Rússar vilja „hugsa málið í gegn“

Úkraína | 10. maí 2025

Rússar vilja „hugsa málið í gegn“

Rússar segjast vilja hugsa úrslitakosti Evrópuríkja í gegn eftir að „Bandalag hinna fúsu“ hótaði Rússum í dag með samhæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skilyrðislaust vopna­hlé frá og með mánudegi.

Rússar vilja „hugsa málið í gegn“

Úkraína | 10. maí 2025

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Rúss­ar segj­ast vilja hugsa úr­slita­kosti Evr­ópu­ríkja í gegn eft­ir að „Banda­lag hinna fúsu“ hótaði Rúss­um í dag með sam­hæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skil­yrðis­laust vopna­hlé frá og með mánu­degi.

Rúss­ar segj­ast vilja hugsa úr­slita­kosti Evr­ópu­ríkja í gegn eft­ir að „Banda­lag hinna fúsu“ hótaði Rúss­um í dag með sam­hæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skil­yrðis­laust vopna­hlé frá og með mánu­degi.

Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti, Friedrich Merz kansl­ari Þýska­lands og Don­ald Tusk Pól­lands­for­seti heim­sóttu í dag Vólódímír Selenskí Úkraínu­for­seta. Þar til­kynntu þeir um þessa úr­slita­kosti í kjöl­far síma­fund­ar með Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta.

„Ef Vla­dimír Pútín samþykk­ir ekki vopna­hléið mun það herða á refsiaðgerðum gagn­vart Rúss­um og gríðar­mik­il aðstoð við Úkraínu mun halda áfram, bæði fjár­hags­lega og hernaðarlega,“ sagði Merz við Bild fyrr í dag.

Bolt­inn hjá Rúss­um

Auk þess áttu fimmenn­ing­arn­ir fjar­fund með hinum aðild­ar­ríkj­um „Banda­lags hinna fúsu“. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra Íslands, seg­ist á á X hafa setið fund­inn fyr­ir hönd Íslands. Hún tek­ur þar fram að bolt­inn sé nú á vall­ar­helm­ingi Rússa.

Rúss­ar segj­ast aft­ur á móti þurfa að hugsa málið. „Við verðum að hugsa þetta í gegn. Þetta er ný vend­ing,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kreml­ar, við CNN en Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti hef­ur ekki brugðist við yf­ir­lýs­ing­un­um.

„En að reyna að þrýsta á okk­ur er nokkuð til­gagns­laust,“ bætti hann við.

mbl.is