Mikil eftirspurn eftir 150-250 milljóna sérbýlum

Heimili | 25. maí 2025

Mikil eftirspurn eftir 150-250 milljóna sérbýlum

Kjartan byrjaði að starfa sem fasteignasali árið 1995 og útskrifaðist sem löggiltur fasteignasali árið 2000. Þessi 30 ára reynsla hefur kennt honum að heiðarleg samskipti borgi sig alltaf og líka það að reyna að ráðleggja fólki eftir bestu vitund.

Mikil eftirspurn eftir 150-250 milljóna sérbýlum

Heimili | 25. maí 2025

Kjartan býr í Fossvogi og þekkir vel til í hverfinu …
Kjartan býr í Fossvogi og þekkir vel til í hverfinu þótt hann sé ekki alinn þar upp. Morgunblaðið/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Kjart­an byrjaði að starfa sem fast­eigna­sali árið 1995 og út­skrifaðist sem lög­gilt­ur fast­eigna­sali árið 2000. Þessi 30 ára reynsla hef­ur kennt hon­um að heiðarleg sam­skipti borgi sig alltaf og líka það að reyna að ráðleggja fólki eft­ir bestu vit­und.

Kjart­an byrjaði að starfa sem fast­eigna­sali árið 1995 og út­skrifaðist sem lög­gilt­ur fast­eigna­sali árið 2000. Þessi 30 ára reynsla hef­ur kennt hon­um að heiðarleg sam­skipti borgi sig alltaf og líka það að reyna að ráðleggja fólki eft­ir bestu vit­und.

Hvernig met­ur þú fast­eigna­markaðinn akkúrat núna?

„Ég met það svo að það sé bjart fram und­an á markaði. Það hef­ur verið góð velta und­an­farið með notaðar eign­ir og ný­bygg­inga­markaður­inn er að taka við sér. Við hjá Eignamiðlun höf­um selt um 100 íbúðir í ný­bygg­ing­um frá ára­mót­um og erum með fjöl­breytt úr­val af ný­bygg­ing­um í sölu. Ég á því ekki von á öðru en að sum­arið verði gott í sölu á öll­um eign­um. En ósk­andi væri að vaxta­stigið lækkaði frek­ar og for­send­ur greiðslu­mats hjá ein­stak­ling­um yrðu færðar aft­ur til fyrra horfs er kem­ur að hlut­falli ráðstöf­un­ar­tekna,“ seg­ir Kjart­an.

Hvaða hverfi eru vin­sæl­ust?

„Það er auðvitað breyti­legt eft­ir fram­boðinu hverju sinni, sem og stemm­ingu á markaði. En í þau ár sem ég hef unnið við fast­eigna­sölu eru Seltjarn­ar­nesið, Vest­ur­bær­inn, Miðbær­inn, Foss­vog­ur og Garðabær alltaf vin­sæl. Hugs­an­lega er það af því að fram­boðið á eign­um í þess­um hverf­um er tak­markað en hlut­falls­lega meira fram­boð er á eign­um í hverf­um eins og Grafar­vogi, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði.“

Er ein­hver sér­stök teg­und af eign­um vin­sæl akkúrat núna?

„Það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir hag­stæðum íbúðum fyr­ir fyrstu kaup­end­ur, sem og sér­býl­um á verðbil­inu 150-250 millj­ón­ir. En það or­sak­ast af því að fram­boðið er tak­markað. En svo vant­ar alltaf góðar eign­ir á markaðinn,“ seg­ir Kjart­an.

Tom Pod­more/​Unsplash

Er betra að selja fyrst og kaupa svo?

„Það styrk­ir alltaf stöðu þína sem kaup­andi ef þú ert búin að selja, þar sem þú get­ur fækkað fyr­ir­vör­un­um. En það eru auðvitað ekki all­ir í aðstöðu til þess. Meira er um það að fólk kaupi með fyr­ir­vara um sölu og í flest­um til­fell­um geng­ur það upp. Ég ráðlegg fólki sem er í virkri leit að vera búið að láta skoða, meta og mynda eign­ina sína. Það get­ur þá farið hratt inn á markaðinn ef spenn­andi eign kem­ur í sölu.“

Þú ert þekkt­ur fyr­ir að vera sér­stak­ur sér­fræðing­ur í Foss­vog­in­um í 108 Reykja­vík. Ertu al­inn upp í hverf­inu eða hvernig æxlaðist þetta?

„Þegar ég byrjaði í fast­eigna­sölu var ég að vinna með þrem­ur mönn­um sem bjuggu all­ir í Foss­vog­in­um. Við vor­um því að selja þó nokkuð í gegn­um þau tengsl. Síðan flutti ég sjálf­ur í Foss­vog­inn árið 2007 og hef selt mikið í hverf­inu síðan. Sjálf­ur er ég úr Vest­ur­bæn­um og kon­an mín úr Laug­ar­ásn­um. Það er því eng­in teng­ing við hverfið úr æsku.“

Hvernig hef­ur fast­eigna­markaður­inn breyst á þeim 30 árum sem þú hef­ur starfað í fag­inu?

„Það hafa orðið gríðarleg­ar breyt­ing­ar á þess­um 30 árum. Þegar ég byrjaði voru eng­ir fast­eigna­vef­ir eða aðrar leit­ar­vél­ar. Aðeins var aug­lýst í blöðum, tek­in var ein ljós­mynd af eign­inni, selj­end­ur sýndu eign­irn­ar sjálf­ir og aðeins var ein lána­stofn­un á markaði. En stóra breyt­ing­in var þegar mbl.is reið á vaðið með fast­eigna­vef­inn árið 1998,“ seg­ir Kjart­an.

Fast­eigna­sali er oft eins og sátta­semj­ari eða sál­fræðing­ur, ger­ir þú eitt­hvað sér­stakt til þess að reyna að miðla mál­um?

„Það sem ég geri er að hlusta á fólk áður en ég reyni að miðla mál­um. Oft­ast náum við að leysa úr þeim ágrein­ings­efn­um sem uppi eru og klára af­sal. Lyk­il­atriðið er að funda með fólki og hlusta.“

Hvernig safnaðir þú þér fyr­ir fyrstu íbúð þinni?

„Ég seldi bíl og fékk lánsveð hjá móður minni,“ seg­ir Kjart­an sem festi kaup á íbúð við Hring­braut 99 og kostaði 4,1 millj­ón á þeim tíma. Bíll­inn sem hann seldi var Benz-forn­bíll.

Ertu með ein­hver góð fyr­ir þá sem eru að reyna að koma sér inn á fast­eigna­markaðinn?

„Það er mik­il­vægt að kenna börn­un­um okk­ar að spara og leggja fyr­ir. Ferm­ingar­pen­ing­ar, út­skriftar­pen­ing­ar, sum­ar­vinn­an og svo fram­veg­is. Þetta safn­ast þegar sam­an kem­ur og get­ur munað öllu að hafa þetta eigið fé. Það hef­ur alltaf verið erfitt að kom­ast inn á fast­eigna­markaðinn. All­ur sparnaður skipt­ir máli en auðvitað hafa ekki all­ir tök á því að leggja fyr­ir. Þess vegna skipt­ir það líka máli að í boði séu gagn­sæ úrræði eins og hlut­deild­ar­lán til þess að hjálpa fólki af stað.“

mbl.is