Dómsmálaráðuneytið hefur sent bréf á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara þar sem óskað er eftir upplýsingum um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upplýsinga sem urðu til við símhlustanir í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara.
Dómsmálaráðuneytið hefur sent bréf á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara þar sem óskað er eftir upplýsingum um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upplýsinga sem urðu til við símhlustanir í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara.
Dómsmálaráðuneytið hefur sent bréf á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara þar sem óskað er eftir upplýsingum um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upplýsinga sem urðu til við símhlustanir í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Ríkissaksóknari hefur falið lögreglunni á Suðurlandi að rannsaka meint brot er varða umfangsmikinn gagnastuld úr kerfum sérstaks saksóknara af hálfu njósnafyrirtækisins PPP fyrir rúmum áratug. Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur einnig tekið upp málið.
PPP var stofnað árið 2011 af tveimur lögreglumönnum, Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir höfðu árið 2009 yfirgefið lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og gengið til liðs við embætti sérstaks saksóknara.
„Beiðnin er sett fram á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildar ráðherra í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga um ætlaða ólögmæta meðferð gagna af hálfu fyrrum starfsmanna embættisins,“ segir í bréfi ráðherra til Ólafs Þórs.
Ráðherra óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum: