Friðarfundur Rússlands og Úkraínu hafinn

Úkraína | 16. maí 2025

Friðarfundur Rússlands og Úkraínu hafinn

Friðarfundur Rússa og Úkraínumanna er hafinn í Istanbúl. Um er að ræða fyrstu beinu viðræðurnar milli ríkjanna í meira en þrjú ár en ekki eru miklar væntingar um að viðræðurnar muni bera árangur.

Friðarfundur Rússlands og Úkraínu hafinn

Úkraína | 16. maí 2025

00:00
00:00

Friðar­fund­ur Rússa og Úkraínu­manna er haf­inn í Ist­an­búl. Um er að ræða fyrstu beinu viðræðurn­ar milli ríkj­anna í meira en þrjú ár en ekki eru mikl­ar vænt­ing­ar um að viðræðurn­ar muni bera ár­ang­ur.

Friðar­fund­ur Rússa og Úkraínu­manna er haf­inn í Ist­an­búl. Um er að ræða fyrstu beinu viðræðurn­ar milli ríkj­anna í meira en þrjú ár en ekki eru mikl­ar vænt­ing­ar um að viðræðurn­ar muni bera ár­ang­ur.

Hak­an Fidan, ut­an­rík­is­ráðherra Tyrk­lands, setti fund­inn klukk­an 10:35 að ís­lensk­um tíma.

Sendi­nefnd­ir ríkj­anna mættu til Ist­an­búl í gær en hvorki Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti né Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti koma að viðræðunum með bein­um hætti.

Friðarfundurinn hófst klukkan 10:35 að íslenskum tíma í Istanbúl.
Friðar­fund­ur­inn hófst klukk­an 10:35 að ís­lensk­um tíma í Ist­an­búl. AFP

Mun sendi­nefnd Úkraínu leit­ast eft­ir að fá í gegn skil­yrðis­laust vopna­hlé í stríði ríkj­anna. Vilja Rúss­ar hins veg­ar reyna að end­ur­vekja mis­heppnaðar samn­ingaviðræður frá 2022 þar sem gerðar voru víðtæk­ar kröf­ur um landsvæði Úkraínu.

Eins og fyrr seg­ir eru litl­ar vænt­ing­ar um ár­ang­ur. Und­an­far­inn sól­ar­hring hef­ur Selenskí gagn­rýnt Rússa sem hann seg­ir ekki hafa raun­veru­leg­an áhuga á friði, en greint hef­ur verið frá að sendi­nefnd þeirra sam­an­standi af lágtsett­um diplómöt­um.

Á sama tíma hafa Rúss­ar kallað Selenskí „trúð“ og „aumk­un­ar­verðan ein­stak­ling.“

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur þrýst mjög á rík­in í átt að friðarsam­komu­lagi og sagði við frétta­menn í gær að hann héldi opn­um þeim mögu­leika á að mæta til Ist­an­búl ef það yrðu mark­tæk­ar fram­far­ir í viðræðunum.

mbl.is