Lokun Janusar: „Þau tóku þessa ákvörðun sjálf“

Alþingi | 13. maí 2025

Lokun Janusar: „Þau tóku þessa ákvörðun sjálf“

„Það er nú bara þannig að þau hjá Janusi ákváðu sjálf að þau vildu frekar veita heilbrigðisþjónustu heldur en atvinnutengda starfsendurhæfingu. Þar með eru þau að færast frá okkur. Þau tóku þessa ákvörðun sjálf,“ segir Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, í samtali við mbl.is.

Lokun Janusar: „Þau tóku þessa ákvörðun sjálf“

Alþingi | 13. maí 2025

Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, fer yfir stöðuna og næstu skref …
Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK, fer yfir stöðuna og næstu skref í þjónustu við þjónustunotendur Janusar endurhæfingar, sem lokar um mánaðamótin. Þá er rýnt í svar Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingmanns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um málefnið. Samsett mynd/mbl.is/Kristófer Liljar/mbl.is/Eggert Jóhannesson/mbl.is/María

„Það er nú bara þannig að þau hjá Jan­usi ákváðu sjálf að þau vildu frek­ar veita heil­brigðisþjón­ustu held­ur en at­vinnu­tengda starf­send­ur­hæf­ingu. Þar með eru þau að fær­ast frá okk­ur. Þau tóku þessa ákvörðun sjálf,“ seg­ir Vig­dís Jóns­dótt­ir, for­stjóri VIRK, í sam­tali við mbl.is.

„Það er nú bara þannig að þau hjá Jan­usi ákváðu sjálf að þau vildu frek­ar veita heil­brigðisþjón­ustu held­ur en at­vinnu­tengda starf­send­ur­hæf­ingu. Þar með eru þau að fær­ast frá okk­ur. Þau tóku þessa ákvörðun sjálf,“ seg­ir Vig­dís Jóns­dótt­ir, for­stjóri VIRK, í sam­tali við mbl.is.

Vís­ar hún þar til þess að samn­ings­lok milli úrræðanna um næstu mánaðamót hafi komið til vegna krafna for­svars­manna Janus­ar.

Þá seg­ir hún um­fjöll­un um lok­un Janus­ar hafa verið held­ur ein­hliða en þjón­ustuþegar, aðstand­end­ur þeirra og annað fag­fólk hafa lýst Jan­usi sem ein­stöku úrræði fyr­ir ungt fólk með taugaþrosk­arask­an­ir og lýst yfir mikl­um áhyggj­um af af­leiðing­um lok­un­ar úrræðis­ins og að ekk­ert sam­bæri­legt standi hópn­um til boða.

„Það eru ýmis sjón­ar­horn í þessu. Það er mik­ill vilji til að mæta þess­um hópi ann­arsstaðar í heil­brigðis­kerf­inu. Heil­brigðisráðuneytið reyndi t.d. að bjóða Jan­usi ákveðna yf­ir­töku, það hafa all­ir verið að leggja sig fram.“

„Það eru til fleiri úrræði“

Vig­dís seg­ir rauða þráðinn í umræðu um málið hafa verið að talað sé um úrræði VIRK eins og það sé ekki fært um að veita ein­hverf­um ein­stak­ling­um þjón­ustu. Það sé langt frá því að vera raun­in.

„16% af þjón­ustuþegum Virk eru ein­hverf­ir, og við erum með 2.940 ein­stak­linga núna í þjón­ustu. Við höf­um mjög mikla reynslu af því að þjón­usta ein­hverft fólk og höf­um skiln­ing á þörf­um þessa hóps. Ég er með fag­hóp og sér­hæfða sál­fræðinga sem sjá um að þróa þjón­ust­una þannig að hún henti þess­um hópi,“ seg­ir hún.

VIRK hafi verið með samn­inga við níu starf­send­ur­hæf­ing­ar­stöðvar um allt land og Jan­us sé ein af þeim.

