Styrkveitingar til Flokks fólksins og viðbrögð Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra voru aðalumræðuefni fundarliðsins fundarstjórn forseta á Alþingi í dag.
Styrkveitingar til Flokks fólksins og viðbrögð Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra voru aðalumræðuefni fundarliðsins fundarstjórn forseta á Alþingi í dag.
Styrkveitingar til Flokks fólksins og viðbrögð Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra voru aðalumræðuefni fundarliðsins fundarstjórn forseta á Alþingi í dag.
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hóf umræðuna og kallaði eftir því að fjármálaráðherra myndi útskýra fyrir þinginu viðbrögð hans fyrir styrkveitingunum. Nú hafi nú komið í ljós að Flokkur fólksins hafi alls ekkert þegið styrkinn í góðri trú, líkt og haldið hefur verið fram.
„Fékk fjármálaráðherra tölvupóst þann 23. janúar síðastliðinn frá Ríkisendurskoðun þar sem er tilgreint og tilkynnt að Flokkur fólksins hafi fengið þessa leiðbeiningu og hafi því alls ekki verið í neinni góðri trú. Þessi tölvupóstur barst áður en hæstv. fjármálaráðherra tjáir sig með þeim hætti sem hann gerði sem augljóslega stenst enga skoðun,“ sagði Hildur.
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, tók undir orð Hildar og kvartaði yfir því hve fáir ráðherrar væru á þinginu. Bæði fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra væru ekki til þess að svara fyrirspurnum. Sagði hann að ráðherrarnir báðir hefðu ekki verið til svara fyrir neinum fyrirspurnum á þinginu í vikunni.
Vildi hann að dómsmálaráðherra myndi útskýra fyrir þinginu hvað það þýddi að vera í góðri trú.
Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokks, var á sama máli og Hildur og Karl Gauti.
„Þetta mál skiptir gríðarlega miklu máli varðandi traust almennings varðandi ríkisstyrki til stjórnmálasamtaka og það er mikilvægt að fá þetta á hreint,“ sagði hún.
Þorsteinn B. Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, tók undir orð þeirra þingmanna sem höfðu áður talað.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leiðrétti það sem fram kom í máli Karls Gauta og sagði að dómsmálaráðherra hefði vissulega svarað fyrirspurnum í þinginu í þessari viku.
Tók hann fram að fjármálaráðherra væri erlendis við embættisstörf.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu tækifærið til þess að vekja athygli á því að fjarvera fjármálaráðherra á fundi aukaþingsins á laugardag hefði ekki verið afsakanleg.
„Það er ágætt að vita að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra hafi lögmæt forföll að þessu sinni, sem hann hafði ekki hér á laugardaginn þegar hann sat í næsta húsi í stað þess að mæta til þings og svara spurningum þingmanna,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, kom flokki sínum til varnar og sagðist furða sig á upphrópunum stjórnarandstöðunnar.
„Annars vegar er verið að beina fyrirspurnum til fjarstadds ráðherra og síðan er verið að ræða hér styrkjamálið og beina því til fjarstadds ráðherra, þegar formaður Flokks fólksins er hér fyrir svörum þá er auðvitað miklu nærtækara að taka þessa umræðu þar í stað þess að vera hér að kalla eftir fjarstöddu fólki sem hefur lögmæt forföll,“ sagði hann.