Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Kardashian | 23. maí 2025

Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Viðskiptakonan og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian hefur loks lokið lögfræðinámi sínu eftir sex ára vegferð. Kardashian fagnaði árangrinum með athöfn í bakgarðinum, þar sem hún var eini nemandinn, og deildi því á Instagram.

Kim Kardashian útskrifuð úr lögfræðinámi

Kardashian | 23. maí 2025

Kim Kardashian hefur útskrifast sem lögfræðingur en þarf enn að …
Kim Kardashian hefur útskrifast sem lögfræðingur en þarf enn að ljúka prófi til að geta starfað sem slíkur. Skjáskot/Instagram

Viðskipta­kon­an og raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Kim Kar­dashi­an hef­ur loks lokið lög­fræðinámi sínu eft­ir sex ára veg­ferð. Kar­dashi­an fagnaði ár­angr­in­um með at­höfn í bak­g­arðinum, þar sem hún var eini nem­andinn, og deildi því á In­sta­gram.

Viðskipta­kon­an og raun­veru­leikaþátta­stjarn­an Kim Kar­dashi­an hef­ur loks lokið lög­fræðinámi sínu eft­ir sex ára veg­ferð. Kar­dashi­an fagnaði ár­angr­in­um með at­höfn í bak­g­arðinum, þar sem hún var eini nem­andinn, og deildi því á In­sta­gram.

Eins og með svo margt sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur fékk hún holskeflu at­huga­semda frá fylgj­end­um sín­um sem gerðu grín að því hve lang­an tíma það tók hana að klára námið, en hefðbundið grunn­nám í lög­fræði er þrjú ár.

Einn leiðbein­enda henn­ar sagði við at­höfn­ina að út­skrift Kar­dashi­an hefði veitt einn mesta inn­blást­ur sem hann hefði orðið vitni að.

Aðeins nánustu vinir Kardashian og fjölskylda voru viðstaddir útskriftina.
Aðeins nán­ustu vin­ir Kar­dashi­an og fjöl­skylda voru viðstadd­ir út­skrift­ina. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kar­dashi­an sótti ekki hefðbundið lög­fræðinám en í Kali­forn­íu geta ein­stak­ling­ar orðið lög­fræðing­ar með því að ljúka fjög­urra ára lög­fræðistörf­um (LOSP), einnig þekkt sem „lesa lög­in“. Hún þarf hins veg­ar að ljúka prófi sem kall­ast Bar-próf (e. Bar Exam) til að iðka lög­manns­störf í fylk­inu.

Faðir Kar­dashi­an var stjörnu­lög­fræðing­ur­inn Robert Kar­dashi­an, sem lést 2003 og er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir að vera í verj­andat­eymi ruðning­skapp­ans O.J. Simp­sons á tí­unda ára­tugn­um. Simp­son var ákærður fyr­ir morðið á fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Nicole Brown Simp­son, og vini henn­ar í júní 1994. Hann var sýknaður í mál­inu.

Und­an­far­in sex ár hef­ur Kar­dashi­an helgað um 18 klukku­stund­um á viku í laga­nám, eða allt í allt 5.000 klukku­stund­um. Allt þetta gerði Kar­dashi­an með fjög­ur börn, í viðskipta­rekstri, að taka upp sjón­varpsþætti og með þátt­töku í ein­staka dóms­mál­um þegar hún talaði máli annarra.

Kardashian virðist ætla að feta í fótspor föður síns.
Kar­dashi­an virðist ætla að feta í fót­spor föður síns. Skjá­skot/​In­sta­gram

Daily Mail

mbl.is