Rússar verði að koma að samningaborðinu

Úkraína | 13. maí 2025

Rússar verði að koma að samningaborðinu

„Rússland verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með afgerandi hætti“ sagði Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands í dag. 

Rússar verði að koma að samningaborðinu

Úkraína | 13. maí 2025

Johann David Wadephul er utanríkisráðherra Þýskalands
Johann David Wadephul er utanríkisráðherra Þýskalands AFP/ Carlos Jasso

„Rúss­land verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með af­ger­andi hætti“ sagði Johann Wa­deph­ul, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands í dag. 

„Rúss­land verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með af­ger­andi hætti“ sagði Johann Wa­deph­ul, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands í dag. 

Wa­deph­ul sagði Rússa verða að koma að samn­inga­borðinu í Tyrklandi á fimmtu­dag­inn til að ræða við Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu. Um­mæl­in féllu í Berlín eft­ir að Selenskí sagðist í færslu á X „bíða eft­ir því að mæta Pútín per­sónu­lega“ í Ist­an­búl, þar sem fund­ur­inn verður hald­inn. 

Stjórn­völd í Moskvu hafa hingað til ekki sagt til um hvort Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, verði viðstadd­ur friðarviðræðurn­ar í Tyrklandi. Þá er einnig óráðið hvort Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, mæti. Hann seg­ist vera að íhuga það. Selenskí hef­ur sagt að það sé vilji Úkraínu­manna að Trump taki þátt í umræðunum. 

„Úkraína er til­bú­in í skil­yrðis­laus­ar samn­ingaviðræður um vopna­hlé og frið,“ sagði Wa­deph­ul um málið. Hann seg­ir Rússa verði að sýna áhuga sinn í verki. Þeir megi ekki skilja Úkraínu­menn eft­ir eina við samn­inga­borðið.

mbl.is