Veiðigjaldafrumvarpi vísað til atvinnuveganefndar

Veiðigjöld | 12. maí 2025

Veiðigjaldafrumvarpi vísað til atvinnuveganefndar

Fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið er lokið og var samþykkt að vísa málinu til atvinnuveganefndar.

Veiðigjaldafrumvarpi vísað til atvinnuveganefndar

Veiðigjöld | 12. maí 2025

Fyrstu umræðu um veiðigjalda­frum­varpið er lokið og var samþykkt að vísa mál­inu til at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Fyrstu umræðu um veiðigjalda­frum­varpið er lokið og var samþykkt að vísa mál­inu til at­vinnu­vega­nefnd­ar.

Ekki þurfti að kjósa um til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar um að frum­varp­inu yrði vísað til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar frek­ar en til at­vinnu­vega­nefnd­ar, þar sem fyrst var kosið um til­lögu rík­is­stjórn­ar um að fara með málið í at­vinnu­vega­nefnd. 

„Óum­deilt er, eins og seg­ir mjög skýrt í frum­varp­inu sjálfu, að veiðigjöld eru skatt­ar. Þannig að hér er um að ræða skatta­hækk­un og meira að segja gríðarlega mikla skatta­hækk­un. Við telj­um því rétt að málið fái betri meðferð í nefnd, þeirri sem fer með skatta­mál á sínu mál­efna­sviði, sem er efna­hags- og viðskipta­nefnd,“ sagði Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fyr­ir at­kvæðagreiðsluna. 

For­dæmi fyr­ir því að málið fari í at­vinnu­vega­nefnd

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisn­ar, svaraði fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar og út­skýrði af hverju mál­inu væri vísað í at­vinnu­vega­nefnd en ekki efna­hags- og viðskipta­nefnd. 

„Nú sit ég í hátt­virtri efna­hags- og viðskipta­nefnd og ég játa það að ég var far­inn að hlakka til eins og barn til jól­anna að taka við þessu ágæta máli. En þá var mér bent á það að for­dæmið er nú held­ur þeim meg­in að vísa þessu máli til at­vinnu­vega­nefnd­ar. Enda hafa lög um veiðigjöld og breyt­ingu á þeim verði tekn­ar fyr­ir í at­vinnu­vega­nefnd árið 2012, 2013, 2014, 2015, 2018, 2019 og 2022. Þannig ef sú skoðun er fram komið að efna­hags- og viðskipta­nefnd eigi frek­ar að taka við mál­inu þá sú skoðun nýtil­kom­inn,“ sagði Pawel.

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði það vissu­lega rétt að málið hefði áður farið í at­vinnu­vega­nefnd en það hefði verið und­ir öðrum kring­um­stæðum.

Þá hefði verið umræða um eðli grein­ar­inn­ar en ekki verið að boða stór­fellda skatta­hækk­un, eins og rík­is­stjórn­in boðar með þessu frum­varpi. 

Laga­frum­vörp fá alls þrjár umræður á Alþingi.

mbl.is