Tillaga Pútíns „ekki nóg“

Úkraína | 11. maí 2025

Tillaga Pútíns „ekki nóg“

Í ræðu sinni í Kreml í morgun lagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti til að beinar samningaviðræður á milli Rússlands við Úkraínu yrðu haldnar í Istanbúl á næstu dögum en hann minntist ekkert á tillögu Frakklands, Þýskalands, Bretlands, Póllands og Úkraínu um 30 daga vopnahlé sem hæfist á morgun.

Tillaga Pútíns „ekki nóg“

Úkraína | 11. maí 2025

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpar fjölmiðla í morgun.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti ávarpar fjölmiðla í morgun. AFP/Sputnik/Gavriil Grigorov

Í ræðu sinni í Kreml í morg­un lagði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til að bein­ar samn­ingaviðræður á milli Rúss­lands við Úkraínu yrðu haldn­ar í Ist­an­búl á næstu dög­um en hann minnt­ist ekk­ert á til­lögu Frakk­lands, Þýska­lands, Bret­lands, Pól­lands og Úkraínu um 30 daga vopna­hlé sem hæf­ist á morg­un.

Í ræðu sinni í Kreml í morg­un lagði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti til að bein­ar samn­ingaviðræður á milli Rúss­lands við Úkraínu yrðu haldn­ar í Ist­an­búl á næstu dög­um en hann minnt­ist ekk­ert á til­lögu Frakk­lands, Þýska­lands, Bret­lands, Pól­lands og Úkraínu um 30 daga vopna­hlé sem hæf­ist á morg­un.

Til­laga Pútíns um bein­ar samn­ingaviðræður milli Rúss­lands og Úkraínu er „ekki nóg“, að sögn Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta.

„Þetta er leið til að svara ekki ... til að sýna að hann sé skuld­bund­inn en reyna jafn­framt að viðhalda óvissu í aug­um Banda­ríkja­manna,“ sagði Macron við blaðamenn þegar hann steig út úr lest í pólsku borg­inni Przemysl á leið sinni heim frá Úkraínu.

„Við þurf­um að standa með Banda­ríkja­mönn­um og segja að vopna­hléið sé skil­yrðis­laust og svo get­um við rætt um rest,“ bætti hann við.

„Samn­ingaviðræður eru ekki und­an­fari á skil­yrðis­lausu vopna­hléi,“ sagði Macron. Bætti hann við að Pútín væri „að leita að út­göngu­leið, en vildi samt kaupa sér tíma“.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti á blaðamanna­fundi í Kænug­arði í gær. AFP/​Genya Sa­vilov

Óásætt­an­legt fyr­ir Úkraínu

Macron sagði einnig að til­laga Pútíns væri „óá­sætt­an­leg fyr­ir Úkraínu­menn því þeir geta ekki samþykkt tví­hliða viðræður á meðan þeir eru áfram und­ir sprengjuregni“.

Hann dró einnig í efa að Selenskí myndi samþykkja viðræður í Ist­an­búl í ljósi þess hve „flókn­ar“ samn­ingaviðræður Rússa og Úkraínu­manna voru þar skömmu eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu árið 2022.

Vest­ræn banda­lags­ríki Úkraínu hafa ít­rekað sakað Pútín um að draga lapp­irn­ar varðandi hugs­an­leg­ar viðræður til að binda enda á átök­in í Úkraínu, sem hafa staðið yfir síðan í fe­brú­ar 2022.

Þegar Macron var spurður hvort þetta væri enn eitt dæmið um slíkt, svaraði hann: „Já, þetta er það.“

Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Keir …
Friedrich Merz Þýska­landskansl­ari, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti, Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og Don­ald Tusk for­sæt­is­ráðherra Pól­lands í Kænug­arði í gær. AFP/​Genya Sa­vilov

Gríðarleg­ar refsiaðgerðir

Macron heim­sótti Kænug­arð í gær ásamt leiðtog­um Þýska­lands, Bret­lands og Pól­lands, og kölluðu fjór­menn­ing­arn­ir, ásamt Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta, eft­ir 30 daga skil­yrðis­lausu vopna­hléi sem hæf­ist á mánu­dag.

Macron varaði við því að Rúss­ar myndu standa frammi fyr­ir „gríðarleg­um refsiaðgerðum“ ef þeir færu ekki að þessu.

Banda­rík­in og önn­ur lönd styðja til­lög­una, að sögn leiðtog­anna.

mbl.is