Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar.
Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar.
Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar.
Ekki þurfti að kjósa um tillögu stjórnarandstöðunnar um að frumvarpinu yrði vísað til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en til atvinnuveganefndar, þar sem fyrst var kosið um tillögu ríkisstjórnar um að fara með málið í atvinnuveganefnd.
„Óumdeilt er, eins og segir mjög skýrt í frumvarpinu sjálfu, að veiðigjöld eru skattar. Þannig að hér er um að ræða skattahækkun og meira að segja gríðarlega mikla skattahækkun. Við teljum því rétt að málið fái betri meðferð í nefnd, þeirri sem fer með skattamál á sínu málefnasviði, sem er efnahags- og viðskiptanefnd,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, svaraði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og útskýrði af hverju málinu væri vísað í atvinnuveganefnd en ekki efnahags- og viðskiptanefnd.
„Nú sit ég í háttvirtri efnahags- og viðskiptanefnd og ég játa það að ég var farinn að hlakka til eins og barn til jólanna að taka við þessu ágæta máli. En þá var mér bent á það að fordæmið er nú heldur þeim megin að vísa þessu máli til atvinnuveganefndar. Enda hafa lög um veiðigjöld og breytingu á þeim verði teknar fyrir í atvinnuveganefnd árið 2012, 2013, 2014, 2015, 2018, 2019 og 2022. Þannig ef sú skoðun er fram komið að efnahags- og viðskiptanefnd eigi frekar að taka við málinu þá sú skoðun nýtilkominn,“ sagði Pawel.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það vissulega rétt að málið hefði áður farið í atvinnuveganefnd en það hefði verið undir öðrum kringumstæðum.
Þá hefði verið umræða um eðli greinarinnar en ekki verið að boða stórfellda skattahækkun, eins og ríkisstjórnin boðar með þessu frumvarpi.
Lagafrumvörp fá alls þrjár umræður á Alþingi.