„Mikilvægasta löggjöfin í sögu landsins“

„Mikilvægasta löggjöfin í sögu landsins“

„Það má færa rök fyrir því að þetta sé mikilvægasta löggjöf sem komið hefur verið á í sögu landsins!“

„Mikilvægasta löggjöfin í sögu landsins“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 22. maí 2025

Donald Trump ræðir við blaðamenn á Capitol Hill í Washington.
Donald Trump ræðir við blaðamenn á Capitol Hill í Washington. AFP/Alex Wroblewski

„Það má færa rök fyr­ir því að þetta sé mik­il­væg­asta lög­gjöf sem komið hef­ur verið á í sögu lands­ins!“

„Það má færa rök fyr­ir því að þetta sé mik­il­væg­asta lög­gjöf sem komið hef­ur verið á í sögu lands­ins!“

Þetta sagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti um frum­varp sem fel­ur í sér nýja inn­an­rík­is­stefnu í land­inu. Frum­varpið hef­ur verið samþykkt í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings með minnsta mun, 215 at­kvæðum gegn 214.

Í færslu á Truth Social seg­ir for­set­inn að frum­varpið inni­haldi um­fangs­mikl­ar skatta­lækk­an­ir, eng­ir skatt­ar verði á þjór­fé eða yf­ir­vinnu og skatta­afslátt­ur verði veitt­ur af kaup­um á am­er­ísk­um bif­reiðum.

Þá feli það í sér ákvæði um meira ör­yggi á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og launa­hækk­an­ir til landa­mæra­varða.

Fjár­mögn­un er skil­greind í frum­varp­inu fyr­ir „Gold­en Dome“, sem er nýtt loft­varn­ar­kerfi Banda­ríkj­anna.

Þá voru þar kynnt­ir til leiks sparnaðar­reikn­ing­ar fyr­ir nýbura kennd­ir við for­set­ann sjálf­an.

Mik­il­væg­ur sig­ur Trumps

Samþykkt frum­varps­ins í full­trúa­deild­inni er tal­inn mik­il­væg­ur sig­ur Trumps, þar sem tek­ist hef­ur að sam­eina sund­ur­leit­an þing­manna­hóp full­trúa­deild­ar­inn­ar en marg­ir þing­menn vildu enn þrýsta á breyt­ing­ar í frum­varp­inu.

Lög­in, sem re­públi­kan­ar hafa nefnt „One Big Beautif­ul Bill Act“, sem gæti út­list­ast sem hið eina stóra fal­lega frum­varp, miðar að því að upp­fylla mörg af kosn­ingalof­orðum Trumps og snerta marg­vís­leg stefnu­mál hans.

Óljóst er hvernig mun ganga að koma frum­varp­inu í gegn­um öld­unga­deild­ina en ein­hverj­ir þing­menn Re­públi­kana hafa gefið til kynna að þeir vilji gera á því breyt­ing­ar.

Trump og Mike John­son þing­for­seti hafa lýst vilja að frum­varpið verði að lög­um fyr­ir þjóðhátíðardag Banda­ríkj­anna, 4. júlí.

CNN

mbl.is