„Þetta er mjög klókt hjá Selenskí“

Úkraína | 14. maí 2025

„Þetta er mjög klókt hjá Selenskí“

„Þetta verður mjög áhugavert augnablik og það er erfitt að sjá góða leið fyrir Pútín að spila úr því,“ segir Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur, spurður álits á mögulegum friðarviðræðum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Tyrklandi á morgun.

„Þetta er mjög klókt hjá Selenskí“

Úkraína | 14. maí 2025

Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur ræðir við mbl.is um mögulegar friðarviðræður Vladimírs …
Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur ræðir við mbl.is um mögulegar friðarviðræður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Tyrklandi á morgun. Samsett mynd/AFP/Gavriil Grigorov/Nhac Nguyen

„Þetta verður mjög áhuga­vert augna­blik og það er erfitt að sjá góða leið fyr­ir Pútín að spila úr því,“ seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur, spurður álits á mögu­leg­um friðarviðræðum Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Tyrklandi á morg­un.

„Þetta verður mjög áhuga­vert augna­blik og það er erfitt að sjá góða leið fyr­ir Pútín að spila úr því,“ seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hernaðarsagn­fræðing­ur, spurður álits á mögu­leg­um friðarviðræðum Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta við Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta í Tyrklandi á morg­un.

Hann seg­ir Pútín hafa lagt fram til­lög­una að fundi við Selenskí til að bregðast óbeint við og draga úr kröfu Evr­ópu­leiðtoga um 30 daga skil­yrðis­laust vopna­hlé. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hafi tekið und­ir og hvatt Selenskí til að mæta.

„Selenskí greip það bara á lofti og sagðist ætla að mæta sjálf­ur. Hann veit að það er mjög ólík­legt að Pútín mæti, næst­um því úti­lokað. Það ligg­ur líka fyr­ir að friðar­vilji Rússa er mjög lít­ill, þeir eru ennþá með sín­ar ýtr­ustu kröf­ur frá 2022, sem er hreinn upp­gjaf­ar­samn­ing­ur Úkraínu, og hafa sagt að þeir vilji að viðræður í Tyrklandi byrji á þeim punkti.“

Mark­mið Pútín að „draga lapp­irn­ar“

„Þetta er mjög klókt hjá Selenskí. Hann sér fyr­ir sér að Pútín mæti ekki og hann sagðist ekki munu hitta neinn ann­an,“ seg­ir Erl­ing­ur. Þannig hafi Selenskí sýnt fram á að eng­in mein­ing liggi að baki yf­ir­lýst­um friðar­vilja Rússa.

„Trump stjórn­in hef­ur verið að kom­ast að því. Selenskí samþykkti t.d. 30 daga vopna­hlé sem að Banda­rík­in lögðu til á fund­un­um í Sádí Ar­ab­íu fyr­ir nokkr­um vik­um en Pútín ekki.

Ég held hann hafi viljað kippa fót­un­um und­an þess­ari 30 daga vopna­hlés­kröfu Evr­ópu­land­anna og fara út í lang­dregn­ar viðræður þar sem hann get­ur sakað Úkraínu­menn um að vera ekki með samn­ings­vilja, eins og hann gerði síðast.“

Mark­mið Pútín sé því að „draga lapp­irn­ar“, halda áfram á víg­vell­in­um og vona að stuðning­ur Banda­ríkj­anna við Úkraínu hætti, og þá þreyt­ist Evr­ópu­lönd­in mögu­lega líka.

Pútín geti ekki rekið stríðin án Kína og Norður Kór­eu

„Það sem að Rúss­ar hafa alltaf viljað í þessu sam­bandi er að þeir geti, bara eins og árið 1945, sest niður með Banda­ríkja­mönn­um í aðal­hlut­verki og höndlað mál­efni Evr­ópu án aðkomu Evr­ópu,“ seg­ir Erl­ing­ur. Rúss­ar láti stöðugt í ljós að þeir beri enga virðingu fyr­ir Evr­ópu­sam­band­inu og Evr­ópu­ríkj­un­um.

Þrátt fyr­ir þetta seg­ist hann telja að Pútín sé ekki skemmt með nú­ver­andi stöðu mála, „því að hann er kom­inn í ákveðið þrönga stöðu“.

Þá bend­ir hann á að ekki er vitað hvernig sam­tal Pútín fór við og Xi Jin­ping, for­seta Kína, í Moskvu 9. maí. Kín­verj­ar eru lík­lega farn­ir að upp­lifa að stuðning­ur­inn við Rússa, sem hef­ur verið ein­dreg­inn, sé far­inn að vera óþægi­leg­ur fyr­ir þá. Á Banda­ríska þing­inu er að aukast vilji fyr­ir að Banda­rík­in setji á þriðju aðila viðskiptaþving­an­ir, á þá sem að kaupa olíu af Rúss­um, eins og Ind­land og Kína en Lindsay Gra­ham, öld­unga­deild­arþingmaður í Suður-Karólínu, hef­ur talað fyr­ir því.

