Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Poppkúltúr | 13. maí 2025

Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Nekt hefur verið bönnuð á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst í dag. Þetta þykja sorgarfréttir fyrir tískuunnendur þar sem margar stjörnur hafa skilið lítið eftir fyrir ímyndunaraflið með fatnaði sínum á undanförnum árum. 

Banna nekt á rauða dreglinum í Cannes

Poppkúltúr | 13. maí 2025

Naomi Campbell á rauða dreglinum í fyrra.
Naomi Campbell á rauða dreglinum í fyrra. AFP

Nekt hef­ur verið bönnuð á rauða dregl­in­um á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es sem hefst í dag. Þetta þykja sorg­ar­frétt­ir fyr­ir tísku­unn­end­ur þar sem marg­ar stjörn­ur hafa skilið lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið með fatnaði sín­um á und­an­förn­um árum. 

Nekt hef­ur verið bönnuð á rauða dregl­in­um á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es sem hefst í dag. Þetta þykja sorg­ar­frétt­ir fyr­ir tísku­unn­end­ur þar sem marg­ar stjörn­ur hafa skilið lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið með fatnaði sín­um á und­an­förn­um árum. 

Stjórn­end­ur hátíðar­inn­ar hafa nú upp­fært regl­ur um klæðaburð meðan á hátíðinni stend­ur.

„Af kurt­eis­is­ástæðum er nekt bönnuð á rauða dregl­in­um sem og ann­ars staðar á hátíðinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu hátíðar­inn­ar. 

„Einnig er óheim­ilt að nota stór­an og íburðar­mik­inn klæðnað sem hindr­ar eðli­lega um­ferð gesta og ger­ir aðgang að sæt­um í leik­hús­inu flók­inn. Mót­töku­teymi hátíðar­inn­ar verður gert skylt að banna aðgang að rauða dregl­in­um fyr­ir þá sem van­v­irða þess­ar regl­ur.“

Efn­is­litl­ir kjól­ar hafa verið gríðarlega áber­andi síðustu ár. Fyr­ir­sæt­urn­ar Bella Hadid, Na­omi Camp­bell, Kendall Jenner, Ir­ina Shayk og leik­kon­an Ca­meron Diaz eiga eft­ir­minni­leg augna­blik á rauða dregl­in­um sem vöktu mikla at­hygli. 

Hér fyr­ir neðan eru nokkr­ar mynd­ir af ögr­andi fatnaði síðustu ára.

Ætli þessi kjóll yrði ekki stranglega bannaður?
Ætli þessi kjóll yrði ekki strang­lega bannaður? AFP
Bella Hadid í Cannes árið 2021.
Bella Hadid í Cann­es árið 2021. AFP
Kendall Jenner árið 2018.
Kendall Jenner árið 2018. AFP
Irina Shayk árið 2023.
Ir­ina Shayk árið 2023. AFP
Leila Depina árið 2023.
Leila Dep­ina árið 2023. AFP
mbl.is