Útförin fór fram í kyrrþey

Poppkúltúr | 26. maí 2025

Útförin fór fram í kyrrþey

Útför Virginiu Giuffre fór fram í kyrrþey í áströlsku borginni Perth nú á dögunum.

Útförin fór fram í kyrrþey

Poppkúltúr | 26. maí 2025

Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún …
Virginia Guiffre komst fyrst í sviðsljósið árið 2015 þegar hún opinberaði meinta misnotkun auðkýfingsins Jeffrey Epstein gegn sér. Skjáskot/Youtube

Útför Virg­iniu Giuf­fre fór fram í kyrrþey í áströlsku borg­inni Perth nú á dög­un­um.

Útför Virg­iniu Giuf­fre fór fram í kyrrþey í áströlsku borg­inni Perth nú á dög­un­um.

Giuf­fre, sem sakaði Andrés prins og fleiri valda­mikla menn um að hafa mis­notað sig kyn­ferðis­lega þegar hún var ung­ling­ur, fannst lát­in á heim­ili sínu í Vest­ur-Ástr­al­íu þann 25. apríl síðastliðinn.

Tók hún sitt eigið líf.

Að sögn heim­ild­ar­manns The West Austr­ali­an fór at­höfn­in fram í kyrrþey og voru ein­ung­is fjöl­skylda og nán­ustu vin­ir viðstadd­ir. 

Hin banda­ríska Giuf­fre, sem bjó í Ástr­al­íu um ára­bil, varð talsmaður þolenda kyn­lífsm­an­sals eft­ir að hún steig fram í marg­um­töluðu máli auðkýf­ings­ins Jef­frey Ep­steins.

Giuf­fre steig fram eft­ir að frum­rann­sókn á mál­um Ep­steins lauk, en hann var sakaður um kyn­lífsm­an­sal á tug­um ung­lings­stúlkna og ungra kvenna. 

mbl.is