Er það mat Erl­ings að Kín­verj­ar hafi áhyggj­ur af þessu, en efna­hags­mál þar í landi séu ekki í mjög góðri stöðu, auk þess að þeir eru ný­bún­ir að ná tolla­sam­komu­lagi við Banda­ríkja­menn.

„Ef þetta verður vand­mál fyr­ir Xi verður það vanda­mál fyr­ir Pútín. Ef stuðning­ur Kín­verja veikist að ein­hverju leyti, það verður alla­vega pressa frá Kín­verj­um að binda enda á þetta stríð og losa þetta erfiða ástand.

Pútín get­ur ekki rekið þetta stríð án þess að Kín­verj­ar kaupi af hon­um olíu, veiti hon­um póli­tískt skjól og sendi hon­um allskon­ar stuðning, þó þeir hafi ekki sent bein vopn. Það er líka með vel­vild Kín­verja sem Norður-Kórea er að styðja Rússa. Þeir geta ekki held­ur rekið þetta stríð án skot­færa og stór­skota­liðs frá Norður-Kór­eu.“

Stuðning­ur Trump við Pútín „mik­ill í orði en ekki á borði“

Hverj­ar verða af­leiðing­arn­ar fyr­ir aðstoð Banda­ríkj­anna ef Pútín mæt­ir ekki í viðræðurn­ar í Tyrklandi á morg­un?

„Stuðning­ur Trump við Pútín hef­ur verið „mik­ill í orði en ekki á borði. Trump tók t.d. und­ir sjón­ar­mið Pútín og samþykkt fyr­ir­fram að Úkraína geti ekki gengið í NATO og það verði ekki banda­rísk ör­ygg­is­trygg­ing í friðarsamn­ingn­um.

Það get­ur verið að Banda­rík­in láti þá af ein­hverri svo­leiðis vit­leysu en þá vit­um við ekki hvort að niðurstaðan yrði sú að Banda­rík­in myndu bara draga sig al­gjör­lega úr friðarviðræðunum.“

Erl­ing­ur bend­ir á að enn hangi á spít­unni krafa Evr­ópu­leiðtoga um 30 daga vopna­hlé, sem hann seg­ir hafa verið setta fram á þann hátt að ef Rúss­ar samþykktu ekki vopna­hléið, sem átti að hefjast á mánu­dag­inn, en virðist hafa verið frestað fram á fimmtu­dag út af þess­um viðræðumögu­leika, þá komi til stór­hert­ar viðskiptaþving­an­ir af hálfu Evr­ópu­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Þannig að það er vænt­an­lega að fara að ger­ast ef að Pútín mæt­ir ekki á fund­inn, eins og við reikn­um með.“

Selenskí þakk­ar fyr­ir stuðning Íslands á sam­fé­lags­miðlum

Full­trú­ar NB8 ríkj­anna lýstu yfir stuðningi við Úkraínu á mánu­dag og tók Selenskí und­ir og þakkaði sér­stak­lega fyr­ir yf­ir­lýs­ing­una í færslu á sam­fé­lags­miðlum.

NB8 er banda­lag milli Norður­land­anna, Íslands, Dan­merk­ur, Nor­egs, Svíþjóðar og Finn­lands, og Eystra­salts­ríkj­anna, Eist­lands, Lett­lands og Litáen.

Í yf­ir­lýs­ingu NB8 um friðarferli og vopna­hlé seg­ir að lönd­in standi með Úkraínu og að þau ít­reki ákall sitt fyr­ir 30 daga skil­yrðis­laust vopna­hlé, sem aðeins árás­araðil­inn, Rúss­land, hafi hafnað.

Seg­ir einnig í yf­ir­lýs­ing­unni að lönd­in fagni fram­förum í átt að samn­ingaviðræðum í góðri trú og von um að þær leiði til rétt­læt­is og friðar. Þá hæla lönd­in Selenskí fyr­ir að vera reiðubú­inn til að hitta og ræða við Pútín í eig­in per­sónu.

Að lok­um hvetja þau Rúss­land til að halda aft­ur af öll­um árás­um á óbreytta borg­ara og innviði í aðdrag­anda viðræðna morg­undags­ins og segj­ast reiðubú­in, ásamt Evr­ópu­sam­band­inu, Banda­ríkj­un­um og sam­starfs­ríkj­um, til að setja á frek­ari refsiaðgerðir ef vopna­hléið verður ekki virt.

Færslu Selenskí á X, þar sem hann lýs­ir þakk­læti við NB8 lönd­in og seg­ir mik­il­vægt að ræða beint við „mann­inn sem tek­ur ákv­arðanir í Rússlandi“, má sjá í heild sinni hér að neðan.

mbl.is