Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið fundarboð Rússa og segist tilbúinn að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Tyrklandi á fimmtudag til að ræða stríðslok í Úkraínu.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið fundarboð Rússa og segist tilbúinn að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Tyrklandi á fimmtudag til að ræða stríðslok í Úkraínu.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið fundarboð Rússa og segist tilbúinn að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Tyrklandi á fimmtudag til að ræða stríðslok í Úkraínu.
Úkraínuforsetinn skrifar þetta í færslu á X.
„Við bíðum eftir löngu og varanlegu vopnahlé, frá og með morgundeginum,“ skrifar Selenskí og bætir við að það sé tilgangslaust að halda „slátruninni“ áfram.
„Og ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudag. Persónulega.“
Forsetinn segist vonast eftir að varanlegt vopnahlé á milli landanna hefjist á morgun, en í gær fékk forsetinn heimsókn frá Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Friedrich Merz kanslara Þýskalands og Donald Tusk Póllandsforseta. Saman hótuðu þeir Rússum með samhæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga vopnahlé frá og með morgundeginum, mánudegi.
Rússar gerðu lítið úr þrýstingi Evrópumanna, kölluðu hann „tilgangslausan“ en sögðust vilja hugsa málið í gegn.
Í ræðu sinni í Kreml í morgun lagði Pútín til að beinar samningaviðræður á milli Rússlands og Úkraínu yrðu haldnar í Istanbúl á næstu dögum. Hann minntist ekkert á vopnahléstillögu tillögu Evrópuríkja um sem hæfist á morgun. Frakklandsforseti sagði fyrirhugaðar viðræður væru „ekki nóg“.
Skömmu síðar birti Donald Trump Bandaríkjaforseti færslu á Truth social þar sem hann mælti með því við Úkraínumenn að samþykkja boð Rússa, sem Úkraínumenn virðast nú hafa gert – af færslu Selenskís að dæma.
Tyrkland kveðst tilbúið að hýsa viðræður milli ríkjanna, að sögn Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta.
Rússar hafa enn ekki brugðist við færslu Selenskís.
Fréttin hefur verið uppfærð.