Þorbjörg óskar eftir upplýsingum um gagnastuld

Þorbjörg óskar eftir upplýsingum um gagnastuld

Dómsmálaráðuneytið hefur sent bréf á Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara þar sem óskað er eftir upplýsingum um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upplýsinga sem urðu til við símhlustanir í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara.

Þorbjörg óskar eftir upplýsingum um gagnastuld

Gagnastuldur og njósnir PPP | 12. maí 2025

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra spyr hvort gerðar hafi verið tæknilegar …
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra spyr hvort gerðar hafi verið tæknilegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi að gögnum. mbl.is/Eyþór

Dóms­málaráðuneytið hef­ur sent bréf á Ólaf Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ara þar sem óskað er eft­ir upp­lýs­ing­um um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upp­lýs­inga sem urðu til við sím­hlust­an­ir í tengsl­um við rann­sókn­ir embætt­is sér­staks sak­sókn­ara.

Dóms­málaráðuneytið hef­ur sent bréf á Ólaf Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ara þar sem óskað er eft­ir upp­lýs­ing­um um meðferð, vörslu og eyðingu gagna og upp­lýs­inga sem urðu til við sím­hlust­an­ir í tengsl­um við rann­sókn­ir embætt­is sér­staks sak­sókn­ara.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur falið lög­regl­unni á Suður­landi að rann­saka meint brot er varða um­fangs­mik­inn gagnastuld úr kerf­um sér­staks sak­sókn­ara af hálfu njósna­fyr­ir­tæk­is­ins PPP fyr­ir rúm­um ára­tug. Nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu hef­ur einnig tekið upp málið.

PPP var stofnað árið 2011 af tveim­ur lög­reglu­mönn­um, Jóni Ótt­ari Ólafs­syni af­brota­fræðingi og Guðmundi Hauki Gunn­ars­syni lög­fræðingi, sem er lát­inn. Þeir höfðu árið 2009 yf­ir­gefið lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og gengið til liðs við embætti sér­staks sak­sókn­ara.

Beiðnin sett fram eft­ir fjöl­miðlaum­fjöll­un

„Beiðnin er sett fram á grund­velli yf­ir­stjórn­un­ar- og eft­ir­lits­heim­ild­ar ráðherra í til­efni fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar síðustu daga um ætlaða ólög­mæta meðferð gagna af hálfu fyrr­um starfs­manna embætt­is­ins,“ seg­ir í bréfi ráðherra til Ólafs Þórs.

Ráðherra óskaði eft­ir svör­um við eft­ir­far­andi spurn­ing­um:

  1. Hvernig var vörslu gagna háttað?
  2. Til hvaða ráðstaf­ana var gripið til að tryggja ör­yggi gagna?
  3. Hvernig var þeim aðgangs­stýrt?
  4. Voru gerðar tækni­leg­ar ráðstaf­an­ir til þess að koma í veg fyr­ir mis­notk­un á aðgangi?
  5. Voru til staðar verklags­regl­ur sem vörðuðu meðferð gagna?
  6. Hvaða regl­ur giltu um eyðingu gagna og á hvaða tíma­marki var þeim eytt? Giltu sér­stak­ar regl­ur um gögn sem töld­ust ekki varða sak­ar­efni máls hverju sinni?
mbl.is