Fær þyngri dóm fyrir að taka upp nauðgun

Kynferðisbrot | 23. maí 2025

Fær þyngri dóm fyrir að taka upp nauðgun

Landsréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns sem gefið er að sök að hafa tvívegis nauðgað konu er hún var sofandi sökum áfengis og svefndrunga.

Fær þyngri dóm fyrir að taka upp nauðgun

Kynferðisbrot | 23. maí 2025

Landsréttur.
Landsréttur. Morgunblaðið/Eggert

Lands­rétt­ur hef­ur þyngt dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli manns sem gefið er að sök að hafa tví­veg­is nauðgað konu er hún var sof­andi sök­um áfeng­is og svefndr­unga.

Lands­rétt­ur hef­ur þyngt dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í máli manns sem gefið er að sök að hafa tví­veg­is nauðgað konu er hún var sof­andi sök­um áfeng­is og svefndr­unga.

Þá var maður­inn einnig sak­felld­ur fyr­ir að tekið upp verknaðinn án samþykk­is brotaþola og sett mynd­efnið á minn­islyk­il og komið hon­um fyr­ir í póst­kassa á heim­ili henn­ar.

Í dóm­in­um seg­ir að ákærði og brotaþoli hafi átt í storma­sömu sam­bandi frá ár­inu 2016 til árs­ins 2019. Brot­in hafi verið fram­in bæði á heim­ili brotaþola og ákærða árið 2017.

Taldi Lands­rétt­ur viðeig­andi að maður­inn skyldi sæta fjög­urra ára fang­elsis­vist, en sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um er það há­marks­refs­ing sem dæma má fyr­ir slík kyn­ferðis­brot. Þá var mann­in­um einnig gert að greiða tæp­ar fimm millj­ón­ir í máls­kostnað og miska­bæt­ur.

mbl.is