Kölluðu eftir svörum fjarverandi fjármálaráðherra

Alþingi | 15. maí 2025

Kölluðu eftir svörum fjarverandi fjármálaráðherra

Styrkveitingar til Flokks fólksins og viðbrögð Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra voru aðalumræðuefni fundarliðsins fundarstjórn forseta á Alþingi í dag.

Kölluðu eftir svörum fjarverandi fjármálaráðherra

Alþingi | 15. maí 2025

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er erlendis við embættisstörf.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er erlendis við embættisstörf. mbl.is/Eyþór

Styrk­veit­ing­ar til Flokks fólks­ins og viðbrögð Daða Más Kristó­fers­son­ar fjár­málaráðherra voru aðalum­ræðuefni fund­arliðsins fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag.

Styrk­veit­ing­ar til Flokks fólks­ins og viðbrögð Daða Más Kristó­fers­son­ar fjár­málaráðherra voru aðalum­ræðuefni fund­arliðsins fund­ar­stjórn for­seta á Alþingi í dag.

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, hóf umræðuna og kallaði eft­ir því að fjár­málaráðherra myndi út­skýra fyr­ir þing­inu viðbrögð hans fyr­ir styrk­veit­ing­un­um. Nú hafi nú komið í ljós að Flokk­ur fólks­ins hafi alls ekk­ert þegið styrk­inn í góðri trú, líkt og haldið hef­ur verið fram.

„Fékk fjár­málaráðherra tölvu­póst þann 23. janú­ar síðastliðinn frá Rík­is­end­ur­skoðun þar sem er til­greint og til­kynnt að Flokk­ur fólks­ins hafi fengið þessa leiðbein­ingu og hafi því alls ekki verið í neinni góðri trú. Þessi tölvu­póst­ur barst áður en hæstv. fjár­málaráðherra tjá­ir sig með þeim hætti sem hann gerði sem aug­ljós­lega stenst enga skoðun,“ sagði Hild­ur.

Kalla eft­ir út­skýr­ingu á hvað það þýðir að vera í góðri trú

Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Miðflokks­ins, tók und­ir orð Hild­ar og kvartaði yfir því hve fáir ráðherr­ar væru á þing­inu. Bæði fjár­málaráðherra og dóms­málaráðherra væru ekki til þess að svara fyr­ir­spurn­um. Sagði hann að ráðherr­arn­ir báðir hefðu ekki verið til svara fyr­ir nein­um fyr­ir­spurn­um á þing­inu í vik­unni.

Vildi hann að dóms­málaráðherra myndi út­skýra fyr­ir þing­inu hvað það þýddi að vera í góðri trú.

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, var á sama máli og Hild­ur og Karl Gauti.

„Þetta mál skipt­ir gríðarlega miklu máli varðandi traust al­menn­ings varðandi rík­is­styrki til stjórn­mála­sam­taka og það er mik­il­vægt að fá þetta á hreint,“ sagði hún.

Þor­steinn B. Sæ­munds­son, þingmaður Miðflokks­ins, tók und­ir orð þeirra þing­manna sem höfðu áður talað.

Fjár­málaráðherra með lög­lega af­sök­un í þetta skipti

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, leiðrétti það sem fram kom í máli Karls Gauta og sagði að dóms­málaráðherra hefði vissu­lega svarað fyr­ir­spurn­um í þing­inu í þess­ari viku.

Tók hann fram að fjár­málaráðherra væri er­lend­is við embætt­is­störf.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar notuðu tæki­færið til þess að vekja at­hygli á því að fjar­vera fjár­málaráðherra á fundi aukaþings­ins á laug­ar­dag hefði ekki verið af­sak­an­leg.

„Það er ágætt að vita að hæstv. fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hafi lög­mæt for­föll að þessu sinni, sem hann hafði ekki hér á laug­ar­dag­inn þegar hann sat í næsta húsi í stað þess að mæta til þings og svara spurn­ing­um þing­manna,“ sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Furðar sig á upp­hróp­un stjórn­ar­and­stöðunn­ar

Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, kom flokki sín­um til varn­ar og sagðist furða sig á upp­hróp­un­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

„Ann­ars veg­ar er verið að beina fyr­ir­spurn­um til fjar­stadds ráðherra og síðan er verið að ræða hér styrkja­málið og beina því til fjar­stadds ráðherra, þegar formaður Flokks fólks­ins er hér fyr­ir svör­um þá er auðvitað miklu nær­tæk­ara að taka þessa umræðu þar í stað þess að vera hér að kalla eft­ir fjar­stöddu fólki sem hef­ur lög­mæt for­föll,“ sagði hann.

 

 

 

 

mbl.is