Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið | 18. maí 2025

Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið er fram undan og eru margir að skoða ferðalög um meginland Evrópu, þar sem yfirleitt er hægt að stóla á sólríka daga, enda óhætt að segja að Evrópa blómstri á sumrin. En sumir fallegir staðir verða yfirfullir af túristum yfir háannatímann og er því ekki úr vegi að hafa augun opin fyrir öðrum stöðum sem eru minna þekktir, en þeir geta verið alveg jafn skemmtilegir.

Fimm faldar perlur í Evrópu

Sumarið | 18. maí 2025

Meginland Evrópu fer í fallegan búning á vorin og sumrin.
Meginland Evrópu fer í fallegan búning á vorin og sumrin. Ljósmynd/Unsplash/Le Sixième Rêve

Sum­arið er fram und­an og eru marg­ir að skoða ferðalög um meg­in­land Evr­ópu, þar sem yf­ir­leitt er hægt að stóla á sól­ríka daga, enda óhætt að segja að Evr­ópa blómstri á sumr­in. En sum­ir fal­leg­ir staðir verða yf­ir­full­ir af túrist­um yfir há­anna­tím­ann og er því ekki úr vegi að hafa aug­un opin fyr­ir öðrum stöðum sem eru minna þekkt­ir, en þeir geta verið al­veg jafn skemmti­leg­ir.

Sum­arið er fram und­an og eru marg­ir að skoða ferðalög um meg­in­land Evr­ópu, þar sem yf­ir­leitt er hægt að stóla á sól­ríka daga, enda óhætt að segja að Evr­ópa blómstri á sumr­in. En sum­ir fal­leg­ir staðir verða yf­ir­full­ir af túrist­um yfir há­anna­tím­ann og er því ekki úr vegi að hafa aug­un opin fyr­ir öðrum stöðum sem eru minna þekkt­ir, en þeir geta verið al­veg jafn skemmti­leg­ir.

Rovinj

Króatía virðist verða vin­sælli með hverju ár­inu sem áfangastaður, þá bæði meg­in­landið og eyj­arn­ar. Norðarlega í land­inu er borg­in Rovinj sem ligg­ur við sjó og ein­kenn­ist af klass­ísk­um króa­tísk­um stíl, sem hef­ur hald­ist þar í ár­anna rás. Í Rovinj er mikið af huggu­leg­um hót­el­um, og mörg þeirra bjóða upp á stór­kost­legt út­sýni yfir Adría­hafið. Borg­in er í þriggja tíma fjar­lægð frá höfuðborg Króa­tíu en einnig er hægt að sigla að henni, frá Fen­eyj­um, og tek­ur það jafn lang­an tíma, um þrjár klukku­stund­ir.

Rovinj liggur nánast í heilan hring og er því hægt …
Rovinj ligg­ur nán­ast í heil­an hring og er því hægt að sjá bæði stór­kost­lega fal­leg­ar sól­ar­upp­rás­ir og sól­set­ur. Ljós­mynd/​Unsplash/​Vla­do Sest­an

Bieszczhady

Þessi staður er fyr­ir þá æv­in­týra­gjörnu. Bieszcza­dy-fjall­g­arður­inn er staðsett­ur syðst í Póllandi og er greið leið að hon­um frá borg­inni Kra­ká. Fjall­g­arður­inn er óum­deil­an­lega gull­fal­leg­ur en þar er svo mikið af göngu­leiðum að ekki er hægt að kom­ast yfir að prófa þær all­ar í einni ferð. Þar er svo sann­ar­lega hægt að njóta friðsæls and­rúms­lofts og hlusta á fugla­söng. Við fjall­g­arðinn eru nokk­ur lít­il þorp og fjöl­skyldu­rek­in hót­el, og einnig er hægt að tjalda á svæðinu.

