Uppfyllti lokaósk eiginkonu sinnar

Instagram | 16. maí 2025

Uppfyllti lokaósk eiginkonu sinnar

Eldri maður að nafni Les stóð við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni, Betty, skömmu áður en hún lést, en Betty vildi ólm vera hluti af brúðkaupsdegi barnabarns þeirra, brúðgumans, Tom, og gerði Les því allt sem í hans valdi stóð til að fullnægja lokaósk eiginkonu sinnar heitinnar.

Uppfyllti lokaósk eiginkonu sinnar

Instagram | 16. maí 2025

Les ásamt brúðhjónunum.
Les ásamt brúðhjónunum. Skjáskot/Instagram

Eldri maður að nafni Les stóð við lof­orð sem hann gaf eig­in­konu sinni, Betty, skömmu áður en hún lést, en Betty vildi ólm vera hluti af brúðkaups­degi barna­barns þeirra, brúðgum­ans, Tom, og gerði Les því allt sem í hans valdi stóð til að full­nægja loka­ósk eig­in­konu sinn­ar heit­inn­ar.

Eldri maður að nafni Les stóð við lof­orð sem hann gaf eig­in­konu sinni, Betty, skömmu áður en hún lést, en Betty vildi ólm vera hluti af brúðkaups­degi barna­barns þeirra, brúðgum­ans, Tom, og gerði Les því allt sem í hans valdi stóð til að full­nægja loka­ósk eig­in­konu sinn­ar heit­inn­ar.

Les stillti sér upp fyr­ir mynda­töku ásamt brúðhjón­un­um, Tom og Alice, og dró fram fal­lega portrett-mynd af Betty sem hann lagði yfir hjart­astað um leið og ljós­mynd­ar­inn smellti af, og með því fékk Betty loka­ósk sína upp­fyllta.

Mynd­skeið af þessu fal­lega og til­finn­ingaþrungna augna­bliki hef­ur farið líkt og eld­ur í sinu á sam­fé­lags­miðlum, en ljós­mynd­ar­inn sem fangaði brúðkaups­dag­inn deildi því á In­sta­gram-síðu sinni ný­verið.

Já, mynd­skeiðið sýn­ir og sann­ar að sönn ást lif­ir að ei­lífu!

mbl.is