Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps

Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur neyðst til að skera niður starfsemi sín í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun þess efnis í janúar að draga Bandaríkin úr WHO. 

Fækka starfsmönnum vegna aðgerða Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 14. maí 2025

Tedros Adhanom, framkvæmdastjóri WHO, hefur neyðst til að grípa til …
Tedros Adhanom, framkvæmdastjóri WHO, hefur neyðst til að grípa til uppsagna. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hef­ur neyðst til að skera niður starf­semi sín í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði for­seta­til­skip­un þess efn­is í janú­ar að draga Banda­rík­in úr WHO. 

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hef­ur neyðst til að skera niður starf­semi sín í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti und­ir­ritaði for­seta­til­skip­un þess efn­is í janú­ar að draga Banda­rík­in úr WHO. 

Tedros Adhanom, fram­kvæmda­stjóri WHO, til­kynnti starfs­mönn­um sín­um með tölvu­pósti fyrr í morg­un að ákveðið hafi verið að fækka stjórn­end­um stofn­un­ar­inn­ar um nær helm­ing. 

Banda­rík­in hafa um langa hríð verið helsti styrkt­araðili stofn­un­ar­inn­ar, til að mynda námu fram­lög Banda­ríkja­manna til WHO 1,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala árið 2023 en síðan þá hafa fram­lög ekki borist frá Banda­ríkj­un­um.

Óvíst er hvaða áhrif þetta mun hafa til framtíðar, Tedros Adhanom hef­ur þó haldið því staðfast­lega fram að ekki standi til að skera niður frek­ar í starfs­manna­hópn­um sem stend­ur.

mbl.is