„Farðu út úr bílnum mínum, tík“

Poppkúltúr | 14. maí 2025

„Farðu út úr bílnum mínum, tík“

Söng- og leikkonan Halle Bailey, sem lék litlu hafmeyjuna í samnefndri kvikmynd, hefur fengið tímabundið nálgunarbann á barnsföður sinn, rapparann DDG (Darryl Dwayne Granberry). Nálgunarbannið kemur í kjölfar þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkrum sinnum.

„Farðu út úr bílnum mínum, tík“

Poppkúltúr | 14. maí 2025

Bandaríska söng- og leikkonan Halle Bailey á Met Gala í …
Bandaríska söng- og leikkonan Halle Bailey á Met Gala í New York, 5. maí. Angela WEISS/AFP

Söng- og leik­kon­an Halle Bailey, sem lék litlu haf­meyj­una í sam­nefndri kvik­mynd, hef­ur fengið tíma­bundið nálg­un­ar­bann á barns­föður sinn, rapp­ar­ann DDG (Darryl Dwayne Gran­berry). Nálg­un­ar­bannið kem­ur í kjöl­far þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkr­um sinn­um.

Söng- og leik­kon­an Halle Bailey, sem lék litlu haf­meyj­una í sam­nefndri kvik­mynd, hef­ur fengið tíma­bundið nálg­un­ar­bann á barns­föður sinn, rapp­ar­ann DDG (Darryl Dwayne Gran­berry). Nálg­un­ar­bannið kem­ur í kjöl­far þess að Baily sagði hann hafa ráðist á sig nokkr­um sinn­um.

Fyrsta til­vikið átti sér stað í janú­ar eft­ir að þau hættu sam­an í októ­ber 2024. DDG mætti til heim­il­is henn­ar til að sækja eins árs son þeirra, Halo, og reidd­ist mjög þegar Bailey gerði til­raun til að ræða áætl­un varðandi um­gengni við dreng­inn.

Þegar hún var að spenna dreng­inn í bíl­inn á hann að hafa ít­rekað sagt: „Farðu út úr bíln­um mín­um, tík.“

Hún varð hrædd við að skilja grát­andi son sinn eft­ir með DDG, sem virt­ist í ósta­bílu ástandi, og upp­hóf­ust átök þeirra á milli. Hann m.a. skellti höfði henn­ar við stýrið svo brotnaði upp úr fram­tönn. Mynd­ir af Bailey eft­ir átök­in sýndu mar á upp­hand­leggj­um henn­ar og brotnu fram­tönn­ina.

Þá á DDG einnig að hafa farið inn á heim­ili Bailey í leyf­is­leysi í mars ásamt öðrum til­vik­um sem gert er grein fyr­ir í dóms­skjöl­um. 

Rapp­ar­an­um er meinaður aðgang­ur að Bailey og þarf að halda sig í að minnsta kosti um 90 metra fjar­lægð frá henni og syni þeirra. Þá er DDG bannað að hafa sam­band við þau beint eða í gegn­um þriðja aðila. 

Page Six 

mbl.is