Leynd frá landamærum yfir í fjárlög?

Dagmál | 26. maí 2025

Leynd frá landamærum yfir í fjárlög?

Í ítarlegu viðtali Spursmála við Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra talaði hann um leyndarhyggju á landamærum. Gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag er yfirtollvörðurinn Guðbjörn Guðbjörnsson. Hann spyr sig hvort sú leyndarhyggja nái í raun frá landamærum og alla leið inn í fjárlög íslenska ríkisins.

Leynd frá landamærum yfir í fjárlög?

Dagmál | 26. maí 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í ít­ar­legu viðtali Spurs­mála við Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra talaði hann um leynd­ar­hyggju á landa­mær­um. Gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag er yf­ir­toll­vörður­inn Guðbjörn Guðbjörns­son. Hann spyr sig hvort sú leynd­ar­hyggja nái í raun frá landa­mær­um og alla leið inn í fjár­lög ís­lenska rík­is­ins.

    Í ít­ar­legu viðtali Spurs­mála við Úlfar Lúðvíks­son, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra talaði hann um leynd­ar­hyggju á landa­mær­um. Gest­ur Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag er yf­ir­toll­vörður­inn Guðbjörn Guðbjörns­son. Hann spyr sig hvort sú leynd­ar­hyggja nái í raun frá landa­mær­um og alla leið inn í fjár­lög ís­lenska rík­is­ins.

    Til­efni þess­ara vanga­veltna er grein sem Guðni Ágústs­son skrifaði í Morg­un­blaðið, þar sem hann vitn­ar í Ragn­ar Árna­son hag­fræðing sem nefnt hef­ur þessa upp­hæð. Guðbjörn seg­ist kannski ekki vilja nota orðið leynd­ar­hyggja en tregi stjórn­mála­manna sé mik­ill þegar kem­ur að upp­lýs­inga­gjöf í mál­efn­um tengd­um flótta­mönn­um.

    Guðbjörn seg­ist hafa farið að hugsa þegar þessi risa­vaxna tala var nefnd. Hann nefn­ir til sög­unn­ar heil­brigðis­kerfið og mennta­mál ásamt lög­gæslu­kostnaði. „Hvort hundrað millj­arðar er rétt eða ekki. Ég veit það ekki. En ég held að þetta sé miklu meiri kostnaður held­ur en menn þora. Þarna er leynd­ar­hyggj­an líka í gangi, fyrst að Úlfar var að tala um leynd­ar­hyggju á landa­mær­un­um. Ef að við köll­um þetta leynd­ar­hyggju sem ég vil kannski ekki gera.

    Leynd­ar­hyggj­an nær miklu lengra. Hún nær al­veg frá landa­mær­un­um og inn í fjár­lög­in. Hún nær al­veg alla leið. Það er verið að leyna ástand­inu á landa­mær­un­um, ef við töl­um um að þetta sé leynd og það verið að leyna því hvað þetta kost­ar. Og það er leynd­ar­hyggja í gangi eða alla­vega ekki talað um það, um töl­fræði varðandi glæpi. Þar er líka verið að hagræða. Við fáum töl­fræði varðandi hvað sitja marg­ir á Hraun­inu, eða í fang­els­um og hvað eru marg­ir út­lend­ing­ar. Það er nýtt. Það var held­ur ekki hægt að fá þær töl­ur.

    Það er þessi leynd­ar­hyggja. Þessi raun­veru­lega tregi. Það er tregi hjá hinu op­in­bera til að af­henda þess­ar upp­lýs­ing­ar, virðist vera til staðar. Þegar maður finn­ur fyr­ir svona trega, að fólk er ekki vilj­ugt að af­henda upp­lýs­ing­ar þá grun­ar manni alltaf að það sé eitt­hvað meira und­ir eða það sé eitt­hvað sem fólk vilji fela,“ seg­ir Guðbjörn.

    Hann bend­ir á að ný­lega voru álagn­ing­ar­seðlar frá skatt­in­um birt­ir og þar sé gerð grein fyr­ir því í hvaða mála­flokka skatt­greiðslur fari. „Ef það er ekki hægt að finna út og segja okk­ur hvað út­lend­inga­mál í raun kosta okk­ur, þá er eitt­hvað mikið að. Því að ef þú ætl­ar að taka upp­lýsta ákvörðun varðandi til dæm­is út­lend­inga­mál og hvaða ákv­arðanir á að taka þá þarftu að vera með þess­ar upp­lýs­ing­ar, bara sem kjós­andi. Líka sem stjórn­mála­maður og líka inn­an kerf­is­ins þarftu að vera með þess­ar upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um,“ bend­ir Guðbjörn á.

    Hann fer um víðan völl í Dag­mál­um dags­ins og ræðir þar meðal ann­ars brott­hvarf Úlfars Lúðvíks­son­ar, sem hann seg­ir hafi komið gjörvöllu lög­reglu- og toll­gæsluliði á óvart. Guðbjörn ræðir líka þá vinnu sem er í gangi um að knýja á um að öll flug­fé­lög birti farþegalista. Sú vinna hef­ur verið í gangi en ekki borið ár­ang­ur enn. Þegar kem­ur að farm­skrá flutn­inga­skipa eru eng­ar und­an­tekn­ing­ar gerðar. Yf­ir­toll­vörður­inn seg­ist ekki vita til þess að tolla­lög séu val­kvæð.

    Með frétt­inni fylg­ir brot úr viðtal­inu við Guðbjörn. Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta nálg­ast viðtalið í heild sinni með því að smella á link­inn hér að neðan.

    mbl.is