Útför Virginiu Giuffre fór fram í kyrrþey í áströlsku borginni Perth nú á dögunum.
Útför Virginiu Giuffre fór fram í kyrrþey í áströlsku borginni Perth nú á dögunum.
Útför Virginiu Giuffre fór fram í kyrrþey í áströlsku borginni Perth nú á dögunum.
Giuffre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valdamikla menn um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur, fannst látin á heimili sínu í Vestur-Ástralíu þann 25. apríl síðastliðinn.
Tók hún sitt eigið líf.
Að sögn heimildarmanns The West Australian fór athöfnin fram í kyrrþey og voru einungis fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir.
Hin bandaríska Giuffre, sem bjó í Ástralíu um árabil, varð talsmaður þolenda kynlífsmansals eftir að hún steig fram í margumtöluðu máli auðkýfingsins Jeffrey Epsteins.
Giuffre steig fram eftir að frumrannsókn á málum Epsteins lauk, en hann var sakaður um kynlífsmansal á tugum unglingsstúlkna og ungra kvenna.