Engin merki um aflögun eftir skjálftahrinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. maí 2025

Engin merki um aflögun eftir skjálftahrinu

Smáskjálftahrina mældist við Sýlingafell síðdegis í gær en tæplega 60 skjálftar mældust á innan við klukkutíma.

Engin merki um aflögun eftir skjálftahrinu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. maí 2025

Smáskjálftahrina mældist við Sýlingafell síðdegis í gær.
Smáskjálftahrina mældist við Sýlingafell síðdegis í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Smá­skjálfta­hrina mæld­ist við Sýl­inga­fell síðdeg­is í gær en tæp­lega 60 skjálft­ar mæld­ust á inn­an við klukku­tíma.

Smá­skjálfta­hrina mæld­ist við Sýl­inga­fell síðdeg­is í gær en tæp­lega 60 skjálft­ar mæld­ust á inn­an við klukku­tíma.

Bjarki Kaldalón Fri­is, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að flest­ir skjálft­arn­ir hafi mælst í Sund­hnúkagígaröðinni og hafi þeir all­ir verið und­ir 1,6 að stærð.

„Það kom gul viðvör­un inn í kerf­in okk­ar og við fylgj­umst vel með þróun mála á þessu svæði en eng­in merki sáust á ljós­leiðara, GPS-mæl­um eða bor­holu­gögn­um um af­lög­un og því var ekki um kviku­hlaup að ræða,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að dregið hafi veru­lega úr skjálftun­um strax í gær­kvöld og að fáir skjálft­ar hafi mælst í nótt.

Landris mæl­ist áfram í Svartsengi, sem bend­ir til áfram­hald­andi kviku­söfn­un­ar á svæðinu en fram kom í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni í gær að ef hraði landriss­ins hald­ist svipaður og hann hef­ur verið megi ætla að lík­ur á kviku­hlaupi eða eld­gosi fari að aukast þegar líða fer á haustið.

Breyt­ing­ar á hraða landriss, og þar með kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi, geta þó haft áhrif á þetta mat.

mbl.is