Í ræðu sinni í Kreml í morgun lagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti til að beinar samningaviðræður á milli Rússlands við Úkraínu yrðu haldnar í Istanbúl á næstu dögum en hann minntist ekkert á tillögu Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands og Úkraínu um 30 daga vopnahlé sem hæfist á morgun.
Í ræðu sinni í Kreml í morgun lagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti til að beinar samningaviðræður á milli Rússlands við Úkraínu yrðu haldnar í Istanbúl á næstu dögum en hann minntist ekkert á tillögu Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands og Úkraínu um 30 daga vopnahlé sem hæfist á morgun.
Í ræðu sinni í Kreml í morgun lagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti til að beinar samningaviðræður á milli Rússlands við Úkraínu yrðu haldnar í Istanbúl á næstu dögum en hann minntist ekkert á tillögu Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands og Úkraínu um 30 daga vopnahlé sem hæfist á morgun.
Tillaga Pútíns um beinar samningaviðræður milli Rússlands og Úkraínu er „ekki nóg“, að sögn Emmanuels Macrons Frakklandsforseta.
„Þetta er leið til að svara ekki ... til að sýna að hann sé skuldbundinn en reyna jafnframt að viðhalda óvissu í augum Bandaríkjamanna,“ sagði Macron við blaðamenn þegar hann steig út úr lest í pólsku borginni Przemysl á leið sinni heim frá Úkraínu.
„Við þurfum að standa með Bandaríkjamönnum og segja að vopnahléið sé skilyrðislaust og svo getum við rætt um rest,“ bætti hann við.
„Samningaviðræður eru ekki undanfari á skilyrðislausu vopnahléi,“ sagði Macron. Bætti hann við að Pútín væri „að leita að útgönguleið, en vildi samt kaupa sér tíma“.
Macron sagði einnig að tillaga Pútíns væri „óásættanleg fyrir Úkraínumenn því þeir geta ekki samþykkt tvíhliða viðræður á meðan þeir eru áfram undir sprengjuregni“.
Hann dró einnig í efa að Selenskí myndi samþykkja viðræður í Istanbúl í ljósi þess hve „flóknar“ samningaviðræður Rússa og Úkraínumanna voru þar skömmu eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022.
Vestræn bandalagsríki Úkraínu hafa ítrekað sakað Pútín um að draga lappirnar varðandi hugsanlegar viðræður til að binda enda á átökin í Úkraínu, sem hafa staðið yfir síðan í febrúar 2022.
Þegar Macron var spurður hvort þetta væri enn eitt dæmið um slíkt, svaraði hann: „Já, þetta er það.“
Macron heimsótti Kænugarð í gær ásamt leiðtogum Þýskalands, Bretlands og Póllands, og kölluðu fjórmenningarnir, ásamt Volodimír Selenskí Úkraínuforseta, eftir 30 daga skilyrðislausu vopnahléi sem hæfist á mánudag.
Macron varaði við því að Rússar myndu standa frammi fyrir „gríðarlegum refsiaðgerðum“ ef þeir færu ekki að þessu.
Bandaríkin og önnur lönd styðja tillöguna, að sögn leiðtoganna.