„Staðan var verri en við bjuggumst við“

Dagmál | 12. maí 2025

„Staðan var verri en við bjuggumst við“

Þegar sjálfstæðismenn tóku við stjórn Árborgar árið 2022 varð fljótt ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins var verri en þeir hefðu gert ráð fyrir. Ráðist var í miklar hagræðingaraðgerðir og nú skilar sveitarfélagið einum sínum besta ársreikningi frá upphafi.

„Staðan var verri en við bjuggumst við“

Dagmál | 12. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þegar sjálf­stæðis­menn tóku við stjórn Árborg­ar árið 2022 varð fljótt ljóst að fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins var verri en þeir hefðu gert ráð fyr­ir. Ráðist var í mikl­ar hagræðing­araðgerðir og nú skil­ar sveit­ar­fé­lagið ein­um sín­um besta árs­reikn­ingi frá upp­hafi.

    Þegar sjálf­stæðis­menn tóku við stjórn Árborg­ar árið 2022 varð fljótt ljóst að fjár­hags­staða sveit­ar­fé­lags­ins var verri en þeir hefðu gert ráð fyr­ir. Ráðist var í mikl­ar hagræðing­araðgerðir og nú skil­ar sveit­ar­fé­lagið ein­um sín­um besta árs­reikn­ingi frá upp­hafi.

    Þetta kem­ur fram í nýj­asta þætti Dag­mála þar sem Bragi Bjarna­son, bæj­ar­stjóri Árborg­ar og odd­viti sjálf­stæðismanna, fer yfir viðsnún­ing sveit­ar­fé­lags­ins og póli­tík­ina í Árborg.

    Á síðasta kjör­tíma­bili und­ir stjórn Miðflokks, Fram­sókn­ar, Sam­fylk­ing­ar og Áfram Árborg­ar 2018-2022 juk­ust skuld­ir Árborg­ar veru­lega og í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um var sá meiri­hluti felld­ur. Við tók hreinn meiri­hluti sjálf­stæðismanna.

    Stór hluti lána fór í dag­leg­an rekst­ur

    Bragi seg­ir að í kosn­inga­bar­átt­unni 2022 hafi vissu­lega verið bundið von­ir við að ná tök­um á rekstr­in­um á kom­andi kjör­tíma­bili, en þegar í meiri­hlut­ann var komið varð ljóst að staðan var verri en mönn­um hafði grunað.

    „Það kem­ur svo kannski í ljós þegar við för­um að vinna og rýna og ná í gögn­in öll­söm­ul til að vinna úr stöðunni, að staðan var verri en við bjugg­umst við. Á ákveðnum tíma­punkti sá maður verk­efnið og sagði: „Þetta mun taka lengri tíma og við verðum að vinna plön út frá“. En það má segja að það er þakk­arvert til allra sem hafa komið að, að þetta hef­ur gengið mun bet­ur en við bjugg­umst við,“ seg­ir Bragi.

    Skulda­söfn­un sveit­ar­fé­lags­ins var hröð og mik­il á ár­un­um 2020-2023. Bragi seg­ir að hluti af þess­ari skulda­söfn­un sem átti sér stað und­ir stjórn fyrri meiri­hluta hafi vissu­lega farið í fjár­fest­ing­ar en einnig hafi mikið farið í dag­leg­an rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins.

    „Stór hluti af þeim lán­um sem við [sveit­ar­fé­lagið] vor­um að taka á hverju ári var að fara í rekst­ur­inn, sem er eng­an veg­inn það sem hann á að gera,“ seg­ir Bragi.

    Skuldaviðmiðið lækkað veru­lega

    Hann seg­ir að lausa­fjárstaða sveit­ar­fé­lags­ins hafi verið al­var­leg og þegar verst á lét var skuldaviðmið sveit­ar­fé­lags­ins að nálg­ast 157% árið 2022 „og hefði farið hærra ef við hefðum ekki gripið inn í það strax miðað við áætlan­irn­ar á þeim tíma þegar við sáum hver staðan var.“

    Hvert er skuldaviðmiðið í dag?

    „Við erum kom­in í 107,6%, eða rétt tæp 108%, sem er nátt­úru­lega mjög góð staða að vera í núna – samt búin að vera í gríðarleg­um vexti á und­an­förn­um árum. Sveit­ar­fé­lagið Árborg hef­ur vaxið mjög hratt á und­an­förn­um árum, mikið af íbúðum byggðar sem er já­kvætt. Við vilj­um taka taka vel á móti íbú­um, en við vilj­um líka að íbú­arn­ir sem búa hjá okk­ur njóti áfram þeirr­ar þjón­ustu og þeir fái ekki höggið – sem þeir hafa sann­ar­lega fengið á þess­um árum því miður,“ seg­ir Bragi.

    Eins og fjallað hef­ur verið um þá var árs­reikn­ing­ur Árborg­ar fyr­ir árið 2024 kynnt­ur und­ir lok síðasta mánaðar og rekstr­arniðurstaða A- og B-hluta var já­kvæð um 3.243 millj­ón­ir króna.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Braga Bjarna­son í heild sinni.

    Bragi ræddi þann mikla viðsnúning sem hefur orðið á rekstri …
    Bragi ræddi þann mikla viðsnún­ing sem hef­ur orðið á rekstri Árborg­ar í nýj­asta þætti Dag­mála. Sam­sett mynd
    mbl.is