Marteinn náði markmiðinu

Instagram | 15. maí 2025

Marteinn náði markmiðinu

Marteinn Pétur Urbancic, flugmaður, hlaðvarpsstjarna og ofurhlaupari, gerði sér lítið fyrir og hljóp heilmaraþon, eða 42 kílómetra, í Kaupmannahöfn á sunnudag. Hann hljóp á mettíma, en draumurinn var að fara þetta á undir þremur tímum, sem hann gerði.

Marteinn náði markmiðinu

Instagram | 15. maí 2025

Marteinn skellti í mynd af sér með medalíuna.
Marteinn skellti í mynd af sér með medalíuna. Skjáskot/Instagram

Marteinn Pét­ur Ur­bancic, flugmaður, hlaðvarps­stjarna og of­ur­hlaup­ari, gerði sér lítið fyr­ir og hljóp heilm­araþon, eða 42 kíló­metra, í Kaup­manna­höfn á sunnu­dag. Hann hljóp á mettíma, en draum­ur­inn var að fara þetta á und­ir þrem­ur tím­um, sem hann gerði.

Marteinn Pét­ur Ur­bancic, flugmaður, hlaðvarps­stjarna og of­ur­hlaup­ari, gerði sér lítið fyr­ir og hljóp heilm­araþon, eða 42 kíló­metra, í Kaup­manna­höfn á sunnu­dag. Hann hljóp á mettíma, en draum­ur­inn var að fara þetta á und­ir þrem­ur tím­um, sem hann gerði.

Marteinn greindi frá þessu í færslu á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

„Kö­ben Maraþon - 2:58:33!

Lengi átti ég draum um að fara und­ir 3 tíma og það gekk allt upp í dag!

Stemn­ing­in og peppið í braut­inni var sturlað!

Svo var æðis­legt að vera með besta stuðnings­fólkið mitt að hvetja mig áfram,“ skrifaði hann við skemmti­lega myndaseríu sem sýn­ir frá deg­in­um.

Fjöl­marg­ir hafa óskað Marteini til ham­ingju með ár­ang­ur­inn, þar á meðal nokkr­ir af þekkt­ustu hlaup­ur­um lands­ins og má þar nefna Þor­stein Roy Jó­hanns­son og Mari Järsk.

18.000 manns tóku þátt í maraþon­hlaup­inu.  

 

mbl.is