Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna

Úkraína | 14. maí 2025

Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna

Enn er óvíst hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti komi til með að mæta til friðarviðræðna við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í Istanbúl í Tyrklandi á morgun, fimmtudag, eins og vonir hafa staðið til. The Guardian segir frá.

Enn óvíst hvort Pútín mæti til friðarviðræðna

Úkraína | 14. maí 2025

Selenskí hefur sagt að hann muni bíða eftir Pútín í …
Selenskí hefur sagt að hann muni bíða eftir Pútín í Istanbúl. AFP/Photo by Gavriil Gricorov and Nhac Nguyen

Enn er óvíst hvort Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti komi til með að mæta til friðarviðræðna við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Ist­an­búl í Tyrklandi á morg­un, fimmtu­dag, eins og von­ir hafa staðið til. The Guar­di­an seg­ir frá.

Enn er óvíst hvort Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti komi til með að mæta til friðarviðræðna við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Ist­an­búl í Tyrklandi á morg­un, fimmtu­dag, eins og von­ir hafa staðið til. The Guar­di­an seg­ir frá.

Selenskí hef­ur hins veg­ar staðfest að hann muni mæta og bíða eft­ir Pútín í eig­in per­sónu.

Stjórn­völd í Kreml hafa neitað að gefa upp hvort Pútín fari til Tyrk­lands á morg­un eða veita upp­lýs­ing­ar um hver muni fara fyr­ir rúss­nesku sendi­nefnd­inni í mögu­leg­um friðarviðræðum. 

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði við blaðamenn í Moskvu í dag að ekki yrði til­kynnt hverj­ir skipi sendi­nefnd­ina fyrr en for­set­inn hafi gefið viðeig­andi fyr­ir­mæli.

Trump íhug­ar að vera viðstadd­ur

Það var Pútín sjálf­ur sem lagði það til í ræðu á sunnu­dag að bein­ar samn­ingaviðræður yrðu haldn­ar á milli Rúss­lands og Úkraínu í Ist­an­búl á næstu dög­um. 

Selenskí þáði fund­ar­boðið nokkuð fljótt en sagðist engu að síður vera að bíða eft­ir var­an­legu vopna­hléi sem hefði átt að hefjast á mánu­dag.

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur sagt að hann íhugi að fljúga til Tyrk­lands til að vera viðstadd­ur fund Pútín og Selenskí ef hann telji lík­ur á að eitt­hvað ger­ist, eins og hann orðaði það.

Selenskí vill endi­lega að Trump verði viðstadd­ur, en Pútín hef­ur ekk­ert gefið út um hvernig það horf­ir við hon­um.

mbl.is