Segir niðurstöðuna lagalega ranga

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2025

Segir niðurstöðuna lagalega ranga

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, ætlar að leggja mál Oscars fyrir dómstóla þar sem hún segir niðurstöðu Kærunefndar útlendingamála vera „lagalega ranga“.

Segir niðurstöðuna lagalega ranga

Flóttafólk á Íslandi | 24. maí 2025

Lögmaður Oscars segir ný útlendingalög kveða á um að meta …
Lögmaður Oscars segir ný útlendingalög kveða á um að meta verði hvort aðstæður viðkomandi hafi breyst eða ekki þegar ný umsókn er lögð inn. Ítrekar hún að Oscar kom fyrst til Íslands í fylgd föður síns, sem fékk synjun á sínum tíma. Aðstæður séu nú breyttar og þannig hafi Oscar aldrei fengið sjálfstæða efnislega skoðun á sinni umsókn. Ljósmynd/Aðsend

Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, ætl­ar að leggja mál Oscars fyr­ir dóm­stóla þar sem hún seg­ir niður­stöðu Kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála vera „laga­lega ranga“.

Helga Vala Helga­dótt­ir, lögmaður Oscars And­ers Boca­negra Flor­ez, ætl­ar að leggja mál Oscars fyr­ir dóm­stóla þar sem hún seg­ir niður­stöðu Kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála vera „laga­lega ranga“.

Oscar hafi enn ekki fengið sjálf­stæða efn­is­lega skoðun á sinni um­sókn held­ur fylgt sjálf­krafa með um­sókn föður síns.

„Við vor­um mjög vongóð um að þetta færi vel vegna þess að málið hans er ein­stakt og aðstæður hans al­gjör­lega ein­stak­ar. Mér finnst þessi niðurstaða efn­is­lega röng,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

„Það eina sem hægt er að gera núna, eins und­ar­lega og það hljóm­ar, þá þarf að óska eft­ir því að þetta sama stjórn­vald og tók þessa ákvörðun fresti réttaráhrif­um ákvörðun­ar­inn­ar á meðan málið er borið und­ir dóm­stóla.“

Oscar aldrei fengið sjálf­stæða efn­is­lega skoðun á sinni um­sókn

Það er mat Helgu að leggja verði málið fyr­ir dóm­stóla til að fá metið hvort það rétt sé að Oscar „fái ekki einu sinni að senda inn um­sókn“.

„Þetta sner­ist um það. Út af nýj­um út­lend­inga­lög­um þá er það metið, þegar verið er að leggja inn um­sókn aft­ur, hvort aðstæður viðkom­andi eru tald­ar hafa breyst eða ekki. Aðstæður hans eru allt aðrar núna en áður,“ seg­ir Helga.

Ítrek­ar Helga að Oscar kom fyrst til Íslands í fylgd for­sjár­for­eldr­is, föður síns, sem fékk synj­un á sín­um tíma og börn­in hans fylgt sjálf­krafa með.

Þannig hafi Oscar aldrei fengið sjálf­stæða efn­is­lega skoðun á sinni um­sókn.

„Að það skuli vera látið eins og hann sé í ná­kvæm­lega sömu stöðu og þess vegna megi hann ekki leggja inn nýja um­sókn, mér finnst þetta bara laga­lega röng niðurstaða.“

„Að stjórn­völd hafni því er bara rangt“

Helga seg­ir stöðu Oscars allt aðra í dag en þegar hann kom fyrst til Íslands.

„Í fyrsta lagi er hann fylgd­ar­laust barn núna, sem hann var ekki síðast. Í öðru lagi eru stjórn­völd búin að sann­reyna að það er eng­inn í Kól­umb­íu að fara að taka á móti hon­um. Það er ekki ör­uggt að senda hann út,“ seg­ir hún. Ef horft sé á málið út frá lógík þá sé fjöl­skylda á Íslandi sem vilji hugsa um hann og sem hef­ur verið falið að ann­ast hann.

„Að stjórn­völd hafni því er bara rangt.“

Á hvaða grunni er því hafnað? Hef­ur það að gera með að fóst­ur­for­eldr­ar hans hafi ekki for­ræði yfir hon­um?

„Nei. Það er ekki verið að hafna efn­is­lega, það er bara verið að neita hon­um um að leggja inn um­sókn­ina. Það er ekki verið að segja að þau geti ekki séð um hann. Það er ekki verið að segja að það yrði ekki mikið betra fyr­ir hann og hans hags­muni. Það er bara verið að neita hon­um um að um­sókn­in hans verði skoðuð hérna á Íslandi. Þetta er bara svo galið.“

Barna­vernd lýs­ir yfir áhyggj­um

Barna­vernd á Suður­nesj­um hef­ur mælt ein­dregið gegn því að Oscari verði brott­vísað. Í grein­ar­gerð þess efn­is seg­ir að Oscar hafi dvalið á Íslandi í þrjú ár, sem sé lang­ur tími í lífi 17 ára drengs „í leit að ör­yggi og stöðug­leika“.

Seg­ir einnig að Oscar hafi ít­rekað lýst slæmri meðferð og miklu of­beldi af hendi föður síns, bæði á Íslandi og í Kól­umb­íu, og í viðurvist vitna. Faðir hans hafi yf­ir­gefið hann á flug­vell­in­um í Kól­umb­íu eft­ir að hafa fengið synj­un um vernd hér á landi. Eft­ir það hafi Oscar „búið við ill­an leik á göt­unni“ í Kól­umb­íu, þar til hann kom aft­ur til Íslands með fóst­ur­for­eldr­um sín­um.

Þá hafi Barna­vernd ekki tek­ist að ná sam­bandi við föður Oscars og tel­ur nú ljóst sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi gögn­um að hann vilji ekki fara með for­sjá son­ar síns, en faðir hans hafi ít­rekað reynt að af­sala sér for­sjá hans og óskað meðal ann­ars eft­ir að for­sjá færi til barna­vernd­arþjón­ustu Hafn­ar­fjarðar.

Í ljósi aðstæðna hef­ur Barna­vernd mikl­ar áhyggj­ur af heilsu og vel­ferð Oscars ef hann yrði send­ur aft­ur til Kól­umb­íu. Hann hafi öðlast ör­yggi og stöðug­leika á Íslandi og hags­mun­ir hans séu því að vera áfram hér á landi.

Þá bend­ir Barna­vernd á að Oscar er fylgd­ar­laust barn og því ber að taka sér­stakt til­lit til hans og hags­muna hans í sam­ræmi við barna­vernd­ar­lög og alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands.

mbl.is