„Rússland verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með afgerandi hætti“ sagði Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands í dag.
„Rússland verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með afgerandi hætti“ sagði Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands í dag.
„Rússland verður að stíga skref í átt að friði í Úkraínu með afgerandi hætti“ sagði Johann Wadephul, utanríkisráðherra Þýskalands í dag.
Wadephul sagði Rússa verða að koma að samningaborðinu í Tyrklandi á fimmtudaginn til að ræða við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu. Ummælin féllu í Berlín eftir að Selenskí sagðist í færslu á X „bíða eftir því að mæta Pútín persónulega“ í Istanbúl, þar sem fundurinn verður haldinn.
Stjórnvöld í Moskvu hafa hingað til ekki sagt til um hvort Vladimír Pútín, forseti Rússlands, verði viðstaddur friðarviðræðurnar í Tyrklandi. Þá er einnig óráðið hvort Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mæti. Hann segist vera að íhuga það. Selenskí hefur sagt að það sé vilji Úkraínumanna að Trump taki þátt í umræðunum.
„Úkraína er tilbúin í skilyrðislausar samningaviðræður um vopnahlé og frið,“ sagði Wadephul um málið. Hann segir Rússa verði að sýna áhuga sinn í verki. Þeir megi ekki skilja Úkraínumenn eftir eina við samningaborðið.