Amanda Bynes kemur aðdáendum sínum á óvart

Poppkúltúr | 23. maí 2025

Amanda Bynes kemur aðdáendum sínum á óvart

Leikkonan Amanda Bynes afhjúpaði nýtt húðflúr og nýja hárgreiðslu á TikTok, aðeins örfáum vikum eftir að hún gekk til liðs við OnlyFans.

Amanda Bynes kemur aðdáendum sínum á óvart

Poppkúltúr | 23. maí 2025

Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var …
Amanda Bynes hefur tekið töluverðum breytingum frá því hún var barnastjarna í Hollywood. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Am­anda Bynes af­hjúpaði nýtt húðflúr og nýja hár­greiðslu á TikT­ok, aðeins ör­fá­um vik­um eft­ir að hún gekk til liðs við On­lyF­ans.

Leik­kon­an Am­anda Bynes af­hjúpaði nýtt húðflúr og nýja hár­greiðslu á TikT­ok, aðeins ör­fá­um vik­um eft­ir að hún gekk til liðs við On­lyF­ans.

Barna­stjarn­an fyrr­ver­andi, sem er 39 ára, er nú þegar með önn­ur flúr og m.a. hjarta í and­lit­inu. Hún seg­ir í mynd­band­inu að hún og besta vin­kona henn­ar, Dyl­an, hafi fagnað tíu ára vináttu með því að láta flúra á sig bók­staf­inn X, sem er tíu í róm­versku töl­un­um.

Í mynd­skeiðinu sýn­ir Bynes einnig nýju hár­greiðsluna og seg­ir hve spennt hún sé yfir breyt­ing­unni. 

Í síðasta mánuði kom hún fylgj­end­um sín­um á óvart þegar hún til­kynnti um þátt­töku sína á On­lyF­ans. Hún sagðist þó ekki myndu deila nein­um „viðbjóði“ held­ur miklu frem­ur nota miðil­inn til að eiga sam­skipti við aðdá­end­ur sína. Hún rukk­ar 50 dali fyr­ir mánaðaráskrift.

Frá því Bynes sneri frá Hollywood 2010 hef­ur hún ein­beitt sér meira að tísku og list. Fólk hafði þó mikl­ar áhyggj­ur af geðheilsu og fíkni­efna­neyslu Bynes en um tíma var hún svipt sjálfræði sínu. 

Bynes sótti nám við Fashi­on Institu­te of Design and Merchand­is­ing þaðan sem hún út­skrifaðist 2014. Árið 2022 fékk hún sjálfræðið til baka og seg­ist hafa verið edrú all­ar göt­ur síðan.

Daily Mail

mbl.is