Bieszczady-fjallgarðurinn er ein best geymda fjallgönguperla heimsálfunnar, en bæði er …
Bieszcza­dy-fjall­g­arður­inn er ein best geymda fjall­gönguperla heims­álf­unn­ar, en bæði er hægt að finna göngu­leiðir fyr­ir byrj­end­ur og lengra komna. Ljós­mynd/​Unsplash/​Ma­rek Piwnicki

Strass­borg

Borg­ina Strass­borg þekkja marg­ir en hún er samt sem áður leynd perla þar sem hún er tal­in vera ein allra fal­leg­asta borg Evr­ópu, en slepp­ur samt við það að yf­ir­fyll­ast af túrist­um á sumr­in. Borg­in er einnig sér­stök vegna þýskra og franskra áhrifa, en hún er í Frakklandi, uppi við landa­mæri Þýska­lands og er það áin Rín sem skil­ur lönd­in að. Mat­ar­menn­ing­in er því skemmti­lega blönduð og dreg­ur fólk að all­an árs­ins hring, ásamt ró­legu and­rúms­lofti borg­ar­inn­ar.

Það er dá­sam­legt að ganga meðfram Rín á góðu su­mar­kvöldi og velja sér veit­ingastað til að enda dag­inn á, og er um ansi marga slíka að velja.

Strassborg hefur haldið frönskum og þýskum sjarma sínum í gegnum …
Strass­borg hef­ur haldið frönsk­um og þýsk­um sjarma sín­um í gegn­um árin og skart­ar sínu feg­ursta á sumr­in. Ljós­mynd/​Unsplash/​Hug­u­es de Buyer-Mimeure

Kusa­dasi

Meðfram strand­lengju Tyrk­lands er hægt að finna þó nokkr­ar ósnert­ar perl­ur; þorp, bæi og borg­ir. Meðal þeirra er strand­bær­inn Kusa­dasi en hann er í tveggja klukku­stunda fjar­lægð frá Bodr­um og einnig er hann afar ná­lægt grísku eyj­unni Samos.

Bær­inn býður upp á gull­fal­leg­an tær­an sjó, í eyja­hafi Miðjarðar­hafs­ins og eru þar bæði sand- og klett­a­strend­ur. Þar eru líka lit­rík­ir veit­ingastaðir sem iða af lífi á kvöld­in og hægt er að smakka fersk­an tyrk­nesk­an sjáv­ar­rétta­mat. Fyr­ir söguþyrsta er til­valið að gera sér dagamun og skoða hina forn­grísku borg Ephes­us, en hún er í um hálf­tíma fjar­lægð frá miðbæ Kusa­dasi.

Kusadasi er gamalt sjávarþorp sem hefur stækkað með árunum og …
Kusa­dasi er gam­alt sjáv­arþorp sem hef­ur stækkað með ár­un­um og er þar mikið af krútt­leg­um litl­um strönd­um. Ljós­mynd/​Unsplash/​Nick Nig­ht

Most­ar

Borg­in Most­ar í suður­hluta Bosn­íu og Her­segóvínu er eins og klippt úr mál­verki. Borg­in er pass­lega stór en þar búa í kring­um 100 til 200 þúsund manns. Hún þykir búa yfir mikl­um sjarma en hún er bæði sögu­rík og svo er stór­brot­in nátt­úra hvert sem litið er.

Meðfram borg­inni liggja há fjöll, svo að hit­inn fer oft yfir þrjá­tíu gráður, en þá er vin­sælt að kæla sig niður í ánni Ner­et­va sem ligg­ur í gegn­um Most­ar, og þeir sem eru hug­rakk­ir geta hoppað í ánna, af Gömlu-brúnni, sem er um 24 metra há.

Hér er Gamla-brúin í Mostar en borgin býður upp á …
Hér er Gamla-brú­in í Most­ar en borg­in býður upp á margt, meðal ann­ars dá­sam­leg­an miðbæ. Ljós­mynd/​Unsplash/​Gamze Teom­an
mbl.is