Segir „sögulegum vendipunkti“ náð

Úkraína | 11. maí 2025

Segir „sögulegum vendipunkti“ náð

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að „sögulegum vendipunkti“ hafi verið náð í viðleitni til að binda enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu. Tyrkland er tilbúið að hýsa viðræður milli ríkjanna.

Segir „sögulegum vendipunkti“ náð

Úkraína | 11. maí 2025

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti á blaðamannafundi í Róm á Ítalíu …
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti á blaðamannafundi í Róm á Ítalíu í apríl. AFP/Alberto Pizzoli

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ir að „sögu­leg­um vendipunkti“ hafi verið náð í viðleitni til að binda enda á stríðið milli Rúss­lands og Úkraínu. Tyrk­land er til­búið að hýsa viðræður milli ríkj­anna.

Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ir að „sögu­leg­um vendipunkti“ hafi verið náð í viðleitni til að binda enda á stríðið milli Rúss­lands og Úkraínu. Tyrk­land er til­búið að hýsa viðræður milli ríkj­anna.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði í morg­un að hann vænt­ist þess að yf­ir­völd í Kreml myndu skuld­binda sig til 30 daga vopna­hlés og bætti við að Úkraínu­menn væru til­bún­ir til að mæta Rússlandi í bein­um viðræðum um frið ef vopna­hléð verður að veru­leika.

Um­mæli hans komu í kjöl­far þess að Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, lagði til bein­ar samn­ingaviðræður við Úkraínu þann 15. maí í Ist­an­búl á Tyrklandi en hann minnt­ist ekk­ert á til­lög­una um 30 daga vopna­hlé.

Er­dog­an fagnaði yf­ir­lýs­ingu Pútíns um að friðarviðræður ættu að hefjast á ný í Ist­an­búl í sím­tali við Pútín í dag, að því er skrif­stofa Tyrk­lands­for­seta til­kynnti.

Er­dog­an seg­ir að „tæki­færi hafi skap­ast til að ná friði og að með því að ná al­hliða vopna­hléi myndi skap­ast nauðsyn­legt um­hverfi fyr­ir friðarviðræður.“

Emmanuel Macron Frakklandsforseti í Kænugarði í Úkraínu í gær.
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti í Kænug­arði í Úkraínu í gær. AFP/​Genya Sa­vilov

Er­dog­an ræddi við Frakk­lands­for­seta

Er­dog­an ræddi einnig sím­leiðis við Emm­anu­el Macron, for­seta Frakk­lands, í dag.

Í sím­tal­inu sagði Er­dog­an við Macron að „sögu­leg­um vendipunkti hefði verið náð í viðleitni til að binda enda á stríðið milli Úkraínu og Rúss­lands, að grípa yrði þetta tæki­færi og að Tyrk­land væri reiðubúið að veita hvers kyns stuðning, þar á meðal að hýsa samn­ingaviðræður, til að ná vopna­hléi og var­an­leg­um friði,“ að sögn for­seta­skrif­stofu Tyrk­lands.

Yf­ir­völd í Frakklandi hafa staðfest að sím­talið milli leiðtog­anna tveggja hefði átt sér stað.

mbl.is