eins og okk­ur, ríg­montn­ar og erfiðar sem lát­um allt flakka, að muna það að þeir sem gefa skit – þeir þurfa líka að geta tekið skít.“

Hér er Skafti Jónsson faðir Ólafar á málverkasýningu í nóvember …
Hér er Skafti Jóns­son faðir Ólaf­ar á mál­verka­sýn­ingu í nóv­em­ber á síðasta ári. Þær kalla hann tvo metra af el­eg­ans. Ljós­mynd/​Gunn­ur Mart­ins­dótt­ir Schlüter

Tveir metr­ar af el­eg­ans

„Eig­in­lega þriðju­dag­ar hér,“ seg­ir Krist­ín þar sem við sitj­um í höfuðstöðvum Komið gott á 101 hót­eli.

„Okk­ur finnst lang­skemmti­leg­ast að vera bara hér, þótt við séum farn­ar að taka ein­hver gigg hér og þar. Það var gam­an að halda svona „live pod“ sem við send­um ekki út og get­um þá leyft okk­ur að ganga aðeins lengra. Við ákváðum það í al­ger­um gassa­gangi. Ég var ánægð með það enda ætl­um við að halda annað núna í maí,“ seg­ir Krist­ín og er þá að tala um þegar þær fylltu Iðnó í byrj­un des­em­ber en planið er að gera slíkt hið sama 21. maí í Aust­ur­bæ, á stærri vett­vangi.

„Það sem stend­ur eig­in­lega upp úr hvað mig varðar er hvað pabbi minn er orðinn mik­il stjarna í hvers­deg­in­um sín­um. All­ir vin­ir hans og vin­kon­ur tala mikið um tvo metra af el­eg­ans og hvernig hon­um geng­ur að ráða fram úr at­höfn­um dag­legs lífs. Það er upp og ofan á tækniöld,“ seg­ir Ólöf og er þá að vísa föður sinn.

„Það er búið að lyfta þeim herra­manni upp til skýj­anna og við dýrk­um það,“ seg­ir Krist­ín og Ólöf seg­ir að hann eigi þetta skilið.

Þegar Krist­ín og Ólöf eru spurðar hvað sé fram und­an segj­ast þær vera í alls kon­ar pæl­ing­um.

„Við ætl­um að halda áfram meðan þetta er skemmti­legt en við erum al­veg með pæl­ing­ar um að fara með þetta í aðrar átt­ir líka. Gera viðhafn­arþætti í sjón­varpi í kring­um kosn­ing­ar eða eitt­hvað í þá átt­ina. Ég elska dag­vinn­una mína og vinn líka í þannig um­hverfi að það gef­ur okk­ur mjög mikið efni inn í þætt­ina. Þetta er ein­hver synergía. En það er búið að bjóða okk­ur alls kon­ar og það er líka gam­an að taka ein­hverja meinta fundi með Stínu þar sem við erum að þykj­ast velta við ein­hverj­um stein­um,“ seg­ir Ólöf.

„Ef eitt­hvað verður vin­sælt vill fólk fá það til sín en við vilj­um ekki fá neinn rit­stjóra yfir okk­ur. Af því að við erum hrædd­ar um að við fletj­umst mjög hratt út und­ir ein­hverju svona öðru „ag­enda“ en okk­ar eig­in. Við erum að passa okk­ur á því,“ seg­ir Krist­ín.

„Mér finnst allt í kring­um þetta hlaðvarp bara ógeðslega skemmti­legt. Eng­ar hefðbundn­ar regl­ur fjöl­miðla eiga við þarna. Þetta er annað „ani­mal“. Maður finn­ur það. Við tók­um viðtöl við nokkra stráka í nóv­em­ber og styrk­ur­inn í þeim viðtöl­um var hvað við þekkj­umst vel sem er vana­lega bannað. Allt þetta er svo mikið frelsi fyr­ir mig sem hata regl­ur en hef eytt lung­an­um af mín­um ferli í að lúta regl­um hefðbund­inna fjöl­miðla,“ seg­ir Ólöf.

