Enn skelfur við Grjótárvatn

Ljósufjallakerfi | 12. maí 2025

Enn skelfur við Grjótárvatn

Jarðskjálftahrina reið yfir í Ljósufjallakerfinu um tíuleytið í morgun. Sex skjálftar mældust við Grjótárvatn á Mýrum, um eða rétt undir tveimur að stærð.

Enn skelfur við Grjótárvatn

Ljósufjallakerfi | 12. maí 2025

Jarðskjálfta­hrina reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu um tíu­leytið í morg­un. Sex skjálft­ar mæld­ust við Grjótár­vatn á Mýr­um, um eða rétt und­ir tveim­ur að stærð.

Jarðskjálfta­hrina reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu um tíu­leytið í morg­un. Sex skjálft­ar mæld­ust við Grjótár­vatn á Mýr­um, um eða rétt und­ir tveim­ur að stærð.

Þrír þeirra eru yf­ir­farn­ir af sér­fræðing­um Veður­stofu Íslands og mæld­ust á 12-18 km dýpi.

Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á nátt­úru­vakt Veður­stof­unn­ar, seg­ir um ósköp sam­bæri­lega virkni og sést hef­ur síðustu mánuði.

Kvika ekki að leita til yf­ir­borðs

„Það hef­ur verið auk­in virkni síðan 2021 sem svo færðist í auk­ana í ág­úst á síðasta ári og hef­ur hald­ist svipuð síðan þá.“

Seg­ir Salóme skjálft­ana í kerf­inu flestalla á 15-20 km dýpi og mögu­leg merki um kvikuinn­skot á miklu dýpi en þó séu eng­in merki um að kvika sé að leita til yf­ir­borðs eins og er.

mbl.is