„Þannig að það er ekki eins og það sé eitt­hvað ofboðslega mikið að fara frá okk­ur. Við erum með fullt af öðrum aðilum sem veita líka mög góða og heild­stæða þjón­ustu. Dæmi um það á höfuðborg­ar­svæðinu eru Hringsjá og Starf­send­ur­hæf­ing Hafn­ar­fjarðar en svo erum við líka með stöðvar um allt land.“

Hvaðan tel­ur þú viðbrögð þjón­ustuþega, aðstand­enda og fag­fólks koma, ef það eru fleiri, jafn góðir mögu­leik­ar fyr­ir hóp­inn?

„Jan­us hef­ur verið með samn­ing við okk­ur en hef­ur líka verið að taka fleiri inn, ekki í gegn­um okk­ur. Þetta er auðvitað mjög viðkvæm­ur hóp­ur þannig að það er kannski ekk­ert skrítið að hann bregðist svona við. All­ar breyt­ing­ar geta verið erfiðar fyr­ir þenn­an hóp.

Það er þó ekki þannig að aðeins einn þjón­ustuaðili geti þjón­ustað þenn­an hóp. Það eru til fleiri úrræði. Við hjá VIRK mun­um leggja okk­ur fram við að gegna okk­ar hlut­verki í þessu og ég veit að heil­brigðisráðuneytið hef­ur líka mikið verið að vinna í þessu öllu sam­an.“

Boðin verði ein­stak­lings­bund­in þjón­usta

Fram hef­ur komið að meiri­hluti þeirra sem notið hafa þjón­ustu Janus­ar muni fá þjón­ustu á veg­um VIRK eft­ir lok­un úrræðis­ins þann 1. júní. Spurð hvernig haldið verði utan um hóp­inn í kjöl­far lok­un­ar Janus­ar seg­ir Vig­dís að hverj­um og ein­um verði boðin ein­stak­lings­bund­in þjón­usta.

Sum­ir fari inn á aðrar starf­send­ur­hæf­ing­ar­stöðvar sem VIRK er með samn­inga við, eins og Hringsjá og Starf­send­ur­hæf­ingu Hafn­ar­fjarðar og aðrir fari til ráðgjafa VIRK og fái ýmis önn­ur úrræði við hæfi.

„Það er all­ur gang­ur eft­ir stöðu hvers og eins og þetta er alltaf gert í sam­ráði við ein­stak­ling­ana. Það er búið að bjóða öll­um þeim sem hafa verið hjá Jan­usi í viðtal til okk­ar og mjög marg­ir hafa mætt en ein­hverj­ir eiga eft­ir að koma.“

Nú hef­ur rík áhersla verið lögð á að hjá Jan­usi er allt sem hóp­ur­inn þarf und­ir einu þaki, það sé mik­il­vægt vegna þess að flest­ir þjón­ustuþegar séu að koma úr al­gjörri ein­angr­un og van­virkni og hafi ekki getu til að koma sér á milli staða til að sækja þjón­ustu. Tel­urðu VIRK geta mætt þeirri þörf?

„Þeim ein­stak­ling­um sem þurfa meira ut­an­um­hald erum við gjarn­an að vísa inn í Hringsjá. Þar er dag­leg þjón­usta og þar koma marg­ir fagaðilar að mál­un­um. Það eina sem Hringsjá hef­ur ekki sem að Jan­us hef­ur haft er geðlækn­ir.“

Sam­starf við geðheilsu­teym­in

Jan­usi hef­ur verið lýst sem geðend­ur­hæf­ingu og VIRK sem at­vinnu­tengdri starf­send­ur­hæf­ingu. Tel­urðu VIRK geta veitt þá geðend­ur­hæf­ingu sem hóp­ur­inn kall­ar eft­ir?

„Við erum að bjóða upp á sál­fræðiþjón­ustu, iðjuþjálf­un, sjálfs­styrk­ingu, fé­lags­ráðgjöf og margt fleira fyr­ir fólk með heilsu­brest.

