Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Veiðigjöld | 23. maí 2025

Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Atvinnuvegaráðuneytið telur sérstaka ástæðu til að birta skjal sem inniheldur mat á áhrifum frumvarps um áætlaðar breytingar á innheimtu veiðigjalds fyrir útgerðir landsins. Er það gert í ljósi þeirrar umræðu sem hefur vaknað vegna frumvarps Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Mat ráðuneytis á áhrifum veiðigjalds

Veiðigjöld | 23. maí 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sést hér mæla fyrir frumvarpi um …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sést hér mæla fyrir frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Morgunblaðið/Eggert

At­vinnu­vegaráðuneytið tel­ur sér­staka ástæðu til að birta skjal sem inni­held­ur mat á áhrif­um frum­varps um áætlaðar breyt­ing­ar á inn­heimtu veiðigjalds fyr­ir út­gerðir lands­ins. Er það gert í ljósi þeirr­ar umræðu sem hef­ur vaknað vegna frum­varps Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

At­vinnu­vegaráðuneytið tel­ur sér­staka ástæðu til að birta skjal sem inni­held­ur mat á áhrif­um frum­varps um áætlaðar breyt­ing­ar á inn­heimtu veiðigjalds fyr­ir út­gerðir lands­ins. Er það gert í ljósi þeirr­ar umræðu sem hef­ur vaknað vegna frum­varps Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

Þar seg­ir að matið sýni að það veiðigjald sem 918 út­gerðir greiddu árin 2023 og 2024 og það veiðigjald sem viðkom­andi út­gerð myndi greiða sam­kvæmt frum­varpi ráðherr­ans, þ.e. hversu mikið veiðigjald hvers fyr­ir­tæk­is breyt­ist sam­kvæmt frum­varp­inu.

Sé tekið mið af ár­inu 2024 sýni yf­ir­litið eft­ir­far­andi:

  • Af 918 út­gerðum hækk­ar áætlað veiðigjald 16 fyr­ir­tækja um meira en 100 milj­ón­ir króna.
  • Veiðigjald 27 út­gerða hækk­ar á milli 10 og hundrað millj­óna króna.
  • Veiðigjald 875 út­gerða hækk­ar um minna en 10 millj­ón­ir króna, þar af hækk­ar gjaldið um minna en 5 millj­ón­ir króna hjá 864 út­gerðum og minna en millj­ón hjá 792 út­gerðum.

Ráðneytið árétt­ar að um áætl­un sé að ræða og upp­lýs­ing­ar séu því gerðar með fyr­ir­vara um vill­ur.

mbl.is