Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur neyðst til að skera niður starfsemi sín í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis í janúar að draga Bandaríkin úr WHO.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur neyðst til að skera niður starfsemi sín í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis í janúar að draga Bandaríkin úr WHO.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur neyðst til að skera niður starfsemi sín í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis í janúar að draga Bandaríkin úr WHO.
Tedros Adhanom, framkvæmdastjóri WHO, tilkynnti starfsmönnum sínum með tölvupósti fyrr í morgun að ákveðið hafi verið að fækka stjórnendum stofnunarinnar um nær helming.
Bandaríkin hafa um langa hríð verið helsti styrktaraðili stofnunarinnar, til að mynda námu framlög Bandaríkjamanna til WHO 1,4 milljörðum Bandaríkjadala árið 2023 en síðan þá hafa framlög ekki borist frá Bandaríkjunum.
Óvíst er hvaða áhrif þetta mun hafa til framtíðar, Tedros Adhanom hefur þó haldið því staðfastlega fram að ekki standi til að skera niður frekar í starfsmannahópnum sem stendur.