Rússar segjast vilja hugsa úrslitakosti Evrópuríkja í gegn eftir að „Bandalag hinna fúsu“ hótaði Rússum í dag með samhæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skilyrðislaust vopnahlé frá og með mánudegi.
Rússar segjast vilja hugsa úrslitakosti Evrópuríkja í gegn eftir að „Bandalag hinna fúsu“ hótaði Rússum í dag með samhæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skilyrðislaust vopnahlé frá og með mánudegi.
Rússar segjast vilja hugsa úrslitakosti Evrópuríkja í gegn eftir að „Bandalag hinna fúsu“ hótaði Rússum í dag með samhæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga skilyrðislaust vopnahlé frá og með mánudegi.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Friedrich Merz kanslari Þýskalands og Donald Tusk Póllandsforseti heimsóttu í dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Þar tilkynntu þeir um þessa úrslitakosti í kjölfar símafundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
„Ef Vladimír Pútín samþykkir ekki vopnahléið mun það herða á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og gríðarmikil aðstoð við Úkraínu mun halda áfram, bæði fjárhagslega og hernaðarlega,“ sagði Merz við Bild fyrr í dag.
Auk þess áttu fimmenningarnir fjarfund með hinum aðildarríkjum „Bandalags hinna fúsu“. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, segist á á X hafa setið fundinn fyrir hönd Íslands. Hún tekur þar fram að boltinn sé nú á vallarhelmingi Rússa.
Rússar segjast aftur á móti þurfa að hugsa málið. „Við verðum að hugsa þetta í gegn. Þetta er ný vending,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, við CNN en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ekki brugðist við yfirlýsingunum.
„En að reyna að þrýsta á okkur er nokkuð tilgagnslaust,“ bætti hann við.