Sveitarfélag Langanesbyggðar styrkir hjálparstarf við íbúa Gasa um eina milljón króna.
Sveitarfélag Langanesbyggðar styrkir hjálparstarf við íbúa Gasa um eina milljón króna.
Sveitarfélag Langanesbyggðar styrkir hjálparstarf við íbúa Gasa um eina milljón króna.
Þann 15. maí var samþykkt tillaga þess efnis frá Mirjam Blekkenhorst, bæjarfulltrúa Framtíðarlistans, á fundi sveitarstjórnar.
„Sveitarfélagið styrkir hjálparsamtök Vonarbrú um 1.000.000 kr. til hjálparstarfs íbúa í Gaza,“ hljóðaði tillaga Mirjams.
Tillagan var samþykkt á sveitarstjórnarfundi Langanesbyggðar 15. maí með fimm greiddum atkvæðum. Tveir sátu hjá.
Í janúar 2024 var íbúafjöldi Langanesbyggðar 540 manns.