Var ekki „slompuð“ á Alþingi

Alþingi | 23. maí 2025

Var ekki „slompuð“ á Alþingi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir rangt að hún hafi verið „slompuð“ á Alþingi í vikunni, líkt og Vísir fjallaði um í dag. Þá segir hún einnig rangt að hún hafi sótt um nám í Columbia-háskóla áður en landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn, líkt og Heimildin fjallaði um, en frétt Heimildarinnar hefur nú verið tekin út.

Var ekki „slompuð“ á Alþingi

Alþingi | 23. maí 2025

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir rangt að hún hafi verið „slompuð“ á Alþingi í vik­unni, líkt og Vís­ir fjallaði um í dag. Þá seg­ir hún einnig rangt að hún hafi sótt um nám í Col­umb­ia-há­skóla áður en lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins var hald­inn, líkt og Heim­ild­in fjallaði um, en frétt Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur nú verið tek­in út.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir rangt að hún hafi verið „slompuð“ á Alþingi í vik­unni, líkt og Vís­ir fjallaði um í dag. Þá seg­ir hún einnig rangt að hún hafi sótt um nám í Col­umb­ia-há­skóla áður en lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins var hald­inn, líkt og Heim­ild­in fjallaði um, en frétt Heim­ild­ar­inn­ar hef­ur nú verið tek­in út.

„Í vik­unni var fá­dæma veður­blíða og virt­ust flest­ir Íslend­ing­ar njóta sól­ar­geisl­anna. Sjálf fékk ég mér vínglas á meðan ég spilaði Backgammon með vin­konu og nældi mér í sól­bruna,“ seg­ir Áslaug Arna á Face­book.

Af því hafi birst mynd á sam­fé­lags­miðlum og sama dag hafi hún haldið ræðu fyr­ir Bi­oef­fect.

„Mann­líf tók upp á því að gera þetta tor­tryggi­legt, birti mynd­ina á vefsíðu sinni og lét að því liggja að ég hefði mætt óvenju þreytt í ræðustól Alþing­is síðla kvölds sama dag. Nú hafa fleiri miðlar tekið í sama lág­kúru­lega streng. Þetta eru auðvitað frá­leit­ar ávirðing­ar að láta liggja að ein­hverju sem stenst enga skoðun og koll­eg­ar mín­ir geta staðfest,“ seg­ir Áslaug Arna.

 

Ræðuna um­töluðu flutti Áslaug í þingsal á þriðju­dags­kvöldið, en sjá má ræðuna í meðfylgj­andi upp­töku á vef Alþing­is.

Fékk und­anþágu fyr­ir um­sókn

Seg­ir Áslaug Arna einnig rangt að hún hafi sótt um nám í Col­umb­ia-há­skóla í New York í Banda­ríkj­un­um áður en lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins var hald­inn, líkt og Heim­ild­in fjallaði um.

Gagn­rýn­ir hún um­fjöll­un miðils­ins fyr­ir að standa ekki und­ir nafni og afla sér heim­ilda. Einkar auðvelt sé að sýna fram á staðfest­ingu frá skól­an­um um það hvenær um­sókn henn­ar hafi borist.

„Ég fékk und­anþágu, sem ég óskaði eft­ir að lokn­um lands­fundi, vegna sér­stakra kring­um­stæðna og vann að um­sókn­inni all­an mars­mánuð og skilaði henni ekki fyrr en 2. apríl. Stjórn­mál­in og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn áttu hug minn all­an fram að lands­fundi og ég ekki far­in að huga að öðru,“ seg­ir Áslaug Arna.

„Sum­arið kom, það er horfið um stund en kem­ur von­andi aft­ur. Hugs­an­lega hvarf lífs­gleði fjöl­miðla með sól­inni en mín er enn á sín­um stað. Ég fer létt inn í helg­ina, fæ mér kannski vínglas, mæti í brúðkaup góðra vina, veiti rík­is­stjórn­inni nauðsyn­legt aðhald um þau mál sem raun­veru­lega skipta máli og held áfram und­ir­bún­ingi flutn­inga til New York,“ seg­ir Áslaug Arna í lok­in.



mbl.is