Vaxtalækkun á endastöð nema verðbólga lækki

Vextir á Íslandi | 21. maí 2025

Vaxtalækkun á endastöð nema verðbólga lækki

Ljóst er að ekki kemur til frekari lækkunar vaxta nema að verðbólgan lækki enn frekar. Á sama tíma spáir Seðlabankinn því að verðbólga haldist svo gott sem óbreytt til ársloka og því gæti verið komið að endastöð á núverandi vaxtalækkunarferli, allavega fram yfir áramót. Þetta er meðal þess sem lesa má úr yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í morgun þegar vextir voru lækkaðir um 0,25 prósentustig, en stýrivextir standa nú í 7,5%.

Vaxtalækkun á endastöð nema verðbólga lækki

Vextir á Íslandi | 21. maí 2025

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Karítas

Ljóst er að ekki kem­ur til frek­ari lækk­un­ar vaxta nema að verðbólg­an lækki enn frek­ar. Á sama tíma spá­ir Seðlabank­inn því að verðbólga hald­ist svo gott sem óbreytt til árs­loka og því gæti verið komið að enda­stöð á nú­ver­andi vaxta­lækk­un­ar­ferli, alla­vega fram yfir ára­mót. Þetta er meðal þess sem lesa má úr yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans í morg­un þegar vext­ir voru lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig, en stýri­vext­ir standa nú í 7,5%.

Ljóst er að ekki kem­ur til frek­ari lækk­un­ar vaxta nema að verðbólg­an lækki enn frek­ar. Á sama tíma spá­ir Seðlabank­inn því að verðbólga hald­ist svo gott sem óbreytt til árs­loka og því gæti verið komið að enda­stöð á nú­ver­andi vaxta­lækk­un­ar­ferli, alla­vega fram yfir ára­mót. Þetta er meðal þess sem lesa má úr yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans í morg­un þegar vext­ir voru lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig, en stýri­vext­ir standa nú í 7,5%.

Á kynn­ing­ar­fundi nefnd­ar­inn­ar skaut Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri nokkuð föst­um skot­um á versl­un­ar­menn og vöru­sala á land­inu og sagði að margt hefði gerst í efna­hags­kerf­inu sem hefði átt að ýta verðbólgu niður en hefði ekki gert það. Þannig benti hann á að gengi krón­unn­ar hefði styrkst, en það hefði ekki komið fram í lækk­un á vöru­verði inn­fluttra vara.

Sagði Ásgeir jafn­framt að þrátt fyr­ir lækk­un olíu­verðs á heims­markaði hefði sú lækk­un ekki komið fram við dæl­una hér á landi. Að lok­um benti hann á að ljóst væri að um­fram­fram­boð væri að byggj­ast upp á fast­eigna­markaði og sölu­tími fast­eigna að lengj­ast. Þrátt fyr­ir það hefði það ekki komið fram í verðbreyt­ing­um.

Ásgeir benti þó einnig á að launa­hækk­an­ir hefðu verið um­tals­verðar síðasta árið og þannig hefði launa­hækk­un mælst yfir 8% á fyrsta árs­fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og sagðist hann hafa áhyggj­ur af því að inn­lend fram­leiðsla væri að setja þenn­an kostnaðar­auka út í vöru­verðið.

„Mér finnst þetta mjög skýr skila­boð“

Ásgeir og Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu, voru spurðir út í ákvörðun­ina um að lækka vexti núna, í ljósi þess að fjöldi hag­vísa bentu jafn­vel til þess að gott væri að bíða með vaxta­lækk­un­ina, og hvort vaxta­lækk­un­in væri nú kom­in á enda­stöð.

„Eins og ég met þetta, þá finnst mér við vera bara kom­in á þann stað að við för­um ekki lengra með vext­ina fyrr en við fáum verðbólg­una mikið meira niður. Hún verður að fara meira niður áður en við höld­um áfram á þess­ari veg­ferð. Mín túlk­un á þessu og mér finnst þetta mjög skýr skila­boð. Ég sé ekki að þetta valdi ein­hverri óvissu held­ur þvert á móti sé þetta mjög skýrt,“ sagði Þór­ar­inn á fund­in­um.

Síðar sagði hann að í sín­um huga væri að ná verðbólg­unni mikið meira niður nær 3% verðbólgu en 4% verðbólgu, en að skipt­ar skoðanir væru á því meðal nefnd­ar­inn­ar.

Spá hægt hjaðnandi verðbólgu á næsta ári

Sam­hliða ákvörðun nefnd­ar­inn­ar var ritið Pen­inga­mál birt, en þar má sjá upp­færða verðbólgu­spá bank­ans. Þar kem­ur fram að gert sé ráð fyr­ir að verðbólga verði 4% í árs­lok og að ársmeðaltal verðbólg­unn­ar verði einnig 4%.

Á næsta ári er gert ráð fyr­ir að verðbólg­an hjaðni hægt og nálg­ist 2,5% mark­miðið og verði 2,9% í árs­lok, en ársmeðaltalið 3,3%.

Árið 2027 ger­ir bank­inn svo ráð fyr­ir að ársmeðaltalið verði í kring­um 2,5%.

mbl.is