Selenskí til Tyrklands: Næstu skref óákveðin

Úkraína | 15. maí 2025

Selenskí til Tyrklands: Næstu skref óákveðin

Volodimír Selenskí hefur lagt af stað til Tyrklands þar sem hann mun hitta Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta og ákveða næstu skref varðandi friðarviðræður við Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað komu sína.

Selenskí til Tyrklands: Næstu skref óákveðin

Úkraína | 15. maí 2025

Selenskí hefur sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til …
Selenskí hefur sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til friðarviðræðna í Istanbúl væri það skýrt merki að hann hefði ekki raunverulegan áhuga á friði. Samsett mynd AFP

Volodimír Selenskí hef­ur lagt af stað til Tyrk­lands þar sem hann mun hitta Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta og ákveða næstu skref varðandi friðarviðræður við Rússa. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ekki úti­lokað komu sína.

Volodimír Selenskí hef­ur lagt af stað til Tyrk­lands þar sem hann mun hitta Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta og ákveða næstu skref varðandi friðarviðræður við Rússa. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ekki úti­lokað komu sína.

Trump tjáði fjöl­miðlum í gær að hann gæti vel hugsað sér að fara til Tyrk­lands ef Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti myndi leggja leið sína þangað. Hef­ur nú verið greint frá að Pútín muni ekki láta sjá sig í viðræðunum sem eiga að fara fram í Ist­an­búl.

Hef­ur verið greint frá því að í sendi­nefnd Rússa í Ist­an­búl verði lágtsett­ir diplómat­ar. 

Ekki hissa á fjar­veru Pútíns

„Ef eitt­hvað myndi ger­ast, þá færi ég á föstu­dag­inn, ef það væri viðeig­andi,“ sagði Trump við blaðamenn í Kat­ar í morg­un, en Banda­ríkja­for­set­inn er þar stadd­ur í heim­sókn.

Þá sagðist hann jafn­framt ekki vera hissa á fjar­veru Pútíns:

„Af hverju ætti hann að fara ef ég fer ekki?“

„Eins og að taka nammi frá barni“

Þrátt fyr­ir batn­andi sam­skipti á milli Banda­ríkj­anna og Úkraínu talaði Trump enn einu sinni um úkraínska koll­ega sinn Selenskí, sem vann náið með fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, Joe Biden, að því að tryggja millj­arða banda­ríkja­dala í hernaðaraðstoð fyr­ir Úkraínu.

„Ég held að hann sé kannski besti sölumaður sög­unn­ar,“ sagði Trump um Selenskí og benti jafn­framt á hvernig Trump-stjórn­in hefði skorið niður aðstoð til lands­ins.

„Það var svo auðvelt, eins og að taka nammi frá barni.“

Næstu skref ákveðin í Tyrklandi

Að sögn hátt­setts úkraínsks emb­ætt­is­manns hef­ur Selenskí nú lagt af stað til borg­ar­inn­ar An­kara í Tyrklandi, þar sem hann mun hitta Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta.

Þar verða síðan ákveðin næstu skref í friðarviðræðunum við Rúss­land.

Hef­ur Selenskí áður sagt að ef Pútín myndi ekki mæta til viðræðna í Ist­an­búl sé það skýrt merki um að hann hafi ekki raun­veru­leg­an áhuga á friði.

Þetta eru fyrstu friðarviðræðurn­ar í meira en þrjú ár þar sem bæði Rúss­ar og Úkraínu­menn myndu koma beint að borðinu.

mbl.is