Söng- og leikkonan Halle Bailey, sem lék litlu hafmeyjuna í samnefndri kvikmynd, hefur fengið tímabundið nálgunarbann á barnsföður sinn, rapparann DDG (Darryl Dwayne Granberry). Nálgunarbannið kemur í kjölfar þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkrum sinnum.
Söng- og leikkonan Halle Bailey, sem lék litlu hafmeyjuna í samnefndri kvikmynd, hefur fengið tímabundið nálgunarbann á barnsföður sinn, rapparann DDG (Darryl Dwayne Granberry). Nálgunarbannið kemur í kjölfar þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkrum sinnum.
Söng- og leikkonan Halle Bailey, sem lék litlu hafmeyjuna í samnefndri kvikmynd, hefur fengið tímabundið nálgunarbann á barnsföður sinn, rapparann DDG (Darryl Dwayne Granberry). Nálgunarbannið kemur í kjölfar þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkrum sinnum.
Fyrsta tilvikið átti sér stað í janúar eftir að þau hættu saman í október 2024. DDG mætti til heimilis hennar til að sækja eins árs son þeirra, Halo, og reiddist mjög þegar Bailey gerði tilraun til að ræða áætlun varðandi umgengni við drenginn.
Þegar hún var að spenna drenginn í bílinn á hann að hafa ítrekað sagt: „Farðu út úr bílnum mínum, tík.“
Hún varð hrædd við að skilja grátandi son sinn eftir með DDG, sem virtist í óstabílu ástandi, og upphófust átök þeirra á milli. Hann m.a. skellti höfði hennar við stýrið svo brotnaði upp úr framtönn. Myndir af Bailey eftir átökin sýndu mar á upphandleggjum hennar og brotnu framtönnina.
Þá á DDG einnig að hafa farið inn á heimili Bailey í leyfisleysi í mars ásamt öðrum tilvikum sem gert er grein fyrir í dómsskjölum.
Rapparanum er meinaður aðgangur að Bailey og þarf að halda sig í að minnsta kosti um 90 metra fjarlægð frá henni og syni þeirra. Þá er DDG bannað að hafa samband við þau beint eða í gegnum þriðja aðila.