Við erum líka í sam­starfi við geðdeild­ir Land­spít­al­ans og geðheilsu­teym­in, upp á það að þau taki á móti þeim ein­stak­ling­um sem hafa kannski ekki getu í at­vinnu­tengda starf­send­ur­hæf­ingu og þurfa meiri heil­brigðisþjón­ustu. Geðdeild­ir Land­spít­al­ans munu bjóða ein­hverj­um ein­stak­ling­um upp á þjón­ustu, ef talið er að Virk sé ekki viðeig­andi úrræði fyr­ir þá. En það eru miklu færri ein­stak­ling­ar.“

Verður þá aukið sam­tal á milli úrræðanna, svo að ein­stak­ling­ar týn­ist ekki í kerf­inu?

„Já við vilj­um gjarn­an gera það. Taka stöðuna okk­ar á milli. Fólk get­ur líka al­veg verið í þjón­ustu hjá öðrum úrræðum og okk­ur á sama tíma. Þetta er allt svo­lítið á for­send­um ein­stak­ling­ana, fólk nýt­ur auðvitað per­sónu­vernd­ar og við ger­um ekk­ert nema í sam­tali við það.

Ég skil það al­veg að fólki finn­ist erfitt að fara frá Jan­usi. Ein­stak­ling­arn­ir voru kannski bún­ir að ná ein­hverju ör­yggi þar og breyt­ing­ar geta verið erfiðar, en við leggj­um okk­ur fram við að reyna að bjóða upp á þjón­ustu við hæfi út frá okk­ar hlut­verki.“

For­svars­menn Janus­ar hafi neitað að skrifa und­ir

Í svari Ölmu Möller heil­brigðisráðherra við fyr­ir­spurn Ingi­bjarg­ar Isak­sen, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, um end­ur­hæf­ingu ungs fólks kem­ur fram að þríhliða til­rauna­samn­ing­ur milli VIRK Starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs, Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ) og Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar hafi verið gerður árið 2023 og að í kjöl­far þess að VIRK hafi óskað eft­ir því að nýta breyt­ing­ar­á­kvæði um fjölda plássa í samn­ingn­um hafi for­svars­menn Janus­ar neitað að skrifa und­ir fram­leng­ingu á breytt­um samn­ingi.

Sum­arið 2024 hafi þá orðið ljóst að VIRK myndi ekki end­ur­nýja samn­ing­inn af ýms­um ástæðum, en það hafi einnig verið mat sér­fræðinga ráðuneyt­is­ins og end­ur­hæf­ing­ar­ráðs að Jan­us end­ur­hæf­ing væri fyrst og fremst virkniúr­ræði og ekki nema að litl­um hluta heil­brigðisþjón­usta.

Kem­ur einnig fram að þjón­usta Janus­ar end­ur­hæf­ing­ar hafi verið samn­ings­bund­in VIRK frá ár­inu 2011 og heil­brigðisráðherra sé ekki heim­ilt að fela SÍ að semja um þjón­ustu sem fell­ur utan mál­efna­sviðs ráðherra, þ.m.t. starf­send­ur­hæf­ingu og fé­lagsþjón­ustu, en SÍ ann­ist samn­ings­gerð um veit­ingu heil­brigðisþjón­ustu og fé­lags- og hús­næðismálaráðuneytið ann­ist at­vinnu­tengda starf­send­ur­hæf­ingu og þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðningsþarf­ir.

Spurð hvernig hún hyggst tryggja að ungt fólk í viðkvæmri stöðu hafi áfram aðgang að sam­bæri­legri geðend­ur­hæf­ingu og þeirri sem veitt hef­ur verið af Jan­usi end­ur­hæf­ingu svaraði Alma að framund­an væri vinna við að móta heild­stæða stefnu í geðheil­brigðismál­um í sam­vinnu við fé­lags- og hús­næðismálaráðuneytið. Liður í því sé að setja á stofn þjón­ustu og þekk­ing­armiðstöð vegna taugaþrosk­arask­ana.

