„Við erum bara í góðum málum“

„Við erum bara í góðum málum“

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að við séum í „góðum málum“ þegar kemur að stöðu meðferðarúrræða fyrir börn og unglinga. Kortlagning standi þó yfir.

„Við erum bara í góðum málum“

Neyðarástand í málefnum barna | 22. maí 2025

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, vill meina að staðan …
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, vill meina að staðan sé góð þegar kemur að meðferðarúrræðum. mbl.is/Karítas

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, seg­ir að við séum í „góðum mál­um“ þegar kem­ur að stöðu meðferðarúr­ræða fyr­ir börn og ung­linga. Kort­lagn­ing standi þó yfir.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, seg­ir að við séum í „góðum mál­um“ þegar kem­ur að stöðu meðferðarúr­ræða fyr­ir börn og ung­linga. Kort­lagn­ing standi þó yfir.

„Í haust kem­ur miklu betri heild­ar­svip­ur á þetta hjá okk­ur. Við erum að kort­leggja þetta allt sam­an,“ sagði ráðherra í sam­tali við mbl.is eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund á þriðju­dag.

„Stuðlar verða von­andi til­bún­ir næstu ára­mót, síðan erum við með Vog. Við erum með ágæt­is stöðu í dag, við erum ekki að nota til dæm­is Flata­hraun eða neitt, við erum bara í góðum mál­um,“ sagði ráðherra jafn­framt.

Á skjön við það sem fag­fólkið seg­ir

Er þetta al­gjör­lega á skjön við það sem starfs­fólk barna­vernd­arþjón­ust­unn­ar og umboðsmaður barna hef­ur sagt, en ít­rekað hef­ur verið lýst yfir neyðarástandi í mál­efn­um barna með með fjölþætt­an vanda síðustu mánuði.

Umboðsmaður hef­ur kallað eft­ir taf­ar­laus­um úr­bót­um í mála­flokkn­um og bæði fram­kvæmda­stjóri barna­vernd­ar í Reykja­vík og skrif­stofu­stjóri barna­vernd­ar í Kópa­vogi hafa sagt fé­lags­ráðgjafa að þrot­um komna við að reyna að út­vega börn­um úrræði sem eru ekki til. Ástandið hafi aldrei verið verra.

Þegar Guðmund­ur var spurður hvort og þá hvernig bregðast ætti við þeirri stöðu sem barna­vernd­arþjón­ust­an er í, að hafa eng­in úrræði fyr­ir börn vanda. Sagði hann alltaf vera eitt­hvað plan.

„Stuðlar eru með tvö ör­ygg­is­rými í dag, Stuðlar eru líka á fleygi­ferð að koma öllu í gagnið eft­ir elds­voðann. Við verðum með alltaf með eitt­hvað plan sem ef á þarf að halda. Það er al­veg á hreinu,“ sagði Guðmund­ur.

„Á Vogi er mjög góð aðstaða, ég er búin að skoða hana. Hún er virki­lega flott.“ 

Ekki hægt að ljúka fram­kvæmd­um strax

Ráðherra vísaði til tveggja úrræða sem eru í notk­un í dag og svo lög­reglu­stöðvar­inn­ar í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði, þar sem börn voru neyðar­vistuð í fanga­klef­um við óboðleg­ar aðstæður um tíma, eft­ir að neyðar­vist­un Stuðla gjör­eyðilagðist í elds­voða í októ­ber síðastliðnum. Notk­un Flata­hrauns hef­ur þó verið hætt, eft­ir að tókst að flýta end­ur­bygg­ingu tveggja her­bergja á neyðar­vist­un Stuðla.

Fram­kvæmd­ir standa yfir á Stuðlum þar sem verið er að end­ur­byggja álmu fyr­ir neyðar­vist­un í heild sinni og gera end­ur­bæt­ur á hús­næðinu svo það henti bet­ur fyr­ir sak­hæf börn og börn sem eru hættu­leg sjálf­um sér og öðrum, en til stend­ur að nýta Stuðla al­farið fyr­ir þann hóp barna. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Barna- og fjöl­skyldu­stofu verður þó ekki hægt að ljúka fram­kvæmd­um á Stuðlum fyrr en eft­ir að meðferðar­heim­ilið Lækj­ar­bakki verður opnað á ný í Gunn­ars­holti, en það verður í fyrsta lagi í lok sept­em­ber að októ­ber. Eins og mbl.is greindi frá fyrr í vik­unni hef­ur asbest fund­ist í hús­næðinu.

Lækj­ar­bakka var lokað vegna myglu í apríl á síðasta ári og hef­ur ekki verið hægt að bjóða upp á lang­tímameðferð fyr­ir drengi síðan þá.

Ein­hverj­ir dreng­ir hafa verið vistaðir til lengri tíma á Stuðlum, en sam­kvæmt bæði starfs­fólki og for­eldr­um fer lítið sem ekk­ert meðferðarstarf þar fram eins og staðan er í dag.

Sýnd­aropn­un fyr­ir kosn­ing­ar

Þá tal­ar Guðmund­ur um meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð á Vogi sem opnað var í fe­brú­ar á þessu ári. Til stóð að meðferðar­heim­ilið yrði opnað í Mos­fells­bæ í des­em­ber síðastliðnum og bauð Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra, til sýnd­aropn­un­ar í lok nóv­em­ber, fjór­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Hús­næðið stóðst hins veg­ar ekki bruna­út­tekt og því fékkst ekki starfs­leyfi.

Kem­ur til greina að fram­lengja leigu­samn­ing

Í Blöndu­hlíð á Vogi hafa strok verið vanda­mál, en Guðmund­ur Fylk­is­son lög­reglumaður, sem sér um leit að týnd­um börn­um, sagði í sam­tali við mbl.is í apríl að strok væru tölu­vert meira vanda­mál þar held­ur en á Stuðlum. Frá því heim­ilið var opnað í fe­brú­ar og þangað til 17. apríl voru skráð 22 strok af Blöndu­hlíð.

Þá gild­ir leigu­samn­ing­ur­inn á Vogi aðeins til ára­móta, en ráðherra seg­ir að til greina komi að fram­lengja hann.

„Við mun­um skoða alla mögu­leika, við stopp­um aldrei, það er al­veg á hreinu. Þegar börn eru ann­ars veg­ar þá verðum við að skoða allt.“

mbl.is