Óljóst hvað yfirstjórnin vissi

Óljóst hvað yfirstjórnin vissi

Gagnalekamálið svonefnda hefur lítið skýrst undanfarna daga, en þrátt fyrir að ýmis gögn hafi komið upp á yfirborðið eru fæst þeirra til þess fallin að varpa skýru ljósi á heildarmyndina eða skera úr um nákvæmlega hvernig málin voru vaxin.

Óljóst hvað yfirstjórnin vissi

Gagnastuldur og njósnir PPP | 16. maí 2025

Jón Óttar Ólafsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá embætti sérstaks …
Jón Óttar Ólafsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn í réttarsal, að líkindum árið 2011, um það leyti sem PPP er að fæðast. Ljósmynd/365

Gagnaleka­málið svo­nefnda hef­ur lítið skýrst und­an­farna daga, en þrátt fyr­ir að ýmis gögn hafi komið upp á yf­ir­borðið eru fæst þeirra til þess fall­in að varpa skýru ljósi á heild­ar­mynd­ina eða skera úr um ná­kvæm­lega hvernig mál­in voru vax­in.

Gagnaleka­málið svo­nefnda hef­ur lítið skýrst und­an­farna daga, en þrátt fyr­ir að ýmis gögn hafi komið upp á yf­ir­borðið eru fæst þeirra til þess fall­in að varpa skýru ljósi á heild­ar­mynd­ina eða skera úr um ná­kvæm­lega hvernig mál­in voru vax­in.

Ljóst er þó að eitt­hvað gerðist hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara í ár­daga, þar sem gögn láku með ein­hverj­um hætti frá embætt­inu.

Ekki er að fullu ljóst hver lak hverju, hvort þau gögn voru tek­in ófrjálsri hendi eða lát­in af hendi með vit­und og vilja stjórn­enda hjá embætt­inu. Þar þarf ekki alltaf að vera um ásetn­ings­brot að ræða, því ekki er ómögu­legt að þar hafi hirðuleysi, jafn­vel mis­tök, ein­hverju ráðið.

mbl.is