Græðið þið ekki fullt af pen­ing­um á þessu?

„Það geng­ur bara vel núna,“ seg­ir Ólöf.

„En við gerðum þetta í hálft ár án þess að fá krónu,“ seg­ir Krist­ín en þær segja að hlaðvarpið sé tak­mörkuð auðlind því það sé bara hægt að selja ákveðið magn af aug­lýs­ing­um.

Ólöf og Kristín eru hér með skemmta fólki með auðmannagleraugu.
Ólöf og Krist­ín eru hér með skemmta fólki með auðmannagler­augu. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Kunna að meta gal­gopa

Hvernig fólk finnst ykk­ur skemmti­leg­ast?

„Nátt­úr­lega gal­gop­ar,“ seg­ir Ólöf.

„Fólk sem hef­ur skoðun og seg­ir hana án þess að setja ein­hverja varnagla áður en það seg­ir það. Fólk sem er ekki laf­andi hrætt við álit annarra. Það er auðvitað skemmti­leg­asta fólkið,“ seg­ir Krist­ín.

„Fólk sem hef­ur húm­or fyr­ir sjálfu sér og sín­um,“ seg­ir Ólöf.

„Ég var beðin að koma í eitt­hvert femín­istap­all­borð um dag­inn og glíma við ein­hverj­ar eldri rauðsokk­ur. Ég hef ekki áhuga á að mér sé stillt upp í eitt­hvert svo­leiðis sam­hengi. Gamli femín­ist­inn versus eitt­hvað,“ seg­ir Krist­ín.

„Við skild­um ekk­ert hvað þú átt­ir að gera þarna. Hvort þú vær­ir ein­hver and­femín­isti eða „new wave“-femín­isti,“ seg­ir Ólöf.

„Ég veit ekk­ert hver und­ir­liggj­andi hug­mynda­fræðin var. Ég meina, er það ekki full­kom­inn femín­ismi að kon­ur segi það sem þær lang­ar? Og standi í lapp­irn­ar gagn­vart því. Eitt­hvað er fyndið, annað er minna fyndið. Vera svo­lítið öm­ur­leg og sökka stund­um. Vera mis­tæk og glötuð. Er það ekki full­komið jafn­rétti,“ seg­ir Krist­ín.

„Svo er það líka bara þannig að Íslend­ing­ur­inn elsk­ar að skipa fólki á bása. Eft­ir að við byrjuðum með þetta pod var ég á tveim­ur út­varps­stöðvum í viðtali í sömu vik­unni. Á ann­arri stöðinni var ég kynnt sem full­trúi miðjunn­ar, þetta var í aðdrag­anda kosn­inga, en á hinni stöðinni var ég öfga­hægrimaður. Ég mót­mælti hvor­ugu,“ seg­ir Ólöf.

Talið berst að frétt­um og þá sér­stak­lega frétt­um af klæðnaði fólks og viðbrögðum eldri kyn­slóða við sík­um frétta­flutn­ingi.

„Mér finnst geðveikt gam­an þegar fólk vel­ur sér að móðgast yfir því þegar þú seg­ir frétt­ir af því hvað ein­hver jakki kost­ar. Það ger­ir geðveikt mikið fyr­ir mig í hvers­deg­in­um. Hvers vegna er þetta fólk svona reitt,“ seg­ir Ólöf og bæt­ir við:

„Það er í raun erfiðara fyr­ir þau að fá dóm Smart­lands um ein­hverja flík en að ganga í gegn­um al­vöru póli­tískt ill­viðri,“ seg­ir Ólöf og hlær.

„Þetta lang­lund­ar­geð þitt í 14 ár. Það er eng­inn að setja spurn­ing­ar­merki við þetta leng­ur. Smart­land er bara stofn­un. Þú get­ur lesið það eða ekki. Það er líka val,“ seg­ir Krist­ín.

„Ertu ekki bara búin að setja pung­inn á borðið Marta, loks­ins,“ seg­ir Ólöf og við fáum gott hlát­urskast.

mbl.is