Heil­brigðisráðuneytið og VIRK hafi einnig hug á áfram­hald­andi sam­starfi. Öllum sem njóta þjón­ustu hjá Jan­usi hafi nú verið boðin önn­ur viðeig­andi þjón­usta í sam­ræmi við þjón­ustuþarf­ir hvers og eins.

Öllum hafi verið boðin viðeig­andi þjón­usta

Spurð hvort aðgerðir séu fyr­ir­hugaðar til að bregðast við stöðu þessa hóps svo að ekki verði rof á þjón­ustu við ein­stak­linga sem nú njóta end­ur­hæf­ing­ar svaraði Alma að for­svars­menn Janus­ar hafi óskað eft­ir því að starf­semi fé­lags­ins yrði komið fyr­ir hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, flutn­ing­ur til heil­brigðis­kerf­is­ins myndi gera þjón­ust­una skil­virk­ari og hag­kvæm­ari með betri nýt­ingu fjár­muna.

For­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar hafi ekki talið fag­leg rök fyr­ir því að færa starf­sem­ina í heild sinni yfir til stofn­un­ar­inn­ar en lagði til að hluti starf­sem­inn­ar sem teld­ist til heil­brigðisþjón­ustu myndi fær­ast yfir. Stjórn Janus­ar hafi afþakkað boðið og talið yf­ir­færsl­una fela í sér al­var­lega aft­ur­för inn­an geðend­ur­hæf­ing­ar og sagt ljóst að aðferðafræði Janus­ar henti ekki heilsu­gæsl­unni.

Frá því að ákvörðun um að end­ur­nýja ekki samn­ing­inn við Jan­us var tek­in haustið 2024 hafi for­svars­menn Janus­ar, með stuðningi ráðuneyt­is­ins, hafið viðræður við Land­spít­ala og Reykjalund um að taka yfir starf­semi Janus­ar. Það hafi ekki borið ár­ang­ur vegna margs kon­ar skil­yrða for­svars­manna Janus­ar, t.d. um óbreytta starf­semi, jafnt skipu­lag, stjórn­un og starfs­manna­hald og kjör starfs­manna. Þá hafi ekki komið til greina af hálfu for­svars­manna Janus­ar að sá sem tæki yfir þjón­ust­una nyti sam­legðaráhrifa með því að samþætta þjón­ust­una sinni starf­semi.

Seg­ir hún það hafa verið kröfu for­svars­manna Janus­ar að heil­brigðisráðuneytið/​SÍ myndi fjár­magna þau 75% samn­ings­ins sem VIRK hafði fjár­magnað áður í stað 25% fjár­magns frá SÍ vegna lækn­is­fræðilegr­ar end­ur­hæf­ing­ar. Sú krafa hafi verið byggð á ein­hliða mati Janus­ar um að end­ur­hæf­ing hjá Jan­usi væri ein­ung­is lækn­is­fræðileg og ekki starf­send­ur­hæf­ing, þar með ætti VIRK ekki að eiga aðkomu að samn­ingn­um.

Eft­ir að ljóst var að ekki tæk­ist að koma starf­semi Janus­ar yfir til annarra aðila hafi heil­brigðisráðuneytið í sam­starfi við VIRK, meðferðarein­ingu lynd­isrask­ana á Land­spít­ala og geðheilsu­teymi heilsu­gæsl­unn­ar unnið að því að tryggja fram­hald þjón­ustu við þjón­ustuþegar Janus­ar. Öllum ein­stak­ling­um hafi verið boðið viðtal við ráðgjafa hjá VIRK til að greina þjón­ustuþarf­ir og skipu­leggja næstu skref í end­ur­hæf­ing­unni í sam­vinnu.

Þessa vinnu seg­ir hún hafa gengið vel og nú hafi öll­um verið boðin önn­ur viðeig­andi þjón­usta.

„Því verður ekki rof á þjón­ustu við þá ein­stak­linga sem nú njóta end­ur­hæf­ing­ar hjá Jan­usi.“

mbl.is