Beiðni Oscars synjað: Þarf að yfirgefa landið

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2025

Beiðni Oscars synjað: Þarf að yfirgefa landið

Kærunefnd útlendingamála hefur synjað beiðni Oscars Anders Bocanegra Florez um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann þarf því að yfirgefa Ísland í byrjun júní og sætir endurkomubanni í tvö ár.

Beiðni Oscars synjað: Þarf að yfirgefa landið

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2025

Oscar ásamt Svavari og Sonju, fósturforeldrum sínum.
Oscar ásamt Svavari og Sonju, fósturforeldrum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur synjað beiðni Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann þarf því að yf­ir­gefa Ísland í byrj­un júní og sæt­ir end­ur­komu­banni í tvö ár.

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur synjað beiðni Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann þarf því að yf­ir­gefa Ísland í byrj­un júní og sæt­ir end­ur­komu­banni í tvö ár.

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði Kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála. RÚV grein­ir frá.

Oscar, sem er 17 ára og frá Kól­umb­íu, hef­ur búið hjá ís­lensk­um fóst­ur­for­eldr­um sem hafa bar­ist fyr­ir því að hann fái að dvelja hér á landi.

Hann flúði til Íslands með föður sín­um árið 2022 eft­ir að glæpa­menn í Kól­umb­íu hótuðu þeim líf­láti. Faðir Oscars er sagður hafa beitt hann of­beldi og hafa af­salað sér for­ræði yfir hon­um. 

Í októ­ber á síðasta ári var Oscar send­ur úr landi með föður sín­um eft­ir að hafa fengið synj­un um vernd hér á landi. Oscar endaði einn á göt­unni í Bógotá í mánuð áður en fóst­ur­fjöl­skyld­an kom hon­um aft­ur til Íslands.

Oscar kærði niður­stöðu Útlend­inga­stofn­un­ar um að synja hon­um um alþjóðlega vernd til Kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála, meðal ann­ars á þeim for­send­um að hann sé fylgd­ar­laust barn, en fram hef­ur komið að móðir hans treysti sér ekki til að sjá um hann.

Kær­u­nefnd­in tek­ur hins veg­ar ekki und­ir þau rök.

 

mbl.is