Gagnaleki ræddur á Alþingi

Gagnaleki ræddur á Alþingi

Gagnalekinn og skyld mál verða til umræðu á vettvangi Alþingis í dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður fjallað um málið á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis nú fyrir hádegi, en í upphafi þingfundar síðdegis er einnig gert ráð fyrir að málið hljóti nokkurt rými.

Gagnaleki ræddur á Alþingi

Gagnastuldur og njósnir PPP | 12. maí 2025

Líklegt er talið að nefndin kalli Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, …
Líklegt er talið að nefndin kalli Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara á sinn fund. Samsett mynd/mbl.is/Hari/Eggert/Karítas

Gagnalek­inn og skyld mál verða til umræðu á vett­vangi Alþing­is í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verður fjallað um málið á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is nú fyr­ir há­degi, en í upp­hafi þing­fund­ar síðdeg­is er einnig gert ráð fyr­ir að málið hljóti nokk­urt rými.

Gagnalek­inn og skyld mál verða til umræðu á vett­vangi Alþing­is í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verður fjallað um málið á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is nú fyr­ir há­degi, en í upp­hafi þing­fund­ar síðdeg­is er einnig gert ráð fyr­ir að málið hljóti nokk­urt rými.

Ekki er talið að fjallað verði um málið efn­is­lega svo nokkru nemi á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar (SEN), held­ur þurfi að ná utan um stöðu máls­ins og að hvaða leyti nefnd­in geti um það fjallað, hvert um­fangið eigi að vera.

Lík­legt er talið að nefnd­in kalli Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur dóms­málaráðherra til sín á op­inn fund á næst­unni.

Ótal spurn­ing­ar vakna

Eins má telja full­víst að bæði Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari og Sig­ríður J. Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari verði boðin á fund hjá nefnd­inni, en sá fund­ur yrði tæp­lega op­inn, enda hef­ur nefnd­in ekki heim­ild til þess að kveðja aðra en ráðherra á opna fundi.

Við upp­haf þing­fund­ar klukk­an þrjú síðdeg­is eru óund­ir­bún­ar fyr­ir­spurn­ir fyrst­ar á dag­skrá og þar verður dóms­málaráðherra fyr­ir svör­um. Blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að henn­ar bíði nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir viðvíkj­andi þessu máli.

Þar hafa ýms­ar spurn­ing­ar vaknað um starfs­hætti hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara (nú héraðssak­sókn­ara) árin eft­ir hrun, en stjórn­ar­and­stöðuþingmaður, sem blaðið ræddi við í gær, seg­ir að fram að þessu hafi fleiri spurn­ing­ar vaknað en svör hafi feng­ist við.

„Og þau svör sem þó fást hafa vakið enn fleiri spurn­ing­ar,“ sagði hann og kvaðst von­ast til þess að dóms­málaráðherra gæti svarað ein­hverj­um þeirra, án þess að hann vildi leggja málið að dyr­um hans.

At­hygl­is­verður samn­ing­ur

Verk­töku­samn­ing­ur sér­staks sak­sókn­ara við rann­sókna­fyr­ir­tækið PPP frá 2012 er meðal þess sem marg­ir hafa staðnæmst við. Eft­ir að Rúv. greindi frá njósn­um sem fyr­ir­tækið stundaði á sín­um tíma lýsti Ólaf­ur Þ. Hauks­son héraðssak­sókn­ari (áður sér­stak­ur sak­sókn­ari) yfir mik­illi undr­un og hneyksl­un á því, án þess þó að geta þess að sér hefði verið kunn­ugt um stofn­un og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á sín­um tíma. Hann nefndi ekki held­ur að embættið hefði samið við það um verk­töku á sviði lög­gæslu­verk­efna.

Eins og fram kem­ur í Morg­un­blaðinu er þó fleira, sem at­hygli vek­ur í því sam­hengi, svo sem að samn­ing­ur­inn var ekki rétt dag­sett­ur. Í fyrri gögn­um og yf­ir­lýs­ing­um sést líka að inn­an embætt­is­ins virt­ist mönn­um full­kunn­ugt um til hvers PPP var stofnað og hverj­ir yrðu helstu viðskipta­menn.

Enn óvenju­legra er þó hið nána sam­starf starfs­manna embætt­is­ins við skipta­stjóra, þar á meðal skipta­stjóra Milest­one, en hann og full­trúi hans fengu óheft­an og eft­ir­lits­laus­an aðgang að skjala­hirsl­um embætt­is­ins, til þess að „róta í“ skjöl­um, sem tengd­ust Milest­one.

Í því starfi nutu starfs­menn þrota­bús­ins m.a. liðsinn­is Gríms Gríms­son­ar, sem nú er þingmaður.

mbl.is