Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Ást í Hollywood | 26. maí 2025

Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Bandaríska leikkonan Jessica Alba, sem er einna þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Honey, Sin City og Fantastic Four, virðist vera komin yfir skilnaðinn við kvikmyndaframleiðandann Cash Warren ef marka má myndir sem náðust af henni í Lundúnum yfir helgina.

Komin með nýjan örfáum mánuðum eftir skilnað

Ást í Hollywood | 26. maí 2025

Jessica Alba.
Jessica Alba. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Jessica Alba, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um Ho­ney, Sin City og Fant­astic Four, virðist vera kom­in yfir skilnaðinn við kvik­mynda­fram­leiðand­ann Cash War­ren ef marka má mynd­ir sem náðust af henni í Lund­ún­um yfir helg­ina.

Banda­ríska leik­kon­an Jessica Alba, sem er einna þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um Ho­ney, Sin City og Fant­astic Four, virðist vera kom­in yfir skilnaðinn við kvik­mynda­fram­leiðand­ann Cash War­ren ef marka má mynd­ir sem náðust af henni í Lund­ún­um yfir helg­ina.

Alba sem sótti um skilnað frá eig­in­manni sín­um til 17 ára í byrj­un árs sást njóta dags­ins ásamt ónefnd­um karl­manni í Re­g­ent Park á sunnu­dag.

Mynd­ir sem birt­ust á vefsíðu breska fjöl­miðils­ins The Sun sýna Alba og hinn ónefna karl­mann hald­ast í hend­ur er þau skoða nátt­úru­feg­urðina í al­menn­ings­garðinum.

Alba og War­ren kynnt­ust á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Fant­astic Four árið 2004 og gengu í hjóna­band fjór­um árum síðar. 

Ástæða skilnaðar­ins er óljós en heim­ild­armaður banda­ríska slúður­vefs­ins TMZ sagði að hjón­in hefðu ein­fald­lega þrosk­ast hvort í sína átt­ina og að ástar­b­loss­inn hefði fjarað út.

Alba og War­ren eiga sam­an þrjú börn, tvær dæt­ur og einn son, á aldr­in­um 7 til 16 ára, Hon­or, Haven og Hayes.

mbl.is